„Gærdagurinn var bæði ljótur og fallegur“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2023 12:34 Sigríður hefur deilt myndum frá leitinni á Facebook en hún segir öll hræin hafa verið með svipaða áverka. Sigríður Jónsdóttir „Gærdagurinn var bæði ljótur og fallegur,“ segir Sigríður Jónsdóttir, dóttir bændanna á Efra-Apavatni í Bláskógarbyggð, en í gær fór fram umfangsmikil leit að sauðfé bæjarins eftir að komið var að dýrbítum í fénu fyrir rúmri viku. „Í heildina eru þetta fjórtán skepnur sem eru dauðar, það er að segja sem við höfum fundið, en ég er handviss að við séum ekki búin að finna þær allar,“ segir Sigríður en stefnt er að því að halda leit áfram seinna í vikunni ef veður og aðstæður leyfa. Töluvert af fé bændanna á Efra-Apavatni er nú komið í hús en Sigríður segir ekki á það hættandi að hleypa því út á meðan óljóst er hvað verður með hundana sem taldir eru hafa farið í féð. Þeir eru af næsta bæ og búið að tilkynna málið til lögreglu og Matvælastofnunar en óvíst um framhaldið. Fyrir um það bil viku síðan komu Sigríður og aðrir að þar sem þrír hundanna voru að atast í fé og reyndust nokkrar rollur ýmist dauðar eða illa særðar. Þá var málið borið upp við eigendur hundana en svo virðist sem þeir hafi gengið lausir síðan, þar sem för sáust í snjónum í gær. „Þetta eru greinilega ný för og ég fann skepnur dauðar á stöðum þar sem ekki voru skepnur þegar ég var að smala á sunnudag og mánudag fyrir viku,“ segir Sigríður. „Það voru skepnur út í á og búið að króa þær af á litlum syllum út í á og allar voru með samskonar áverka,“ bætir hún við. Sigríður segir biðina eftir úrlausn erfiða en um sé að ræða bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón. Það sé ekki auðvelt að koma að skepnunum illa útleiknum. Hún segist hins vegar óendanlega þakklát öllum þeim sem lögðu lið við leitina í gær. Það séu enn að berast skilaboð um stuðning og aðstoð. „Þetta er algjörlega ómetanlegt og ég er ekki viss um að ég hafi náð að skila nægu þakklæti í gær frá mér og okkur,“ segir Sigríður. „Fólk tók sér frí í vinnu til að leita og aðstoða. Við höfum fundið þvílíkan stuðning frá samfélaginu og erum algjörlega orðlaus. Til allra þeirra sem hafa verið að senda skilaboð og bjóða hjálp... þetta er ómetanlegt.“ Dýr Dýraheilbrigði Bláskógabyggð Landbúnaður Tengdar fréttir „Þeir voru eiginlega búnir að éta það lifandi“ „Það hefur verið að heimtast ofboðslega illa í haust. Féð er ekki að láta sjá sig, það er ekki að koma heim og meira að segja þegar við höfum fundið fé þá hefur það flæmst í burtu.“ 16. október 2023 11:14 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
„Í heildina eru þetta fjórtán skepnur sem eru dauðar, það er að segja sem við höfum fundið, en ég er handviss að við séum ekki búin að finna þær allar,“ segir Sigríður en stefnt er að því að halda leit áfram seinna í vikunni ef veður og aðstæður leyfa. Töluvert af fé bændanna á Efra-Apavatni er nú komið í hús en Sigríður segir ekki á það hættandi að hleypa því út á meðan óljóst er hvað verður með hundana sem taldir eru hafa farið í féð. Þeir eru af næsta bæ og búið að tilkynna málið til lögreglu og Matvælastofnunar en óvíst um framhaldið. Fyrir um það bil viku síðan komu Sigríður og aðrir að þar sem þrír hundanna voru að atast í fé og reyndust nokkrar rollur ýmist dauðar eða illa særðar. Þá var málið borið upp við eigendur hundana en svo virðist sem þeir hafi gengið lausir síðan, þar sem för sáust í snjónum í gær. „Þetta eru greinilega ný för og ég fann skepnur dauðar á stöðum þar sem ekki voru skepnur þegar ég var að smala á sunnudag og mánudag fyrir viku,“ segir Sigríður. „Það voru skepnur út í á og búið að króa þær af á litlum syllum út í á og allar voru með samskonar áverka,“ bætir hún við. Sigríður segir biðina eftir úrlausn erfiða en um sé að ræða bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón. Það sé ekki auðvelt að koma að skepnunum illa útleiknum. Hún segist hins vegar óendanlega þakklát öllum þeim sem lögðu lið við leitina í gær. Það séu enn að berast skilaboð um stuðning og aðstoð. „Þetta er algjörlega ómetanlegt og ég er ekki viss um að ég hafi náð að skila nægu þakklæti í gær frá mér og okkur,“ segir Sigríður. „Fólk tók sér frí í vinnu til að leita og aðstoða. Við höfum fundið þvílíkan stuðning frá samfélaginu og erum algjörlega orðlaus. Til allra þeirra sem hafa verið að senda skilaboð og bjóða hjálp... þetta er ómetanlegt.“
Dýr Dýraheilbrigði Bláskógabyggð Landbúnaður Tengdar fréttir „Þeir voru eiginlega búnir að éta það lifandi“ „Það hefur verið að heimtast ofboðslega illa í haust. Féð er ekki að láta sjá sig, það er ekki að koma heim og meira að segja þegar við höfum fundið fé þá hefur það flæmst í burtu.“ 16. október 2023 11:14 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
„Þeir voru eiginlega búnir að éta það lifandi“ „Það hefur verið að heimtast ofboðslega illa í haust. Féð er ekki að láta sjá sig, það er ekki að koma heim og meira að segja þegar við höfum fundið fé þá hefur það flæmst í burtu.“ 16. október 2023 11:14