„Rúmir 140 milljarðar frá greininni beint inn í skattkistur ríkis og sveitarfélaga“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 19. október 2023 13:35 Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Ívar Síðasta sumar var næstfjölmennasta ferðamannasumarið frá því að mælingar hófust samkvæmt nýrri samantekt Ferðamálastofu. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir mörg jákvæð teikn á lofti líkt og dreifing ferðamanna yfir árið auk þess sem verðmætin séu meiri á hvern ferðamann. Áskoranir séu þó enn vissulega til staðar. Um 790 þúsund erlendir ferðamenn komu til landsins um Keflavíkurflugvöll síðastliðið sumar eða um fimmtungi fleiri en sumarið þar á undan, árið 2022. Er þetta næstfjölmennasta ferðamannasumar frá því að mælingar hófust og náði fjöldinn 98 prósentum af því sem hann var metsumarið 2018. Bandaríkjamenn eru langfjölmennastir þeirra ferðamanna sem hingað koma, þrjú hundruð þúsund talsins eða nærri tveir af hverjum fimm ferðamönnum. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir tölurnar ekki koma að óvart og að búist hafi verið við því að ferðaþjónustan færi hratt af stað þegar að faraldrinum lyki. Frá Ferðamálastofu „En síðan eigum við von á því að kúrfan fletjist aðeins út aftur. Við eigum ekki von á sömu hækkun aftur yfir á næsta ár. Það verður miklu minna og þá förum við að nálgast hægt og rólega það sem við viljum sjá svona einhvers konar sjálfbæran vöxt. Svipað og það sem var í ferðaþjónustu í Evrópu fyrir faraldurinn svona kannski tvö til fimm prósenta aukning á ári. Sem við eigum að ráða bara mjög vel við,“ segir Jóhannes. Ánægjulegt sé að sjá dreifingu ferðamanna yfir árið. „Það er afar jákvætt og við viljum öll sjá því það nýtir innviðina betur og minnkar þá álagið yfir há önnina. Við viljum náttúrulega sjá það að þetta dreifist betur yfir veturinn,“ segir hann jafnframt. Fleiri jákvæð teikn séu á lofti líkt og lengri dvalartími og meiri verðmæti á hvern ferðamann. Þessu fylgi þó líka áskoranir. „Ýmsar áskoranir sem við þurfum að skoða en líka afar jákvæð teikn fyrir samfélagið í heild sem er að fá núna um rúma 140 milljarða frá greininni beint inn í skattkistur ríkis og sveitarfélaga á ári,“ segir Jóhannes. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Um 790 þúsund erlendir ferðamenn komu til landsins um Keflavíkurflugvöll síðastliðið sumar eða um fimmtungi fleiri en sumarið þar á undan, árið 2022. Er þetta næstfjölmennasta ferðamannasumar frá því að mælingar hófust og náði fjöldinn 98 prósentum af því sem hann var metsumarið 2018. Bandaríkjamenn eru langfjölmennastir þeirra ferðamanna sem hingað koma, þrjú hundruð þúsund talsins eða nærri tveir af hverjum fimm ferðamönnum. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir tölurnar ekki koma að óvart og að búist hafi verið við því að ferðaþjónustan færi hratt af stað þegar að faraldrinum lyki. Frá Ferðamálastofu „En síðan eigum við von á því að kúrfan fletjist aðeins út aftur. Við eigum ekki von á sömu hækkun aftur yfir á næsta ár. Það verður miklu minna og þá förum við að nálgast hægt og rólega það sem við viljum sjá svona einhvers konar sjálfbæran vöxt. Svipað og það sem var í ferðaþjónustu í Evrópu fyrir faraldurinn svona kannski tvö til fimm prósenta aukning á ári. Sem við eigum að ráða bara mjög vel við,“ segir Jóhannes. Ánægjulegt sé að sjá dreifingu ferðamanna yfir árið. „Það er afar jákvætt og við viljum öll sjá því það nýtir innviðina betur og minnkar þá álagið yfir há önnina. Við viljum náttúrulega sjá það að þetta dreifist betur yfir veturinn,“ segir hann jafnframt. Fleiri jákvæð teikn séu á lofti líkt og lengri dvalartími og meiri verðmæti á hvern ferðamann. Þessu fylgi þó líka áskoranir. „Ýmsar áskoranir sem við þurfum að skoða en líka afar jákvæð teikn fyrir samfélagið í heild sem er að fá núna um rúma 140 milljarða frá greininni beint inn í skattkistur ríkis og sveitarfélaga á ári,“ segir Jóhannes.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira