Fólk með ADHD í lausu lofti Sigrún Heimisdóttir skrifar 16. október 2023 08:31 Sálfræðingar, geðlæknar og heimilislæknar hafa lengi átt góða samvinnu við greiningu á ADHD og leggja sig fram ásamt fleiri fagstéttum um að sinna mikilvægri meðferð. Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna innan Heilsugæslunnar telur sér ekki lengur fært að taka við greinargerðum sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna. Ein af ástæðum þess er að erfitt er fyrir teymið að meta hvort klínískum leiðbeiningum við greiningar sé fylgt nægjanlega vel og aukin eftirspurn. Þar reisir opinber heilbrigðisþjónusta veggi og fagfólk þar virðist vera að kikna undan álagi og hlutverki sínu. Afleiðingin er að þeir einstaklingar sem eiga erfitt með daglegt líf vegna ADHD einkenna eru í lausu lofti! Sálfræðingar vinna flókna greiningarvinnu sem felur í sér mat á mögulegum einkennum ADHD eða því hvort annar vandi skýri frekar vandann. Greina hvað hamlar, setja niðurstöður fram í skýrslu ásamt meðferðaráætlun og veita í framhaldi viðeigandi viðtalsmeðferð. Fjöldi fólks bíður eftir að komast í slíka þjónustu, - fá hlustun, mat á vanda og plan. Einstaklingur á fullorðinsaldri sem fer í gegnum slíkt ferli þarf að leggja á sig heilmikla sjálfsskoðun og fæstir fara í þá vinnu að ástæðulausu. Uppskeran er oft ríkuleg, aukin sjálfsþekking og sjálfstraust sem og eru meiri líkur á að gagnlegar leiðir til sjálfshjálpar séu nýttar. Geðlæknar sinna einnig greiningum á ADHD, oft í samvinnu við sálfræðinga. Þeir veita meðferð í formi lyfja og biðlistar til þeirra eru enn lengri en til sálfræðinga. Lyfjanotkun hefur aukist og lyfin eru uppseld! Samkvæmt lyfjaútskriftum virðast fleiri vera að greinast en áður. Sálfræðingar sinna ekki lyfjameðferð og sálfræðimeðferð er ekki enn niðurgreidd þrátt fyrir að klínískar leiðbeiningar Landlæknisembættis mæli með þeirri meðferð. Klínískum leiðbeiningum um meðferð fólks með ADHD er ekki fylgt nema að huta til hérlendis. Fólk hefur ekki tök á niðurgreiðslu á viðtalsmeðferð s.s. Hugrænni atferlismeðferð, hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum og aðgengi í opinberu heilbrigðiskerfi er takmarkaður fyrir þennan hóp. Í umræddum leiðbeiningum kemur fram: „Mikilvægt er að meðferðaráætlun við ADHD sé heildræn, þar sem einnig er tekið á sálrænum þáttum auk atferlistruflana og áhrifa á nám og störf. Þeir sem greinast með ADHD eiga að fá fræðslu og ráðgjöf um ADHD, áhrif einkenna á færni í daglegu lífi og samskipti við aðra. Hefja má lyfjameðferð ef ADHD einkenni eru enn hamlandi eftir að daglegt líf og umhverfi hefur verið aðlagað eins og við á“. „Hugræna atferlismeðferð með áherslu á ADHD (t.d. í hóp) ætti að bjóða öllum, sem val við lyfjameðferð eða samhliða lyfjameðferð“ Rannsóknir sýna að ADHD er arfgengt, getur verið samhliða öðrum vanda og fylgiraskanir s.s. tilfinningavandi koma fram hjá stórum hópi. Sálfræðimeðferð kemur þar einnig að gagni. Margir með ADHD búa yfir styrkleikum og sjálfsbjargarviðleitni til að fást við daglegt líf þrátt fyrir einkennin. Flestir vilja leggja sig fram til sjálfshjálpar, en þegar það er of erfitt og daglegt líf gengur ekki upp er þörf á aðkomu fagaðila. Úrræðaleysi og útilokun frá heilbrigðisþjónustu getur haft alvarleg áhrif á einstaklinginn sem er leitandi að svörum og viðeigandi meðferð, valdið ótta, örvæntingu, reiði, örmögnun og ýtt undir fordóma. Aukin hætta er á að annar vandi aukist og afleiðingar geta verið víðtækar. Samtal, greining, áætlun og meðferð er kjarnin í starfi sálfræðinga. Lausnaleit sem við getum hæglega beitt í þessu samhengi! Að reisa veggi og útiloka ákveðna sjúklingahópa frá greiningu og meðferð, er ekki heillavænlegt og samræmist ekki klínískum leiðbeiningum eða fagmennsku. Okkar ábyrgð sem fagaðila er að vanda okkur, vinna af fagmennsku og fylgja fyrirmælum um verklag. Hlusta, meðtaka og sýna því virðingu og skilning sem við heyrum hjá skjólstæðingum okkar. Það er fjöldi fólks með hamlandi vanda að leita svara og fjöldi fagfólks að reyna sitt besta en skerðing og skortur á þjónustu á einum stað ýtir undir álag á öðrum stað. Skoða þarf málið í stærra samhengi og fara í einu og öllu eftir klínskum leiðbeiningum. Mikilvægt er að við hlustum á fólk, vinnum áfram saman og að stjórnvöld skoði raunverulegar lausnir á vandanum! Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og framkvæmdastjóri. Sinnir greiningum og meðferð í þverfaglegu teymi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál ADHD Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Sálfræðingar, geðlæknar og heimilislæknar hafa lengi átt góða samvinnu við greiningu á ADHD og leggja sig fram ásamt fleiri fagstéttum um að sinna mikilvægri meðferð. Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna innan Heilsugæslunnar telur sér ekki lengur fært að taka við greinargerðum sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna. Ein af ástæðum þess er að erfitt er fyrir teymið að meta hvort klínískum leiðbeiningum við greiningar sé fylgt nægjanlega vel og aukin eftirspurn. Þar reisir opinber heilbrigðisþjónusta veggi og fagfólk þar virðist vera að kikna undan álagi og hlutverki sínu. Afleiðingin er að þeir einstaklingar sem eiga erfitt með daglegt líf vegna ADHD einkenna eru í lausu lofti! Sálfræðingar vinna flókna greiningarvinnu sem felur í sér mat á mögulegum einkennum ADHD eða því hvort annar vandi skýri frekar vandann. Greina hvað hamlar, setja niðurstöður fram í skýrslu ásamt meðferðaráætlun og veita í framhaldi viðeigandi viðtalsmeðferð. Fjöldi fólks bíður eftir að komast í slíka þjónustu, - fá hlustun, mat á vanda og plan. Einstaklingur á fullorðinsaldri sem fer í gegnum slíkt ferli þarf að leggja á sig heilmikla sjálfsskoðun og fæstir fara í þá vinnu að ástæðulausu. Uppskeran er oft ríkuleg, aukin sjálfsþekking og sjálfstraust sem og eru meiri líkur á að gagnlegar leiðir til sjálfshjálpar séu nýttar. Geðlæknar sinna einnig greiningum á ADHD, oft í samvinnu við sálfræðinga. Þeir veita meðferð í formi lyfja og biðlistar til þeirra eru enn lengri en til sálfræðinga. Lyfjanotkun hefur aukist og lyfin eru uppseld! Samkvæmt lyfjaútskriftum virðast fleiri vera að greinast en áður. Sálfræðingar sinna ekki lyfjameðferð og sálfræðimeðferð er ekki enn niðurgreidd þrátt fyrir að klínískar leiðbeiningar Landlæknisembættis mæli með þeirri meðferð. Klínískum leiðbeiningum um meðferð fólks með ADHD er ekki fylgt nema að huta til hérlendis. Fólk hefur ekki tök á niðurgreiðslu á viðtalsmeðferð s.s. Hugrænni atferlismeðferð, hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum og aðgengi í opinberu heilbrigðiskerfi er takmarkaður fyrir þennan hóp. Í umræddum leiðbeiningum kemur fram: „Mikilvægt er að meðferðaráætlun við ADHD sé heildræn, þar sem einnig er tekið á sálrænum þáttum auk atferlistruflana og áhrifa á nám og störf. Þeir sem greinast með ADHD eiga að fá fræðslu og ráðgjöf um ADHD, áhrif einkenna á færni í daglegu lífi og samskipti við aðra. Hefja má lyfjameðferð ef ADHD einkenni eru enn hamlandi eftir að daglegt líf og umhverfi hefur verið aðlagað eins og við á“. „Hugræna atferlismeðferð með áherslu á ADHD (t.d. í hóp) ætti að bjóða öllum, sem val við lyfjameðferð eða samhliða lyfjameðferð“ Rannsóknir sýna að ADHD er arfgengt, getur verið samhliða öðrum vanda og fylgiraskanir s.s. tilfinningavandi koma fram hjá stórum hópi. Sálfræðimeðferð kemur þar einnig að gagni. Margir með ADHD búa yfir styrkleikum og sjálfsbjargarviðleitni til að fást við daglegt líf þrátt fyrir einkennin. Flestir vilja leggja sig fram til sjálfshjálpar, en þegar það er of erfitt og daglegt líf gengur ekki upp er þörf á aðkomu fagaðila. Úrræðaleysi og útilokun frá heilbrigðisþjónustu getur haft alvarleg áhrif á einstaklinginn sem er leitandi að svörum og viðeigandi meðferð, valdið ótta, örvæntingu, reiði, örmögnun og ýtt undir fordóma. Aukin hætta er á að annar vandi aukist og afleiðingar geta verið víðtækar. Samtal, greining, áætlun og meðferð er kjarnin í starfi sálfræðinga. Lausnaleit sem við getum hæglega beitt í þessu samhengi! Að reisa veggi og útiloka ákveðna sjúklingahópa frá greiningu og meðferð, er ekki heillavænlegt og samræmist ekki klínískum leiðbeiningum eða fagmennsku. Okkar ábyrgð sem fagaðila er að vanda okkur, vinna af fagmennsku og fylgja fyrirmælum um verklag. Hlusta, meðtaka og sýna því virðingu og skilning sem við heyrum hjá skjólstæðingum okkar. Það er fjöldi fólks með hamlandi vanda að leita svara og fjöldi fagfólks að reyna sitt besta en skerðing og skortur á þjónustu á einum stað ýtir undir álag á öðrum stað. Skoða þarf málið í stærra samhengi og fara í einu og öllu eftir klínskum leiðbeiningum. Mikilvægt er að við hlustum á fólk, vinnum áfram saman og að stjórnvöld skoði raunverulegar lausnir á vandanum! Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og framkvæmdastjóri. Sinnir greiningum og meðferð í þverfaglegu teymi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun