Åge viss um að Gylfi muni slá markametið bara kannski ekki í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2023 15:00 Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum á móti Lúxemborg. Vísir/Hulda Margrét Åge Hareide stýrir íslenska landsliðinu á Laugardalsvellinum í kvöld á móti Liechtenstein í síðasta heimaleik Íslands. „Ég veit ekki hverju er von á því þeir hafa ekki gert mikið hingað til. Allir landsleikir eru aftur á móti mikilvægir fyrir okkur sama hver mótherjinn er, hvort sem það er Liechtenstein eða Potúgal,“ sagði Åge Hareide. „Við verðum að reyna að vinna leikinn. Það er markmiðið okkar og það ætlum við okkur að gera,“ sagði Hareide. Hugsa um FIFA-listann „Við verðum líka að hugsa um stöðuna okkar á styrkleikalistanum. Við verðum líka að laga okkar leik yfir heilar níutíu mínútur. Við spiluðum virkilega vel í 45 mínútur í síðasta leik en misstum dampinn í seinni hálfleik,“ sagði Hareide. „Við höfum skoðað leikinn vel og ætlum að leggja enn meira á okkur í þessum leik. Við ætlum að reyna að spila eins vel og við getum og nota leikina fram undan til að undirbúa liðið eins vel og við getum fyrir marsmánuð,“ sagði Hareide en þar er líklegt að íslenska liðið spili umspilsleiki um sæti á EM. Åge Hareide talar við Gylfa Þór Sigurðsson áður en hann kom inn á völlinn.Vísir/Hulda Margrét Reyndum að finna út af hverju við hættum að spila þannig „Við verðum að halda áfram að gera hlutina eins og við gerðum í fyrri hálfleiknum. Við reyndum að finna út af hverju við hættum að spila þannig því það gekk mjög vel í fyrri hálfleiknum,“ sagði Hareide. „Það eru lítil atriði í okkar leik þegar við erum með boltann sem okkur gekk ekki eins vel að leysa í seinni hálfleiknum. Leikmennirnir vita af því og við verðum að hafa trú á okkur sjálfum. Menn voru aðeins of fljótir að missa hausinn eftir að þeir skoruðu snemma í seinni hálfleik og það gerðist líka í Lúxemborg þegar við fengum á okkur víti,“ sagði Hareide. „Við þurfum að vera sterkari og harðari við hverja aðra svo að menn haldi áfram að spila okkar leik,“ sagði Hareide en hvað með liðið? „Það verða nokkrar breytingar á byrjunarliðinu,“ sagði Hareide en vildi ekki gefa neitt upp. Verður Gylfi Þór Sigurðsson í byrjunarliðinu? Ég vona að hann nái því „Gylfi er einn af þessum leikmönnum sem fær mínútur,“ sagði Hareide og brosti. Gylfa vantar bara eitt mark til að jafna markametið í A-landsliðinu. „Ég vona að hann nái því. Ég er viss um þegar hann kemur til baka í toppformi þá mun hann bæta metið. Hann er búinn að vera í tvö ár í burtu frá fótboltanum en elskar það að vera kominn til baka. Það er gaman að sjá hann á æfingum og það var flott að sjá stuðninginn sem hann fékk þegar hann kom inn á völlinn á móti Lúxemborg. Það var gott fyrir Gylfa og það er gott að hafa hann aftur með okkur,“ sagði Hareide. Það má sjá viðtal hans við Svövu Kristínu Gretarsdóttur hér fyrir neðan. Klippa: Hareide fyrir leikinn gegn Liechtenstein Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira
„Ég veit ekki hverju er von á því þeir hafa ekki gert mikið hingað til. Allir landsleikir eru aftur á móti mikilvægir fyrir okkur sama hver mótherjinn er, hvort sem það er Liechtenstein eða Potúgal,“ sagði Åge Hareide. „Við verðum að reyna að vinna leikinn. Það er markmiðið okkar og það ætlum við okkur að gera,“ sagði Hareide. Hugsa um FIFA-listann „Við verðum líka að hugsa um stöðuna okkar á styrkleikalistanum. Við verðum líka að laga okkar leik yfir heilar níutíu mínútur. Við spiluðum virkilega vel í 45 mínútur í síðasta leik en misstum dampinn í seinni hálfleik,“ sagði Hareide. „Við höfum skoðað leikinn vel og ætlum að leggja enn meira á okkur í þessum leik. Við ætlum að reyna að spila eins vel og við getum og nota leikina fram undan til að undirbúa liðið eins vel og við getum fyrir marsmánuð,“ sagði Hareide en þar er líklegt að íslenska liðið spili umspilsleiki um sæti á EM. Åge Hareide talar við Gylfa Þór Sigurðsson áður en hann kom inn á völlinn.Vísir/Hulda Margrét Reyndum að finna út af hverju við hættum að spila þannig „Við verðum að halda áfram að gera hlutina eins og við gerðum í fyrri hálfleiknum. Við reyndum að finna út af hverju við hættum að spila þannig því það gekk mjög vel í fyrri hálfleiknum,“ sagði Hareide. „Það eru lítil atriði í okkar leik þegar við erum með boltann sem okkur gekk ekki eins vel að leysa í seinni hálfleiknum. Leikmennirnir vita af því og við verðum að hafa trú á okkur sjálfum. Menn voru aðeins of fljótir að missa hausinn eftir að þeir skoruðu snemma í seinni hálfleik og það gerðist líka í Lúxemborg þegar við fengum á okkur víti,“ sagði Hareide. „Við þurfum að vera sterkari og harðari við hverja aðra svo að menn haldi áfram að spila okkar leik,“ sagði Hareide en hvað með liðið? „Það verða nokkrar breytingar á byrjunarliðinu,“ sagði Hareide en vildi ekki gefa neitt upp. Verður Gylfi Þór Sigurðsson í byrjunarliðinu? Ég vona að hann nái því „Gylfi er einn af þessum leikmönnum sem fær mínútur,“ sagði Hareide og brosti. Gylfa vantar bara eitt mark til að jafna markametið í A-landsliðinu. „Ég vona að hann nái því. Ég er viss um þegar hann kemur til baka í toppformi þá mun hann bæta metið. Hann er búinn að vera í tvö ár í burtu frá fótboltanum en elskar það að vera kominn til baka. Það er gaman að sjá hann á æfingum og það var flott að sjá stuðninginn sem hann fékk þegar hann kom inn á völlinn á móti Lúxemborg. Það var gott fyrir Gylfa og það er gott að hafa hann aftur með okkur,“ sagði Hareide. Það má sjá viðtal hans við Svövu Kristínu Gretarsdóttur hér fyrir neðan. Klippa: Hareide fyrir leikinn gegn Liechtenstein
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira