Teiknari Guardian til 40 ára látinn fjúka vegna meintrar gyðingaandúðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2023 10:35 Bell teiknaði skopmyndir fyrir Guardian í um 40 ár. Getty/Corbis/Colin McPherson Breski miðillinn Guardian hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við skopmyndateiknarann Steve Bell, eftir að hann skilaði inn mynd sem miðlinum þótti ýta undir fordóma gegn gyðingum. Á myndinni sést Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, klæddur boxhönskum, í þann mund að rista útlínur Gasa á beran maga sinn. Bell segist hafa fengið þau svör hjá Guardian að þar á bæ hafi menn túlkað myndina sem tilvísun í hinn fégráðuga Shylock úr Kaupmaðurinn í Feneyjum eftir William Shakespeare. Shylock er ein þekktasta staðalmyndin sem beitt hefur verið gegn gyðingum en auk þess að vera fégráðugur er hann hefnigjarn og almennt ógeðfelld persóna. Í leikritinu krefst hann „punds af holdi“ (e. pound of flesh) ef lán er ekki endurgreitt á réttum tíma en að sögn Bell töldu ritstjórar Guardian að áðurnefnd skopmynd væri tilvísun í þessa framgöngu Shylock. Just to explain. I filed this cartoon around 11am, possibly my earliest ever. Four hours later, on a train to Liverpool I received an ominous phone call from the desk with the strangely cryptic message "pound of flesh"... pic.twitter.com/kSfmfzlmhy— Steve Bell (@BellBelltoons) October 9, 2023 Bell segir þetta hins vegar fjarri sanni; myndin sé byggð á annarri skopmynd sem David Levine teiknaði af Lyndon B. Johnson, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Á þeirri mynd sést Johnson benda á ör sem hann ber á maganum en örið er í laginu eins og Víetnam. Myndin var gagnrýni á stefnu Johnson í Víetnamstríðinu og tilvísun í mynd sem náðist af forsetanum þegar hann lyfti upp skyrtunni og sýndi viðstöddum ör eftir gallblöðruaðgerð sem hann gekkst undir árið 1966. Skopmynd Levine og ljósmyndin sem hún byggði á. Bell segir skopmynd sína tilraun til að enduróma boðskap Levine, sem hann vísar bókstaflega til á myndinni með orðunum „á eftir David Levine“. Myndin snúist um hörmulega stefnumörkun Benjamin Netanyahu, sem hafi beinlínis leitt til þess ástands sem nú ríkir á Gasa. Skopmyndateiknarinn deildi myndinni, sem Guardian neitaði að birta, á X/Twitter og sagði einnig á samfélagsmiðlinum að það hefði verið orðið erfitt að teikna myndir um umrætt málefni án þess að vera sakaður um fordóma. Málið hefur vakið mikla athygli, ekki síst vegna þess að Bell hefur teiknað fyrir Guardian í um 40 ár, en gagnrýnendur benda á að hann hafi áður dansað á línunni. Hann var til að mynda gagnrýndur fyrir teikningu árið 2020 sem sýndi Keir Starmer, formann Verkamannaflokksins, bjóða höfuð Jeremy Corbyn, fyrrverandi formanns flokksins, á fati. Þeirri mynd var líkt við málverk Caravaggio af Salóme með höfuð Jóhannesar skírara en í Nýja testamentinu óskaði Salóme, sem var gyðingur, eftir því að fá höfuð Jóhannesar að launum fyrir dans. Corbyn sætti á þessum tíma harðri gagnrýni fyrir að uppræta ekki gyðingaandúð innan Verkamannaflokksins. Bell var meðal þeirra sem töluðu máli teiknara Charlie Hebdo eftir árásina á skrifstofur vikublaðsins árið 2015 og sagði meðal annars í umræðum að fólk skildi eiginlega ekki myndir. Það væri hlutverk skopmyndateiknara að ögra. Hann sagðist þá einnig nýlega, þetta var árið 2015, hafa lent upp á kant við yfirmann hjá Guardian sem þótti hann sækja í staðalmyndir um gyðinga. Átök í Ísrael og Palestínu Bretland Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Myndlist Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Sjá meira
Á myndinni sést Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, klæddur boxhönskum, í þann mund að rista útlínur Gasa á beran maga sinn. Bell segist hafa fengið þau svör hjá Guardian að þar á bæ hafi menn túlkað myndina sem tilvísun í hinn fégráðuga Shylock úr Kaupmaðurinn í Feneyjum eftir William Shakespeare. Shylock er ein þekktasta staðalmyndin sem beitt hefur verið gegn gyðingum en auk þess að vera fégráðugur er hann hefnigjarn og almennt ógeðfelld persóna. Í leikritinu krefst hann „punds af holdi“ (e. pound of flesh) ef lán er ekki endurgreitt á réttum tíma en að sögn Bell töldu ritstjórar Guardian að áðurnefnd skopmynd væri tilvísun í þessa framgöngu Shylock. Just to explain. I filed this cartoon around 11am, possibly my earliest ever. Four hours later, on a train to Liverpool I received an ominous phone call from the desk with the strangely cryptic message "pound of flesh"... pic.twitter.com/kSfmfzlmhy— Steve Bell (@BellBelltoons) October 9, 2023 Bell segir þetta hins vegar fjarri sanni; myndin sé byggð á annarri skopmynd sem David Levine teiknaði af Lyndon B. Johnson, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Á þeirri mynd sést Johnson benda á ör sem hann ber á maganum en örið er í laginu eins og Víetnam. Myndin var gagnrýni á stefnu Johnson í Víetnamstríðinu og tilvísun í mynd sem náðist af forsetanum þegar hann lyfti upp skyrtunni og sýndi viðstöddum ör eftir gallblöðruaðgerð sem hann gekkst undir árið 1966. Skopmynd Levine og ljósmyndin sem hún byggði á. Bell segir skopmynd sína tilraun til að enduróma boðskap Levine, sem hann vísar bókstaflega til á myndinni með orðunum „á eftir David Levine“. Myndin snúist um hörmulega stefnumörkun Benjamin Netanyahu, sem hafi beinlínis leitt til þess ástands sem nú ríkir á Gasa. Skopmyndateiknarinn deildi myndinni, sem Guardian neitaði að birta, á X/Twitter og sagði einnig á samfélagsmiðlinum að það hefði verið orðið erfitt að teikna myndir um umrætt málefni án þess að vera sakaður um fordóma. Málið hefur vakið mikla athygli, ekki síst vegna þess að Bell hefur teiknað fyrir Guardian í um 40 ár, en gagnrýnendur benda á að hann hafi áður dansað á línunni. Hann var til að mynda gagnrýndur fyrir teikningu árið 2020 sem sýndi Keir Starmer, formann Verkamannaflokksins, bjóða höfuð Jeremy Corbyn, fyrrverandi formanns flokksins, á fati. Þeirri mynd var líkt við málverk Caravaggio af Salóme með höfuð Jóhannesar skírara en í Nýja testamentinu óskaði Salóme, sem var gyðingur, eftir því að fá höfuð Jóhannesar að launum fyrir dans. Corbyn sætti á þessum tíma harðri gagnrýni fyrir að uppræta ekki gyðingaandúð innan Verkamannaflokksins. Bell var meðal þeirra sem töluðu máli teiknara Charlie Hebdo eftir árásina á skrifstofur vikublaðsins árið 2015 og sagði meðal annars í umræðum að fólk skildi eiginlega ekki myndir. Það væri hlutverk skopmyndateiknara að ögra. Hann sagðist þá einnig nýlega, þetta var árið 2015, hafa lent upp á kant við yfirmann hjá Guardian sem þótti hann sækja í staðalmyndir um gyðinga.
Átök í Ísrael og Palestínu Bretland Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Myndlist Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent