Eru foreldrar að missa tökin? Elsa Borg Sveinsdóttir og Kristín Björg VIggósdóttir skrifa 24. október 2023 09:30 Undanfarið hefur verið umræða í samfélaginu um að foreldrar ,,nenni” ekki lengur að vera foreldrar, hafi engin takmörk á skjánotkun, taki ekki nógu mikinn þátt í tómstundum barna sinna, virði ekki útivistartíma eða takmörk samfélagsmiðla, setji ekki mörk, mæti ekki á foreldrafundi í skólum o.s.frv. o.s.frv. Flestir foreldrar eru að gera sitt besta Um leið og við skiljum hvaðan umræðan um bresti foreldra er að koma viljum við segja að okkur finnst hún miður uppbyggileg. Foreldrar eru flestir að gera sitt besta miðað við það sem þeir hafa úr að moða hverju sinni. Þekkjum við ekki flest marga foreldra sem eru virkir þátttakendur í lífi barna sinna? Foreldra sem bjóða sig fram í sjálfboðaliða störf í skólanum eða tómstundum barna sinna, foreldra sem leggja sig fram um að efla heilsu barna sinna með góðu mataræði og hreyfingu. Foreldra sem sækja aðstoð fyrir sig og eða börnin sín, foreldra sem skipuleggja gæðastundir með hverju barni jafnvel þó það sé stundum snúið, foreldra sem eru virkir í stefnumótun um velferð barna t.d í sambandi við málefni skóla og foreldra og foreldra sem lesa sér til um uppeldi. Hvar eru þessir foreldrar í umræðunni? Við tökum undir það sem Linda Björk Ólafsdóttir og Berglind Brynjólfsdóttir sálfræðingar taka fram í grein sinni á visir.is 15. október sl. um að við ættum að vera fyrirmyndir í uppbyggilegum samskiptum í stað þess að einblína á og gagnrýna fámennan hóp foreldra sem gengst ekki við ábyrgð sinni. Vissulega er uppbyggilegt að ræða það sem betur má fara en hvernig það er gert skiptir máli. Þar að auki er mikilvægt að varpa ljósi á það að mögulega er aukin þörf fyrir stuðning við foreldra í uppeldishlutverkinu í takt við aukið álag. Að vera foreldri árið 2023 Foreldrar búa við mismunandi aðstæður og eru með mismunandi hluti í ,,bakpokanum” þegar þeir gerast foreldrar. Í nútímasamfélagi hafa hlutverk og væntingar til foreldra þróast verulega. Breytilegt fyrirkomulag í vinnu, tækni og menningu hafa leitt til nýrra áskorana. Margir foreldrar eiga erfiðara með að kúpla sig frá vinnu þegar heim er komið og eru með hálfan hug við vinnuna og fjölskyldulífið. Gert er ráð fyrir að foreldrar veiti börnum sínum þjálfun í félags- og tilfinningastjórn, taki virkan þátt í menntun barna sinna og stuðli helst að því að barnið sé framúrskarandi á hinum ýmsu sviðum. Einnig að foreldrið skapi jafnvægi á milli vinnu og fjölskyldulífs, innræti gildi góðra samfélagsþegna, hafi markvissa stefnu í tæknimenntun og skjánotkun, stuðli að fjölbreytileika og tryggi heilsu og vellíðan barna sinna. Að auki verða foreldrar að stjórna tíma sínum á skilvirkan hátt, setja sjálfsumönnun í forgang, vera sveigjanleg og aðlögunarhæf og hjálpa börnum sínum að byggja upp seiglu. Þessar væntingar endurspegla áskoranir foreldra í ört breytilegum heimi og leggja áherslu á þörfina fyrir jafnvægi og stuðning. Þess má geta að Ísland er í næst neðsta sæti evrópulanda innan OECD þegar kemur að jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Það er einnig heilmargt fyrir foreldra að halda utan um og þar má nefna upplýsingaflæði og kröfur um þátttöku frá skólum og tómstundum, fjölskyldu og félagslífi, heimilishald (helst Instagram vænt), lækna-, tannlækna- og sálfræðitíma, áhrif samfélagsmiðla og þannig mætti lengi telja. Það er gott og vel að það séu meiri samskipti en ekki gleyma því að áreitið verður meira þegar allt safnast saman. Tökum sem dæmi foreldri grunnskólabarns. Það fær tölvupósta frá skólastjóra, umsjónarkennara og foreldrafélagi skólans reglulega um gula daga, sparinesti, frídaga og foreldraviðtöl og margt fleira. Svo er fésbókarhópur fyrir bekkinn þar sem eru tilkynningar um afmæli, vinahópa, bekkjarkvöld, hátíðir, föndurkvöld, lús og njálg. Auk þess er barnið í tveimur tómstundum þar koma tilkynningar á sportabler, svo er sitthvor fésbókarhópurinn líka. Ef foreldrið tekur þátt í foreldrastarfinu í tómstundunum eða skólanum er líka spjallhópur fyrir það. Allt er þetta mjög jákvætt og gott en foreldri þarf tíma og orku til að geta sinnt þessu öllu og þetta er bara fyrir eitt barn. Eðlilegt að barn sýni foreldri aðra hegðun Þar að auki er mjög algengt að barn sýni foreldri sínu sterkari tilfinningar og óheflaðri hegðun en það sýnir til að mynda kennurum. Fyrir utanaðkomandi getur þetta virkað sem svo að barnið sé að hegða sér verr við foreldrið af því foreldrið er ekki með skýr mörk. En það er eðlilegt að barn sýni meiri tilfinningar við foreldri af því þau eiga annars konar tengsl og barnið treystir oft foreldrinu á dýpri hátt. Þetta á til að mynda sérstaklega við börn með fjölbreytta skynúrvinnslu. Þau eiga það til að setja upp grímu til að falla inn í skólaumhverfinu og þegar foreldri mætir á staðinn líður barninu nógu öruggu til að leyfa grímunni að falla og er þá jafnvel orðið úrvinda. Reynum að skilja hvort annað og styðja Þegar barn sýnir óæskilega hegðun reynum við að leggja ekki alla áherslu á það neikvæða hjá barninu og gerum ráð fyrir að barnið vilji gera vel en geti það ekki. Það sama gildir um foreldra, jafnvel þó okkur finnist þeir megi gera betur á sumum sviðum. Það er svo miklu árangursríkara að tengjast foreldrum og reyna að sýna þeim skilning heldur en að skamma þá og dæma. Styðjum frekar við foreldra og sköpum vettvang og tækifæri fyrir foreldra, umönnunaraðila, kennara og skólastjórnerndur að koma saman og hjálpast að. Stöndum þannig saman vörð um farsæld og réttindi barna sem við berum öll sameiginlega ábyrgð á sem samfélag. Erum við ekki annars öll að takast á við áskoranir í uppeldinu hverju sinni? Við getum ekki tekið nógu sterkt til orða hversu mikið umfang það er að vera foreldri í dag í þessari tækniveröld sem við búum í og það þarf miklu meiri umræðu um þetta málefni en það sem rúmast í einni grein. Breytum viðhorfum til foreldrahlutverksins og þróum ímyndina um “Þorpið” sem þarf til að ala upp barn. Sköpum okkar nútímaútgáfu af því í takt við samtímann. Elsa Borg Sveinsdóttir og Kristín Björg Viggósdóttir höfundar eru menntaðir foreldra- og uppeldisfræðingar og starfa m.a í Þorpinu-tengslasetur og eru báðar þriggja barna mæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið umræða í samfélaginu um að foreldrar ,,nenni” ekki lengur að vera foreldrar, hafi engin takmörk á skjánotkun, taki ekki nógu mikinn þátt í tómstundum barna sinna, virði ekki útivistartíma eða takmörk samfélagsmiðla, setji ekki mörk, mæti ekki á foreldrafundi í skólum o.s.frv. o.s.frv. Flestir foreldrar eru að gera sitt besta Um leið og við skiljum hvaðan umræðan um bresti foreldra er að koma viljum við segja að okkur finnst hún miður uppbyggileg. Foreldrar eru flestir að gera sitt besta miðað við það sem þeir hafa úr að moða hverju sinni. Þekkjum við ekki flest marga foreldra sem eru virkir þátttakendur í lífi barna sinna? Foreldra sem bjóða sig fram í sjálfboðaliða störf í skólanum eða tómstundum barna sinna, foreldra sem leggja sig fram um að efla heilsu barna sinna með góðu mataræði og hreyfingu. Foreldra sem sækja aðstoð fyrir sig og eða börnin sín, foreldra sem skipuleggja gæðastundir með hverju barni jafnvel þó það sé stundum snúið, foreldra sem eru virkir í stefnumótun um velferð barna t.d í sambandi við málefni skóla og foreldra og foreldra sem lesa sér til um uppeldi. Hvar eru þessir foreldrar í umræðunni? Við tökum undir það sem Linda Björk Ólafsdóttir og Berglind Brynjólfsdóttir sálfræðingar taka fram í grein sinni á visir.is 15. október sl. um að við ættum að vera fyrirmyndir í uppbyggilegum samskiptum í stað þess að einblína á og gagnrýna fámennan hóp foreldra sem gengst ekki við ábyrgð sinni. Vissulega er uppbyggilegt að ræða það sem betur má fara en hvernig það er gert skiptir máli. Þar að auki er mikilvægt að varpa ljósi á það að mögulega er aukin þörf fyrir stuðning við foreldra í uppeldishlutverkinu í takt við aukið álag. Að vera foreldri árið 2023 Foreldrar búa við mismunandi aðstæður og eru með mismunandi hluti í ,,bakpokanum” þegar þeir gerast foreldrar. Í nútímasamfélagi hafa hlutverk og væntingar til foreldra þróast verulega. Breytilegt fyrirkomulag í vinnu, tækni og menningu hafa leitt til nýrra áskorana. Margir foreldrar eiga erfiðara með að kúpla sig frá vinnu þegar heim er komið og eru með hálfan hug við vinnuna og fjölskyldulífið. Gert er ráð fyrir að foreldrar veiti börnum sínum þjálfun í félags- og tilfinningastjórn, taki virkan þátt í menntun barna sinna og stuðli helst að því að barnið sé framúrskarandi á hinum ýmsu sviðum. Einnig að foreldrið skapi jafnvægi á milli vinnu og fjölskyldulífs, innræti gildi góðra samfélagsþegna, hafi markvissa stefnu í tæknimenntun og skjánotkun, stuðli að fjölbreytileika og tryggi heilsu og vellíðan barna sinna. Að auki verða foreldrar að stjórna tíma sínum á skilvirkan hátt, setja sjálfsumönnun í forgang, vera sveigjanleg og aðlögunarhæf og hjálpa börnum sínum að byggja upp seiglu. Þessar væntingar endurspegla áskoranir foreldra í ört breytilegum heimi og leggja áherslu á þörfina fyrir jafnvægi og stuðning. Þess má geta að Ísland er í næst neðsta sæti evrópulanda innan OECD þegar kemur að jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Það er einnig heilmargt fyrir foreldra að halda utan um og þar má nefna upplýsingaflæði og kröfur um þátttöku frá skólum og tómstundum, fjölskyldu og félagslífi, heimilishald (helst Instagram vænt), lækna-, tannlækna- og sálfræðitíma, áhrif samfélagsmiðla og þannig mætti lengi telja. Það er gott og vel að það séu meiri samskipti en ekki gleyma því að áreitið verður meira þegar allt safnast saman. Tökum sem dæmi foreldri grunnskólabarns. Það fær tölvupósta frá skólastjóra, umsjónarkennara og foreldrafélagi skólans reglulega um gula daga, sparinesti, frídaga og foreldraviðtöl og margt fleira. Svo er fésbókarhópur fyrir bekkinn þar sem eru tilkynningar um afmæli, vinahópa, bekkjarkvöld, hátíðir, föndurkvöld, lús og njálg. Auk þess er barnið í tveimur tómstundum þar koma tilkynningar á sportabler, svo er sitthvor fésbókarhópurinn líka. Ef foreldrið tekur þátt í foreldrastarfinu í tómstundunum eða skólanum er líka spjallhópur fyrir það. Allt er þetta mjög jákvætt og gott en foreldri þarf tíma og orku til að geta sinnt þessu öllu og þetta er bara fyrir eitt barn. Eðlilegt að barn sýni foreldri aðra hegðun Þar að auki er mjög algengt að barn sýni foreldri sínu sterkari tilfinningar og óheflaðri hegðun en það sýnir til að mynda kennurum. Fyrir utanaðkomandi getur þetta virkað sem svo að barnið sé að hegða sér verr við foreldrið af því foreldrið er ekki með skýr mörk. En það er eðlilegt að barn sýni meiri tilfinningar við foreldri af því þau eiga annars konar tengsl og barnið treystir oft foreldrinu á dýpri hátt. Þetta á til að mynda sérstaklega við börn með fjölbreytta skynúrvinnslu. Þau eiga það til að setja upp grímu til að falla inn í skólaumhverfinu og þegar foreldri mætir á staðinn líður barninu nógu öruggu til að leyfa grímunni að falla og er þá jafnvel orðið úrvinda. Reynum að skilja hvort annað og styðja Þegar barn sýnir óæskilega hegðun reynum við að leggja ekki alla áherslu á það neikvæða hjá barninu og gerum ráð fyrir að barnið vilji gera vel en geti það ekki. Það sama gildir um foreldra, jafnvel þó okkur finnist þeir megi gera betur á sumum sviðum. Það er svo miklu árangursríkara að tengjast foreldrum og reyna að sýna þeim skilning heldur en að skamma þá og dæma. Styðjum frekar við foreldra og sköpum vettvang og tækifæri fyrir foreldra, umönnunaraðila, kennara og skólastjórnerndur að koma saman og hjálpast að. Stöndum þannig saman vörð um farsæld og réttindi barna sem við berum öll sameiginlega ábyrgð á sem samfélag. Erum við ekki annars öll að takast á við áskoranir í uppeldinu hverju sinni? Við getum ekki tekið nógu sterkt til orða hversu mikið umfang það er að vera foreldri í dag í þessari tækniveröld sem við búum í og það þarf miklu meiri umræðu um þetta málefni en það sem rúmast í einni grein. Breytum viðhorfum til foreldrahlutverksins og þróum ímyndina um “Þorpið” sem þarf til að ala upp barn. Sköpum okkar nútímaútgáfu af því í takt við samtímann. Elsa Borg Sveinsdóttir og Kristín Björg Viggósdóttir höfundar eru menntaðir foreldra- og uppeldisfræðingar og starfa m.a í Þorpinu-tengslasetur og eru báðar þriggja barna mæður.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun