Allt annað líf fyrir eldra fólk Sigurður Gunnsteinsson skrifar 18. október 2023 14:31 Í samtölum mínum við eldra fólk með fíknivanda segja þau hvernig lífsgæði þeirra hafa batnað við það að hætta neyslu áfengis og annara vímuefna og hvernig lausn undan lyfjamisnotkun býður upp á ný tækifæri sem annars hefðu glatast í vímu og vanlíðan. Þetta verður allt annað líf. Fíknisjúkdómurinn hefur áhrif á manneskjuna alla í heild sinni, félagslega, andlega og ekki hvað síst líkamlega. Batinn byggist fyrst og fremst á því að stöðva alla neyslu á vímuefnum og ná aftur færni til að lifa eðlilegu lífi og getu til að njóta þeirra hæfileika sem hver manneskja býr yfir. Til að það takist sem best þarf að huga vel að þörfum á borð við næringu, öryggi og skjól. Þá eru mikilvægar sálrænar þarfir eins og að tilheyra einhverjum og að finna til sín, vera einhvers virði, geta brugðið á leik og lagt eitthvað af mörkum í sínu umhverfi. Breytingum sem verða á lífi eldri einstaklinga í bata þegar neysla er stöðvuð má lýsa sem algjörlega nýju lífi: bætt líkamleg heilsa þegar næringu og matarvenjum er betur sinnt. betri svefn, bætt samskipti við aðra og meira úthald og þrek. hreyfing verður fastur liður í daglegum venjum. lækniseftirlit verður fyrirbyggjandi. stoltið til að líta betur út og hafa sig til verður atriði í daglegum venjum. margir fara að stunda golf eða sund og vatnsmeðferðir. vaknandi vitund um almenna heilsugæslu á sjálfum sér. Þessu fylgir betri sálræn heilsa og betri líðan almennt, stórbætt hugarfarsleg geta, minni kvíði og þunglyndi, minnkandi lyfjaþörf og fleiri gleðistundir og bjartsýni, hlátur og gamansemi verður aftur hluti af lífinu. Dagarnir verða fjölbreyttari og fá tilgang sem áður var að mestu leyti glataður. Og kannski verður mesta breyting til batnaðar í félagslegri heilsu þegar einangrun rofnar og tengsl við annað fólk myndast á ný og trosnuð fjölskyldubönd styrkjast. Fólk býr til ný sambönd, vináttusambönd, ástarsambönd og lætur jafnvel til sín taka á vettvangi félagsmála og þjóðmála. Stöðugleiki myndast fljótlega og mikilvæg hlutverk í batasamfélaginu verða til. Reynsla eldri alkóhólista sem langir lífsdagar hafa fært þeim á ýmsum sviðum koma að góðum notum við ýmiss tækifæri sem gefast gjarnan. Mér verður einmitt hugsað til þessara þátta þegar rætt er um að skera eigi niður þjónustu og aðstoð til þeirra sem hafa ekki háværar raddir eða talsmenn í okkar samfélagi. Það er til marks um hámenningu, reisn, virðingu og þjóðarstolt að hlúa vel að þeim sem minna mega sín og þurfa á hjálp að halda. Höfundur er áfengis- og vímuefnaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í samtölum mínum við eldra fólk með fíknivanda segja þau hvernig lífsgæði þeirra hafa batnað við það að hætta neyslu áfengis og annara vímuefna og hvernig lausn undan lyfjamisnotkun býður upp á ný tækifæri sem annars hefðu glatast í vímu og vanlíðan. Þetta verður allt annað líf. Fíknisjúkdómurinn hefur áhrif á manneskjuna alla í heild sinni, félagslega, andlega og ekki hvað síst líkamlega. Batinn byggist fyrst og fremst á því að stöðva alla neyslu á vímuefnum og ná aftur færni til að lifa eðlilegu lífi og getu til að njóta þeirra hæfileika sem hver manneskja býr yfir. Til að það takist sem best þarf að huga vel að þörfum á borð við næringu, öryggi og skjól. Þá eru mikilvægar sálrænar þarfir eins og að tilheyra einhverjum og að finna til sín, vera einhvers virði, geta brugðið á leik og lagt eitthvað af mörkum í sínu umhverfi. Breytingum sem verða á lífi eldri einstaklinga í bata þegar neysla er stöðvuð má lýsa sem algjörlega nýju lífi: bætt líkamleg heilsa þegar næringu og matarvenjum er betur sinnt. betri svefn, bætt samskipti við aðra og meira úthald og þrek. hreyfing verður fastur liður í daglegum venjum. lækniseftirlit verður fyrirbyggjandi. stoltið til að líta betur út og hafa sig til verður atriði í daglegum venjum. margir fara að stunda golf eða sund og vatnsmeðferðir. vaknandi vitund um almenna heilsugæslu á sjálfum sér. Þessu fylgir betri sálræn heilsa og betri líðan almennt, stórbætt hugarfarsleg geta, minni kvíði og þunglyndi, minnkandi lyfjaþörf og fleiri gleðistundir og bjartsýni, hlátur og gamansemi verður aftur hluti af lífinu. Dagarnir verða fjölbreyttari og fá tilgang sem áður var að mestu leyti glataður. Og kannski verður mesta breyting til batnaðar í félagslegri heilsu þegar einangrun rofnar og tengsl við annað fólk myndast á ný og trosnuð fjölskyldubönd styrkjast. Fólk býr til ný sambönd, vináttusambönd, ástarsambönd og lætur jafnvel til sín taka á vettvangi félagsmála og þjóðmála. Stöðugleiki myndast fljótlega og mikilvæg hlutverk í batasamfélaginu verða til. Reynsla eldri alkóhólista sem langir lífsdagar hafa fært þeim á ýmsum sviðum koma að góðum notum við ýmiss tækifæri sem gefast gjarnan. Mér verður einmitt hugsað til þessara þátta þegar rætt er um að skera eigi niður þjónustu og aðstoð til þeirra sem hafa ekki háværar raddir eða talsmenn í okkar samfélagi. Það er til marks um hámenningu, reisn, virðingu og þjóðarstolt að hlúa vel að þeim sem minna mega sín og þurfa á hjálp að halda. Höfundur er áfengis- og vímuefnaráðgjafi.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun