Hvað er svona hættulegt við það að segja vopnahlé? Yousef Ingi Tamimi skrifar 25. október 2023 09:01 Það verður alltaf augljósara og augljósara að ríkisstjórn Íslands ætlar ekki að hvetja til vopnahlés. Í staðinn fær Ísrael fullan stuðning íslensku ríkisstjórnarinnar til að framkvæma þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð á Gaza. Á meðan Ísrael fær sinn stuðning til að fremja þjóðarmorð þá hefur íslenska ríkisstjórnin ákveðið að strá salti í sárin með því einu að auka við fjárhagsaðstoð sína til Palestínu um 90 milljónir. Gjörningur sem virðist hafa þann tilgang einan að hjálpa ráðamönnum að hreinsa samvisku sína vegna stuðnings við þjóðernishreinsanir í Palestínu. Staðreyndin er sú að það sem Palestína þarfnast mest er ekki fjárhagsaðstoð. Palestína þarf stuðning í formi pólitísks þrýstings á ísraelsk yfirvöld til að þau fari að alþjóðalögum, hætti hernámi og viðurkenni frjálst og fullvalda ríki Palestínu. Ísrael þarf að láta af aðskilnaðarstefnu sinni. Palestína þarfnast þess að ríki heimsins taki ábyrgð og standi með mannréttindum og alþjóðalögum í stað þess að loka augunum gagnvart stríðsglæpum Ísraels og morðæði ísraelska hersins. Hingað til hefur verið grafið undan öllum tilraunum Palestínu til að losna undan hernáminu. Þegar Palestínumenn mótmæla friðsamlega eru þeir skotnir af ísraelska hernum. Þegar Palestínumenn hvetja til sniðgöngu á Ísrael þá eru þeir gyðingahatarar. Þegar Palestínumenn setjast að samningaborðinu þá neitar Ísrael að ræða við þá. Þegar Palestína heldur lýðræðisleg kosningu, þá kusu þau rangan flokk. Þegar Palestínumenn beita vopnaðri uppreisn þá eru þeir of ofbeldisfullir. Á meðan sölsar Ísrael undir sig stærra og stærra landsvæði Palestínu. Því má spyrja sig hvaða aðferðum mega Palestínumenn beita til að fá frelsi frá hernáminu? Hvaða aðferð er nógu hentug fyrir íslensku ríkisstjórnina og hin vestrænu ríki? Því hingað til hafa allar tilraunir Palestínumanna til aðlögunar að kröfum hinna vestrænu ríkja skilað sér í auknu arðráni á landi þeirra, ofbeldisfyllra hernámi, aukinni uppbyggingu landræningjabyggða og harðari aðskilnaðarstefnu. Á meðan ríkisstjórnin hunsar voðaverk Ísraels, deyja Palestínumenn. Þúsundir hafa verið drepnir í árásum ísraelska hersins og við erum að verða ónæm fyrir þeim fjölda sem er myrtur með köldu blóði. Í stöðugum fréttaflutningi þar sem fjöldatala látinna eykst fjarlægist staðreyndin að um manneskjur er að ræða en ekki tölur á blaði. Einstaklingar sem jafnvel eiga börn og foreldra, vini og ættingja, áttu drauma um framtíð og von um betra líf. Hingað til hafa fleiri en 5.500 manneskjur verið drepnar á tveim vikum en það samsvarar því að erlent ríki myndi koma til Íslands og einfaldlega þurrka út af kortinu alla íbúa Seltjarnesbæjar eða Vestmannaeyjabæjar. Ísraelar hafa drepið yfir tvö þúsund börn og til að setja þetta áfram í samhengi þá hafa Ísrael drepið því sem samsvarar rúmlega öllum börnum í Seljaskóla, Langholtskóla og Hagaskóla til samans. Það er ómögulegt að setja sig í spor þeirra foreldra sem eru á Gaza svæðinu en reynið að ímynda ykkur ef öll börn í skólum Breiðholts myndu verða drepin í loftárásum erlends ríkis, hvernig myndi ykkur líða? Ágæta ríkisstjórn, Þið eruð samsek með stríðsglæpum. Þið hafið brugðist palestínsku þjóðinni og þar sem þið hafið ekki krafist vopnahlés hafið þið tekið afstöðu með morðæði ísraelska hersins sem hefur haft hörmulegar afleiðingar fyrir íbúa Gaza. Fyrir utan linnulausar árásir eru yfirvofandi smitsjúkdómafaraldur á Gaza, eitthvað sem mun hafa gera ástandið ennþá verra. Á meðan þið sitjið og hafið hljótt takið þið afstöðu með kúgaranum. Líf Palestínumanna eru einskis virði í ykkar augum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Yousef Ingi Tamimi Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það verður alltaf augljósara og augljósara að ríkisstjórn Íslands ætlar ekki að hvetja til vopnahlés. Í staðinn fær Ísrael fullan stuðning íslensku ríkisstjórnarinnar til að framkvæma þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð á Gaza. Á meðan Ísrael fær sinn stuðning til að fremja þjóðarmorð þá hefur íslenska ríkisstjórnin ákveðið að strá salti í sárin með því einu að auka við fjárhagsaðstoð sína til Palestínu um 90 milljónir. Gjörningur sem virðist hafa þann tilgang einan að hjálpa ráðamönnum að hreinsa samvisku sína vegna stuðnings við þjóðernishreinsanir í Palestínu. Staðreyndin er sú að það sem Palestína þarfnast mest er ekki fjárhagsaðstoð. Palestína þarf stuðning í formi pólitísks þrýstings á ísraelsk yfirvöld til að þau fari að alþjóðalögum, hætti hernámi og viðurkenni frjálst og fullvalda ríki Palestínu. Ísrael þarf að láta af aðskilnaðarstefnu sinni. Palestína þarfnast þess að ríki heimsins taki ábyrgð og standi með mannréttindum og alþjóðalögum í stað þess að loka augunum gagnvart stríðsglæpum Ísraels og morðæði ísraelska hersins. Hingað til hefur verið grafið undan öllum tilraunum Palestínu til að losna undan hernáminu. Þegar Palestínumenn mótmæla friðsamlega eru þeir skotnir af ísraelska hernum. Þegar Palestínumenn hvetja til sniðgöngu á Ísrael þá eru þeir gyðingahatarar. Þegar Palestínumenn setjast að samningaborðinu þá neitar Ísrael að ræða við þá. Þegar Palestína heldur lýðræðisleg kosningu, þá kusu þau rangan flokk. Þegar Palestínumenn beita vopnaðri uppreisn þá eru þeir of ofbeldisfullir. Á meðan sölsar Ísrael undir sig stærra og stærra landsvæði Palestínu. Því má spyrja sig hvaða aðferðum mega Palestínumenn beita til að fá frelsi frá hernáminu? Hvaða aðferð er nógu hentug fyrir íslensku ríkisstjórnina og hin vestrænu ríki? Því hingað til hafa allar tilraunir Palestínumanna til aðlögunar að kröfum hinna vestrænu ríkja skilað sér í auknu arðráni á landi þeirra, ofbeldisfyllra hernámi, aukinni uppbyggingu landræningjabyggða og harðari aðskilnaðarstefnu. Á meðan ríkisstjórnin hunsar voðaverk Ísraels, deyja Palestínumenn. Þúsundir hafa verið drepnir í árásum ísraelska hersins og við erum að verða ónæm fyrir þeim fjölda sem er myrtur með köldu blóði. Í stöðugum fréttaflutningi þar sem fjöldatala látinna eykst fjarlægist staðreyndin að um manneskjur er að ræða en ekki tölur á blaði. Einstaklingar sem jafnvel eiga börn og foreldra, vini og ættingja, áttu drauma um framtíð og von um betra líf. Hingað til hafa fleiri en 5.500 manneskjur verið drepnar á tveim vikum en það samsvarar því að erlent ríki myndi koma til Íslands og einfaldlega þurrka út af kortinu alla íbúa Seltjarnesbæjar eða Vestmannaeyjabæjar. Ísraelar hafa drepið yfir tvö þúsund börn og til að setja þetta áfram í samhengi þá hafa Ísrael drepið því sem samsvarar rúmlega öllum börnum í Seljaskóla, Langholtskóla og Hagaskóla til samans. Það er ómögulegt að setja sig í spor þeirra foreldra sem eru á Gaza svæðinu en reynið að ímynda ykkur ef öll börn í skólum Breiðholts myndu verða drepin í loftárásum erlends ríkis, hvernig myndi ykkur líða? Ágæta ríkisstjórn, Þið eruð samsek með stríðsglæpum. Þið hafið brugðist palestínsku þjóðinni og þar sem þið hafið ekki krafist vopnahlés hafið þið tekið afstöðu með morðæði ísraelska hersins sem hefur haft hörmulegar afleiðingar fyrir íbúa Gaza. Fyrir utan linnulausar árásir eru yfirvofandi smitsjúkdómafaraldur á Gaza, eitthvað sem mun hafa gera ástandið ennþá verra. Á meðan þið sitjið og hafið hljótt takið þið afstöðu með kúgaranum. Líf Palestínumanna eru einskis virði í ykkar augum.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun