Mögulega meiri vindur en talið var þegar kastalinn fór á loft Lovísa Arnardóttir skrifar 25. október 2023 18:07 Frá vettvangi hoppukastalaslyssins á Akureyri 1. júlí árið 2021. Vísir/Lillý Nýtt mat sýnir að vindur var mögulega meiri en talið var í fyrstu þegar hoppukastalaslysið var á Akureyri fyrir rúmum tveimur árum. Fimm eru ákærðir í málinu en fjögur börn slösuðust, þar af eitt fyrir lífstíð. Samkvæmt nýju mati sem gert var á slysinu í kjölfar hoppukastalaslyssins á Akureyri árið 2021 var vindur líklega meiri en gert var ráð fyrir í fyrsta. Þetta kemur fram í mati sem gefið var út nýlega og er fjallað um það á vef RÚV. Samkvæmt frétt RÚV er matið gert af tveimur byggingarverkfræðingum og verður tekið fyrir í héraðsdómi Norðurlands á mánudag í næstu viku. Þar kemur fram að engar leiðbeiningar hafi verið frá framleiðanda um hversu margar festingar þurfti fyrir kastalann. En eftir prófanir verkfræðinganna, meðal annars á kastala sambærilegum og var fyrir norðan í Hvalfirði, hafi þeir komist að því að festingarnar hafi þurft að vera 54 en ekki 172 eins og kom fram í fyrra mati. Fyrra matið var gert af bæði veður- og verkfræðingum og var skilað fyrir um ári síðan. Samkvæmt því mat var kastalinn ekki nægilega vel festur eða nógu vel fylgst með börnunum sem voru í kastalanum. Þá segir í frétt RÚV að mat verkfræðinganna sé, eins og í fyrra mati, að vindur hafi of mikill þannig að hægt væri að tryggja örugga notkun á kastalanum úti. Viðstaddir hafa þó oft greint frá því að sterk vindhviða hafi farið yfir svæðið og telja matsmennirnir að vindurinn hafi verið snarpari en mælar í nágrenni við svæðið sýndu. Aðalmeðferð seinkað Fimm eru ákærðir í málinu. Tveir sjálfboðaliðar á vegum íþróttafélagsins KA, sem hafði tekið að sér að útvega starfsmenn til að sinna miðasölu og umsjón með svæðinu, og þrír starfsmenn félagsins sem leigði hoppukastalann út. Verjendur ákærðu voru ekki sáttir við niðurstöðu fyrra matsins og óskuðu því eftir nýju mati, sem nú hefur verið skilað og verður tekið fyrir í héraðsdómi Norðurlands á mánudag. Til stóð að aðalmeðferð í málinu færi fram í maí en henni var frestað. Fimmmenningarnir eru sagðir hafa borið ábyrgð á öryggi barnanna sem voru að leik í hoppukastalanum með einum eða öðrum hætti. Málið er höfðað vegna fjögurra barna sem slösuðust. Tvö börn handleggsbrotnuðu og eitt barn hlaut brot á herðablaði í slysinu. Eitt barnanna, sex ára stúlka, slasaðist alvarlega. Hún varð fyrir miklum heilaáverka sem gerði það að verkum að hún þarf að læra flest, ef ekki allt, upp á nýtt. Hoppukastalaslys á Akureyri Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Neita sök í hoppukastalamáli Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. 15. febrúar 2023 13:49 Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. 30. janúar 2023 10:18 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Samkvæmt nýju mati sem gert var á slysinu í kjölfar hoppukastalaslyssins á Akureyri árið 2021 var vindur líklega meiri en gert var ráð fyrir í fyrsta. Þetta kemur fram í mati sem gefið var út nýlega og er fjallað um það á vef RÚV. Samkvæmt frétt RÚV er matið gert af tveimur byggingarverkfræðingum og verður tekið fyrir í héraðsdómi Norðurlands á mánudag í næstu viku. Þar kemur fram að engar leiðbeiningar hafi verið frá framleiðanda um hversu margar festingar þurfti fyrir kastalann. En eftir prófanir verkfræðinganna, meðal annars á kastala sambærilegum og var fyrir norðan í Hvalfirði, hafi þeir komist að því að festingarnar hafi þurft að vera 54 en ekki 172 eins og kom fram í fyrra mati. Fyrra matið var gert af bæði veður- og verkfræðingum og var skilað fyrir um ári síðan. Samkvæmt því mat var kastalinn ekki nægilega vel festur eða nógu vel fylgst með börnunum sem voru í kastalanum. Þá segir í frétt RÚV að mat verkfræðinganna sé, eins og í fyrra mati, að vindur hafi of mikill þannig að hægt væri að tryggja örugga notkun á kastalanum úti. Viðstaddir hafa þó oft greint frá því að sterk vindhviða hafi farið yfir svæðið og telja matsmennirnir að vindurinn hafi verið snarpari en mælar í nágrenni við svæðið sýndu. Aðalmeðferð seinkað Fimm eru ákærðir í málinu. Tveir sjálfboðaliðar á vegum íþróttafélagsins KA, sem hafði tekið að sér að útvega starfsmenn til að sinna miðasölu og umsjón með svæðinu, og þrír starfsmenn félagsins sem leigði hoppukastalann út. Verjendur ákærðu voru ekki sáttir við niðurstöðu fyrra matsins og óskuðu því eftir nýju mati, sem nú hefur verið skilað og verður tekið fyrir í héraðsdómi Norðurlands á mánudag. Til stóð að aðalmeðferð í málinu færi fram í maí en henni var frestað. Fimmmenningarnir eru sagðir hafa borið ábyrgð á öryggi barnanna sem voru að leik í hoppukastalanum með einum eða öðrum hætti. Málið er höfðað vegna fjögurra barna sem slösuðust. Tvö börn handleggsbrotnuðu og eitt barn hlaut brot á herðablaði í slysinu. Eitt barnanna, sex ára stúlka, slasaðist alvarlega. Hún varð fyrir miklum heilaáverka sem gerði það að verkum að hún þarf að læra flest, ef ekki allt, upp á nýtt.
Hoppukastalaslys á Akureyri Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Neita sök í hoppukastalamáli Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. 15. febrúar 2023 13:49 Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. 30. janúar 2023 10:18 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Neita sök í hoppukastalamáli Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. 15. febrúar 2023 13:49
Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. 30. janúar 2023 10:18