„Ef við ætlum að gera eitthvað þá þurfum við að hætta að vera svona krúttlegir“ Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 20. október 2023 22:15 Jóhann Þór Ólafsson með skýr skilaboð til sinna manna. Vísir/Anton Brink „Ég er svekktur bara, eðlilega,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, eftir afar súrt tap gegn Tindastóli í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Grindavík var lengst af með yfirhöndina í leiknum en Stólarnir voru aldrei langt undan. Leikurinn fór í framlengingu og þar voru gestirnir mun sterkari. „Við vorum ekki langt frá þessu en niðurstaðan er samt tap og það er grautfúlt. Það er svona það sem situr í manni.“ Grindavík hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum en það eru klárlega mikil vonbrigði fyrir liðið. „Þetta var hörkuleikur á milli tveggja góðra liða. Þetta var næstum því og allt það, sem er orðið frekar þreytt. Við getum alveg talað um það þegar þeir setja fimmtu villuna á Dedrick (Basile), tæknivillu í hita leiksins. Það var dýrt fyrir okkur. Leikurinn fór svo sem ekki þar. Við fengum tækifæri til að klára þetta venjulegum leiktíma. Skot sem detta ekki, en þannig er bara körfubolti og allt það. Ef við ætlum okkur að gera eitthvað, þá þurfum við að stíga upp og hætta að vera svona krúttlegir. Þegar sigrarnir eru fyrir framan nefið á okkur, þá þurfum við að hirða þá.“ „Það eru ljósir punktar í þessu og frammistaðan var heilt yfir nokkuð góð. Arnór (Helgason) sýndi það að hann getur spilað í efstu deild sem er geggjað. Það breikkar róteringuna okkar. Það eru jákvæðir punktar, en það er fullþreytt að vera alltaf svona næstum því. Við þurfum að setja kassann út og taka það sem er fyrir framan okkur, éta það sem á borðið er lagt.“ Það er í skoðun að styrkja leikmannahópinn en það er leikmaður mættur til félagsins á reynslu. „Við erum með einn mann á reynslu sem mætir á fyrstu æfingu sína á morgun. Það kemur í ljós hvernig það kemur út. Þessi Bosman bransi er mjög erfiður, að finna þetta púsl sem okkur vantar. Okkur vantar ekki 34-35 ára karl sem kemur inn til að ‘casha’ út síðustu metrana. Við þurfum mann sem er tilbúinn að leggja á sig, ruslakarl sem er tilbúin að taka fráköst og búa til screen. Það er erfitt að finna þannig gæja.“ Að lokum var Jóhann spurður að því hvort hann hefði áhyggjur af stöðu mála eftir þessa erfiðu byrjun. Við þeirri spurningu sagði hann: „Já, og nei. Eins og Villi vinur minn segir þá er ekki verið að semja bréfið. Ég hef ekkert áhyggjur af því. Þetta er mjög jöfn deild og hvert stig telur… En til að svara spurningunni þinni, þá já og nei.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Sjá meira
Grindavík var lengst af með yfirhöndina í leiknum en Stólarnir voru aldrei langt undan. Leikurinn fór í framlengingu og þar voru gestirnir mun sterkari. „Við vorum ekki langt frá þessu en niðurstaðan er samt tap og það er grautfúlt. Það er svona það sem situr í manni.“ Grindavík hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum en það eru klárlega mikil vonbrigði fyrir liðið. „Þetta var hörkuleikur á milli tveggja góðra liða. Þetta var næstum því og allt það, sem er orðið frekar þreytt. Við getum alveg talað um það þegar þeir setja fimmtu villuna á Dedrick (Basile), tæknivillu í hita leiksins. Það var dýrt fyrir okkur. Leikurinn fór svo sem ekki þar. Við fengum tækifæri til að klára þetta venjulegum leiktíma. Skot sem detta ekki, en þannig er bara körfubolti og allt það. Ef við ætlum okkur að gera eitthvað, þá þurfum við að stíga upp og hætta að vera svona krúttlegir. Þegar sigrarnir eru fyrir framan nefið á okkur, þá þurfum við að hirða þá.“ „Það eru ljósir punktar í þessu og frammistaðan var heilt yfir nokkuð góð. Arnór (Helgason) sýndi það að hann getur spilað í efstu deild sem er geggjað. Það breikkar róteringuna okkar. Það eru jákvæðir punktar, en það er fullþreytt að vera alltaf svona næstum því. Við þurfum að setja kassann út og taka það sem er fyrir framan okkur, éta það sem á borðið er lagt.“ Það er í skoðun að styrkja leikmannahópinn en það er leikmaður mættur til félagsins á reynslu. „Við erum með einn mann á reynslu sem mætir á fyrstu æfingu sína á morgun. Það kemur í ljós hvernig það kemur út. Þessi Bosman bransi er mjög erfiður, að finna þetta púsl sem okkur vantar. Okkur vantar ekki 34-35 ára karl sem kemur inn til að ‘casha’ út síðustu metrana. Við þurfum mann sem er tilbúinn að leggja á sig, ruslakarl sem er tilbúin að taka fráköst og búa til screen. Það er erfitt að finna þannig gæja.“ Að lokum var Jóhann spurður að því hvort hann hefði áhyggjur af stöðu mála eftir þessa erfiðu byrjun. Við þeirri spurningu sagði hann: „Já, og nei. Eins og Villi vinur minn segir þá er ekki verið að semja bréfið. Ég hef ekkert áhyggjur af því. Þetta er mjög jöfn deild og hvert stig telur… En til að svara spurningunni þinni, þá já og nei.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins