Skjálfti 4,5 að stærð við Grindavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 25. október 2023 08:26 Skjálftinn mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Skjálftinn er annar sem mælist yfir þremur að stærð á Reykjanesi í morgun. Jarðskjálftinn fannst vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp á Akranes. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir upptök skjálftans hafa verið um kílómetra norður af Þorbirni, þar sem fjöldi minni skjálfta hefur mælst í nótt og í morgun. Skjálftinn mældist fyrst um 4,8 að stærð en eftir yfirferð mælist hann 4,5. Um 760 skjálftar hafa mælst á Reykjanesi frá miðnætti. Enn mælist enginn gosórói. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, var staddur á bæjarskrifstofunni þegar skjálftinn reið yfir klukkan 8:18. „Við urðum ágætlega vör við þennan og hann var talsvert sterkari en þessi í morgun. Sá var 3,9 upp úr klukkan hálf sex. En jú, við fundum rækilega fyrir þessum.“ Aðspurður um hvort bæjarbúar myndu kjósa eldgos fram yfir skjálftana segir Fannar að þeir myndu að sjálfsögðu vilja vera lausir við þetta allt saman. Það sé hins vegar ekki í boði. Upptök stóru skjálftanna í morgun voru rétt norður af Þorbirni.Veðurstofa Íslands „Skjálftarnir sem hafa verið undanfari goss eru ónotalegir og eins undarlega og það kann að hljóma þá hefur það verið ákveðinn léttir þegar hefur byrjað að gjósa og skjálftarnir hætta. Ef kemur til eldgoss þarna við Fagradalsfjall á annað borð þá er það lítið að trufla okkur. Það er helst þessi sýnilegi aukni straumur ferðamanna sem hefur áhrif á mannlífið. En lífið heldur áfram og gengur sinn vanagang. Við þekkjum þetta orðið ágætlega.“ Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi í nótt og í morgun. Skjálftarnir hafa þar til nú flestir verið mjög litlir og mælst norðvestan við Þorbjörn en einnig við Fagradalsfjall. Sterkur skjálfti, um 3,9 að stærð, mældist klukkan 5,35 í morgun sem fannst vel í Grindavík og víðar. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Jarðskjálftahrina á Reykjanesi og stór skjálfti uppá 4,9 í Bárðarbungu Mikil skjálftavirkni er á Reykjanesi. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir þó engin merki um gosóróa en fyllsta ástæða sé að fylgjast grant með gangi mála. 25. október 2023 06:59 Jarðskjálfti að stærð 2,7 fannst vel í Grindavík Jarðskjálfti að stærð 2,7 mældist um tvöleytið í dag á Reykjanesskaga. Líkur á nýju eldgosi hafa aukist síðustu vikur. Kvika safnast saman á um tíu kílómetra dýpi en engir nýir kvikugangar hafa myndast enn sem komið er, en það gæti gerst á næstu vikum eða mánuðum. 14. október 2023 14:38 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir upptök skjálftans hafa verið um kílómetra norður af Þorbirni, þar sem fjöldi minni skjálfta hefur mælst í nótt og í morgun. Skjálftinn mældist fyrst um 4,8 að stærð en eftir yfirferð mælist hann 4,5. Um 760 skjálftar hafa mælst á Reykjanesi frá miðnætti. Enn mælist enginn gosórói. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, var staddur á bæjarskrifstofunni þegar skjálftinn reið yfir klukkan 8:18. „Við urðum ágætlega vör við þennan og hann var talsvert sterkari en þessi í morgun. Sá var 3,9 upp úr klukkan hálf sex. En jú, við fundum rækilega fyrir þessum.“ Aðspurður um hvort bæjarbúar myndu kjósa eldgos fram yfir skjálftana segir Fannar að þeir myndu að sjálfsögðu vilja vera lausir við þetta allt saman. Það sé hins vegar ekki í boði. Upptök stóru skjálftanna í morgun voru rétt norður af Þorbirni.Veðurstofa Íslands „Skjálftarnir sem hafa verið undanfari goss eru ónotalegir og eins undarlega og það kann að hljóma þá hefur það verið ákveðinn léttir þegar hefur byrjað að gjósa og skjálftarnir hætta. Ef kemur til eldgoss þarna við Fagradalsfjall á annað borð þá er það lítið að trufla okkur. Það er helst þessi sýnilegi aukni straumur ferðamanna sem hefur áhrif á mannlífið. En lífið heldur áfram og gengur sinn vanagang. Við þekkjum þetta orðið ágætlega.“ Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi í nótt og í morgun. Skjálftarnir hafa þar til nú flestir verið mjög litlir og mælst norðvestan við Þorbjörn en einnig við Fagradalsfjall. Sterkur skjálfti, um 3,9 að stærð, mældist klukkan 5,35 í morgun sem fannst vel í Grindavík og víðar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Jarðskjálftahrina á Reykjanesi og stór skjálfti uppá 4,9 í Bárðarbungu Mikil skjálftavirkni er á Reykjanesi. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir þó engin merki um gosóróa en fyllsta ástæða sé að fylgjast grant með gangi mála. 25. október 2023 06:59 Jarðskjálfti að stærð 2,7 fannst vel í Grindavík Jarðskjálfti að stærð 2,7 mældist um tvöleytið í dag á Reykjanesskaga. Líkur á nýju eldgosi hafa aukist síðustu vikur. Kvika safnast saman á um tíu kílómetra dýpi en engir nýir kvikugangar hafa myndast enn sem komið er, en það gæti gerst á næstu vikum eða mánuðum. 14. október 2023 14:38 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Jarðskjálftahrina á Reykjanesi og stór skjálfti uppá 4,9 í Bárðarbungu Mikil skjálftavirkni er á Reykjanesi. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir þó engin merki um gosóróa en fyllsta ástæða sé að fylgjast grant með gangi mála. 25. október 2023 06:59
Jarðskjálfti að stærð 2,7 fannst vel í Grindavík Jarðskjálfti að stærð 2,7 mældist um tvöleytið í dag á Reykjanesskaga. Líkur á nýju eldgosi hafa aukist síðustu vikur. Kvika safnast saman á um tíu kílómetra dýpi en engir nýir kvikugangar hafa myndast enn sem komið er, en það gæti gerst á næstu vikum eða mánuðum. 14. október 2023 14:38