Sú markahæsta sneri aftur eftir ellefu mánaða fjarveru Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. október 2023 17:31 Sú markahæsta stýrði fagnaðarlátunum að leik loknum. @ArsenalWFC Markadrottningin Vivianne Miedema sneri aftur í lið Arsenal þegar liðið lagði Bristol City naumlega á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudag, lokatölur 1-2 og Skytturnar fóru heim til Lundúna með stigin þrjú. Anna Margaretha Marina Astrid Miedema, betur þekkt sem Vivianne Miedema, varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné á síðasta ári. Leikurinn gegn Bristol var hennar fyrsti í 11 mánuði og ljóst er að Skytturnar sem og hollenska landsliðið hafa saknað hennar gríðarlega. The all-time @BarclaysWSL top goalscorer Vivianne Miedema returns to the pitch for the first time since her ACL injury in December 2022 It s good to see you back @VivianneMiedema pic.twitter.com/eQwcKHckRb— DAZN Football (@DAZNFootball) October 22, 2023 Missti hún til að mynda af HM sem fram fór í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar vegna meiðslanna. Tapaði Holland fyrir verðandi heimsmeisturum Spánar í 8-liða úrslitum. Hvað Arsenal varðar þá endaði félagið í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur byrjað tímabilið í ár heldur illa, féll liðið til að mynda úr leik gegn París FC í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Nú horfir til betri vegar og þó hin írska Katie McCabe hafi skorað bæði mörk Arsenal í leiknum var það endurkoma Miedema sem stal fyrirsögnunum. Hún kom inn af bekknum þegar vel var liðið á uppbótartíma leiksins og minnti strax á sig með frábærri sendingu sem hefði að öllu jafna leitt til marks en svo var ekki að þessu sinni. Big smiles from @VivianneMiedema and @bmeado9 pic.twitter.com/RkiZYdkv3g— Arsenal Women (@ArsenalWFC) October 22, 2023 Miedema er markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar kvenna á Englandi með 74 mörk. Ofan á það hefur hún gefið 32 stoðsendingar svo það er ljóst að hún er miklu meira en bara markaskorari. Stutt er síðan Beth Mead sneri aftur í lið Arsenal og það verður að segjast að framlína liðsins er orðin ansi óárennileg ef allar þar haldast heilar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira
Anna Margaretha Marina Astrid Miedema, betur þekkt sem Vivianne Miedema, varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné á síðasta ári. Leikurinn gegn Bristol var hennar fyrsti í 11 mánuði og ljóst er að Skytturnar sem og hollenska landsliðið hafa saknað hennar gríðarlega. The all-time @BarclaysWSL top goalscorer Vivianne Miedema returns to the pitch for the first time since her ACL injury in December 2022 It s good to see you back @VivianneMiedema pic.twitter.com/eQwcKHckRb— DAZN Football (@DAZNFootball) October 22, 2023 Missti hún til að mynda af HM sem fram fór í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar vegna meiðslanna. Tapaði Holland fyrir verðandi heimsmeisturum Spánar í 8-liða úrslitum. Hvað Arsenal varðar þá endaði félagið í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur byrjað tímabilið í ár heldur illa, féll liðið til að mynda úr leik gegn París FC í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Nú horfir til betri vegar og þó hin írska Katie McCabe hafi skorað bæði mörk Arsenal í leiknum var það endurkoma Miedema sem stal fyrirsögnunum. Hún kom inn af bekknum þegar vel var liðið á uppbótartíma leiksins og minnti strax á sig með frábærri sendingu sem hefði að öllu jafna leitt til marks en svo var ekki að þessu sinni. Big smiles from @VivianneMiedema and @bmeado9 pic.twitter.com/RkiZYdkv3g— Arsenal Women (@ArsenalWFC) October 22, 2023 Miedema er markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar kvenna á Englandi með 74 mörk. Ofan á það hefur hún gefið 32 stoðsendingar svo það er ljóst að hún er miklu meira en bara markaskorari. Stutt er síðan Beth Mead sneri aftur í lið Arsenal og það verður að segjast að framlína liðsins er orðin ansi óárennileg ef allar þar haldast heilar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira