Hvetja forsetann að sóa ekki meiri tíma Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2023 13:14 Wlodzimierz Czarzasty, Szymon Holownia, Donald Tusk og Władyslaw Kosiniak-Kamysz, leiðtogar stjórnarandstöðuflokka sem vilja mynda nýja ríkisstjórn. AP Leiðtogar þriggja stjórnarandstöðuflokka í Póllandi, sem saman tryggðu sér meirihluta þingmanna í þingkosningunum um þarsíðustu helgi, segjast reiðubúnir að mynda nýja stjórn þar sem Donald Tusk yrði næsti forsætisráðherra. Þeir skora jafnframt á forseta landsins, Andrzej Duda, að vera ekki að sóa frekari tíma með því að veita stjórnarflokknum Lögum og réttlæti fyrst formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Duda hóf í morgun samtöl við leiðtoga þeirra flokka sem náðu mönnum á þing til að kanna hvernig landið liggur. Það er á könnu forsetans að veita einum þeirra svo formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Tusk, sem er leiðtogi Borgaralegs vettvangs, lýsti því yfir í morgun að hann og leiðtogar flokkanna Þriðju leiðarinnar og Nýja vinstriflokksins væru staðráðnir í að starfa saman og mynda nýjan meirihluta. Hann bætti því jafnframt við að hann væri forsætisráðherraefnið í slíku samstarfi. Andrzej Duda Póllandsforseti tekur í hönd stjórnarandstöðuþingmannsins Barbara Nowacka. Donald Tusk fylgist með.AP Tusk hvatti í morgun forsetann Duda til að tefja ekki fyrir slíku ferli, en Duda er náinn bandamaður leiðtoga Laga og réttar. Fyrir kosningarnar sagði Duda að hann myndi veita leiðtoga stærsta flokksins í kosningunum umboð til stjórnarmyndunar. Lög og réttur, flokkur forsætisráðherrans Mateusz Morawiecki og leiðtogans Jaroslaw Kaczyński, varð sem fyrr stærsti flokkurinn á þingi eftir að hafa hlotið rúmlega 35 prósent atkvæða í kosningunum. Borgaravettvangur, flokkur Tusks, hlaut tæplega 31 prósent atkvæða, á meðan mið-hægriflokkurinn Þriðja leiðin hlaut 14 prósent atkvæða og Nýja vinstrið tæplega níu prósent atkvæða. Hafi sóað átta árum Szymon Hołownia, einn leiðtoga Þriðju leiðarinnar, sagði í morgun að Lög og réttur hefði nú vegar „sóað átta árum að lífi“ Pólverja. „Þeir hafa fært okkur fimmtíu ár aftur í tímann í stað þess að færa okkur áfram. Þess vegna biðlum við til Duda forseta að sóa ekki annari sekúndu.“ Władysław Kosiniak-Kamysz, leiðtog Þriðju leiðarinnar, sagði flokkana staðráðna í að mynda saman meirihluta. „Saman munum við tilnefna, bæði í dag og á morgun á skrifstofu forseta, Donald Tusk sem næsta forsætisráðherra.“ Fyrrverandi forsætisráðherra og forseti leiðtogaráðs ESB Hinn 66 ára Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og var forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins á árunum 2014 til 2019. Í kosningabaráttunni hét hann því að bæta samskipti Póllands og Evrópusambandsins. Talið er að niðurstaða kosninganna kunni að marka nokkur vatnaskil í samskiptum Póllands og Evrópusambandsins, en síðustu ár hefur ítrekað kastast í kekki milli stofnana ESB og pólskra stjórnvalda, meðal annars vegna afskipta framkvæmdavaldsins í Póllandi af dómstólum í landinu. Öfgahægriflokkurinn Sambandsmyndun, sem var eini flokkurinn sem var líklegur til að fara í samstarf við Lög og rétt, hlaut rúmlega sjö prósent atkvæða í kosningunum. Þau málefni sem voru mest áberandi í kosningabaráttunni voru innrás Rússa í Úkraínu, málefni innflytjenda og kvenréttindi. Kosningar í Póllandi Pólland Tengdar fréttir Hvetur forseta til að kalla saman þing sem fyrst Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. 18. október 2023 09:04 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira
Þeir skora jafnframt á forseta landsins, Andrzej Duda, að vera ekki að sóa frekari tíma með því að veita stjórnarflokknum Lögum og réttlæti fyrst formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Duda hóf í morgun samtöl við leiðtoga þeirra flokka sem náðu mönnum á þing til að kanna hvernig landið liggur. Það er á könnu forsetans að veita einum þeirra svo formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Tusk, sem er leiðtogi Borgaralegs vettvangs, lýsti því yfir í morgun að hann og leiðtogar flokkanna Þriðju leiðarinnar og Nýja vinstriflokksins væru staðráðnir í að starfa saman og mynda nýjan meirihluta. Hann bætti því jafnframt við að hann væri forsætisráðherraefnið í slíku samstarfi. Andrzej Duda Póllandsforseti tekur í hönd stjórnarandstöðuþingmannsins Barbara Nowacka. Donald Tusk fylgist með.AP Tusk hvatti í morgun forsetann Duda til að tefja ekki fyrir slíku ferli, en Duda er náinn bandamaður leiðtoga Laga og réttar. Fyrir kosningarnar sagði Duda að hann myndi veita leiðtoga stærsta flokksins í kosningunum umboð til stjórnarmyndunar. Lög og réttur, flokkur forsætisráðherrans Mateusz Morawiecki og leiðtogans Jaroslaw Kaczyński, varð sem fyrr stærsti flokkurinn á þingi eftir að hafa hlotið rúmlega 35 prósent atkvæða í kosningunum. Borgaravettvangur, flokkur Tusks, hlaut tæplega 31 prósent atkvæða, á meðan mið-hægriflokkurinn Þriðja leiðin hlaut 14 prósent atkvæða og Nýja vinstrið tæplega níu prósent atkvæða. Hafi sóað átta árum Szymon Hołownia, einn leiðtoga Þriðju leiðarinnar, sagði í morgun að Lög og réttur hefði nú vegar „sóað átta árum að lífi“ Pólverja. „Þeir hafa fært okkur fimmtíu ár aftur í tímann í stað þess að færa okkur áfram. Þess vegna biðlum við til Duda forseta að sóa ekki annari sekúndu.“ Władysław Kosiniak-Kamysz, leiðtog Þriðju leiðarinnar, sagði flokkana staðráðna í að mynda saman meirihluta. „Saman munum við tilnefna, bæði í dag og á morgun á skrifstofu forseta, Donald Tusk sem næsta forsætisráðherra.“ Fyrrverandi forsætisráðherra og forseti leiðtogaráðs ESB Hinn 66 ára Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og var forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins á árunum 2014 til 2019. Í kosningabaráttunni hét hann því að bæta samskipti Póllands og Evrópusambandsins. Talið er að niðurstaða kosninganna kunni að marka nokkur vatnaskil í samskiptum Póllands og Evrópusambandsins, en síðustu ár hefur ítrekað kastast í kekki milli stofnana ESB og pólskra stjórnvalda, meðal annars vegna afskipta framkvæmdavaldsins í Póllandi af dómstólum í landinu. Öfgahægriflokkurinn Sambandsmyndun, sem var eini flokkurinn sem var líklegur til að fara í samstarf við Lög og rétt, hlaut rúmlega sjö prósent atkvæða í kosningunum. Þau málefni sem voru mest áberandi í kosningabaráttunni voru innrás Rússa í Úkraínu, málefni innflytjenda og kvenréttindi.
Kosningar í Póllandi Pólland Tengdar fréttir Hvetur forseta til að kalla saman þing sem fyrst Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. 18. október 2023 09:04 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira
Hvetur forseta til að kalla saman þing sem fyrst Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. 18. október 2023 09:04