Eiga eldri borgarar að vera hornrekur? Drífa Sigfúsdóttir skrifar 13. október 2023 11:31 Almenna markmið LEB er skýrt, að bæta kjör eldra fólks en sértæka markmiðið er að bæta kjör þeirra sem verst eru settir. LEB vinnur að því að ná þessum markmiðum en leiðirnar að markmiðinum eru margar og orðræðan oft villandi. Eldra fólk þversneið samfélagsins Eldri borgarar eru ekki einsleitur hópur, fremur en aðrir þjóðfélagshópar. Innan LEB er því fjölbreyttur hópur fólks með ólíkar skoðanir. Við búum við ólíka afkomu og lífskjör, sem móta afstöðu okkar um úrbætur á kjörum eldri borgara. Þessi orðræða endurspeglast í mörgum tillögum að umbótum. Fyrir vikið munu þær aðgerðir sem ráðist verður í, hafa mismunandi áhrif á ólíka einstaklinga. Eitt úrræði nýtist tilteknum hluta eldra fólks, annað úrræði öðrum. En hvort markmiðið næst í gegnum almannatryggingakerfið eða skattkerfið ræður ekki úrslitum. Leiðir að bættum kjörum krefst vandaðs undirbúnings og best er að breyta eins fáum stærðum eins og hægt er til að forðast mistök. Við viljum varast að auka flækjustig kerfisins sem og mistök. LEB vill sértækar aðgerðir til að hjálpa þeim sem verst eru staddir og hækkun ellilífeyris sem fyrst. Það má bæta laun eldri borgara sem eru með lægstu innkomuna með nokkrum leiðum. Af hverju ætti ellilífeyrir TR að vera lægri en lægsti launataxti? LEB vill að ellilífeyrir almannatrygginga verði aldrei lægri en lægstu laun á vinnumarkaði sem eru 402.256 kr. Ellilífeyrir er 315.525 kr. fyrir skerðingar. Mismunurinn eru 86.731 kr og það munar um minna hjá þeim sem hafa lítið milli handanna. Flöt hækkun nýtist best þeim sem eru með lægstu tekjurnar. Af hverju fylgir lífeyrir ekki launavísitölu? Hækkun ellilífeyris til samræmis við lægstu laun gæti skilað hlutfallslega mestri hækkun ráðstöfunarteknar til þeirra sem hefur allar sínar tekjur frá almannatryggingum. Hækkun hámarks ellilífeyris og hámarks persónuafsláttar eru einföldustu aðgerðirnar til að bæta stöðu eldra fólks. Hækka almenna frítekjumarkið og draga úr skattheimtu á eldra fólk Almenna frítekjumarkið hefur verðið 25.000 kr. frá árinu 2017 og það þarf að hækka verulega. Hækkun frítekjumarksins myndi nýtast vel fyrir þá sem eru með lægstan lífeyri. Frítekjumark atvinnutekna er nú 200 þúsund krónur. Þess vegna skila greiðslur úr lífeyrissjóði minni ábata en atvinnutekjur. Af hverju eru lífeyristekjur ekki metnar eins og atvinnutekjur? Þá má einnig bæta afkomuna með því að draga úr skattbyrði á eldri borgara. Draga úr skerðingum Skerðingarhlutföllin og útfærsla þeirra sem hafa hvað mest jöfnunaráhrif á afkomu eldri borgara. En lækkun á skerðingarmörkum gera lítið fyrir fyrir tekjulægstu hópana. Brosnar vonir margra Í huga flestra á lífeyrir að koma í staðin fyrir atvinnutekjur þegar fólk sest í helgan stein í lok starfsferilsins. En flestir verða fyrir miklu tekjufalli við stafslok. Það getur reynst mjög þungt högg, einkum fyrir þá sem skulda enn húsnæðislán eða eru á leigumarkaði. Þá vitum við að konur á mínum aldri höfðu sjaldnast tækifæri á að vera í fullu starfi því leikskólapláss voru ekki í boði fyrir hjón eða sambúðarfólk. Konur eiga nokkuð í land með að ná upp fullum réttindum í gegnum lífeyrissjóðskerfið. Margir stóðu í þeirri trú, að lífeyrissjóðakerfið ætti að virka sem viðbót við lífeyri almannatrygginga. En það virkar ekki sem viðbót við lífeyri almannatrygginga, heldur virðist því ætlað að koma að nokkru leyti í stað almannaryggingakerfisins eða að minnsta kosti að draga úr kostnaði við það. Ekki samningsrétt og sett hjá Eldri borgarar eru ekki með samningsrétt heldur eigum allt undir því að stjórnmálamenn og stéttarfélög sinni okkar málum. Við höfum fengið sérfræðinga til að vinna gögn fyrir okkur sem við höfum kynnt sem víðast. Við höfum rætt við ráðherra, þingmenn, fulltrúa stéttarfélaga, stofna og fjölmiðla, haldið fundi og ráðstefnur en árangurinn er ekki sjáanlegur. Við erum hópurinn sem vann langan vinnudag við að byggja upp gott samfélag sem yngra fólk fær að njóta í dag. Því finnst okkur þetta áhugaleysi óskiljanlegt! Hvað þarf til að hlustað sé á okkur? Við þurfum greinilega að vanda okkar val í næstu kosingum, því við bíðum ekki lengur. Höfundur er varaformaður Landssambands eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Sjá meira
Almenna markmið LEB er skýrt, að bæta kjör eldra fólks en sértæka markmiðið er að bæta kjör þeirra sem verst eru settir. LEB vinnur að því að ná þessum markmiðum en leiðirnar að markmiðinum eru margar og orðræðan oft villandi. Eldra fólk þversneið samfélagsins Eldri borgarar eru ekki einsleitur hópur, fremur en aðrir þjóðfélagshópar. Innan LEB er því fjölbreyttur hópur fólks með ólíkar skoðanir. Við búum við ólíka afkomu og lífskjör, sem móta afstöðu okkar um úrbætur á kjörum eldri borgara. Þessi orðræða endurspeglast í mörgum tillögum að umbótum. Fyrir vikið munu þær aðgerðir sem ráðist verður í, hafa mismunandi áhrif á ólíka einstaklinga. Eitt úrræði nýtist tilteknum hluta eldra fólks, annað úrræði öðrum. En hvort markmiðið næst í gegnum almannatryggingakerfið eða skattkerfið ræður ekki úrslitum. Leiðir að bættum kjörum krefst vandaðs undirbúnings og best er að breyta eins fáum stærðum eins og hægt er til að forðast mistök. Við viljum varast að auka flækjustig kerfisins sem og mistök. LEB vill sértækar aðgerðir til að hjálpa þeim sem verst eru staddir og hækkun ellilífeyris sem fyrst. Það má bæta laun eldri borgara sem eru með lægstu innkomuna með nokkrum leiðum. Af hverju ætti ellilífeyrir TR að vera lægri en lægsti launataxti? LEB vill að ellilífeyrir almannatrygginga verði aldrei lægri en lægstu laun á vinnumarkaði sem eru 402.256 kr. Ellilífeyrir er 315.525 kr. fyrir skerðingar. Mismunurinn eru 86.731 kr og það munar um minna hjá þeim sem hafa lítið milli handanna. Flöt hækkun nýtist best þeim sem eru með lægstu tekjurnar. Af hverju fylgir lífeyrir ekki launavísitölu? Hækkun ellilífeyris til samræmis við lægstu laun gæti skilað hlutfallslega mestri hækkun ráðstöfunarteknar til þeirra sem hefur allar sínar tekjur frá almannatryggingum. Hækkun hámarks ellilífeyris og hámarks persónuafsláttar eru einföldustu aðgerðirnar til að bæta stöðu eldra fólks. Hækka almenna frítekjumarkið og draga úr skattheimtu á eldra fólk Almenna frítekjumarkið hefur verðið 25.000 kr. frá árinu 2017 og það þarf að hækka verulega. Hækkun frítekjumarksins myndi nýtast vel fyrir þá sem eru með lægstan lífeyri. Frítekjumark atvinnutekna er nú 200 þúsund krónur. Þess vegna skila greiðslur úr lífeyrissjóði minni ábata en atvinnutekjur. Af hverju eru lífeyristekjur ekki metnar eins og atvinnutekjur? Þá má einnig bæta afkomuna með því að draga úr skattbyrði á eldri borgara. Draga úr skerðingum Skerðingarhlutföllin og útfærsla þeirra sem hafa hvað mest jöfnunaráhrif á afkomu eldri borgara. En lækkun á skerðingarmörkum gera lítið fyrir fyrir tekjulægstu hópana. Brosnar vonir margra Í huga flestra á lífeyrir að koma í staðin fyrir atvinnutekjur þegar fólk sest í helgan stein í lok starfsferilsins. En flestir verða fyrir miklu tekjufalli við stafslok. Það getur reynst mjög þungt högg, einkum fyrir þá sem skulda enn húsnæðislán eða eru á leigumarkaði. Þá vitum við að konur á mínum aldri höfðu sjaldnast tækifæri á að vera í fullu starfi því leikskólapláss voru ekki í boði fyrir hjón eða sambúðarfólk. Konur eiga nokkuð í land með að ná upp fullum réttindum í gegnum lífeyrissjóðskerfið. Margir stóðu í þeirri trú, að lífeyrissjóðakerfið ætti að virka sem viðbót við lífeyri almannatrygginga. En það virkar ekki sem viðbót við lífeyri almannatrygginga, heldur virðist því ætlað að koma að nokkru leyti í stað almannaryggingakerfisins eða að minnsta kosti að draga úr kostnaði við það. Ekki samningsrétt og sett hjá Eldri borgarar eru ekki með samningsrétt heldur eigum allt undir því að stjórnmálamenn og stéttarfélög sinni okkar málum. Við höfum fengið sérfræðinga til að vinna gögn fyrir okkur sem við höfum kynnt sem víðast. Við höfum rætt við ráðherra, þingmenn, fulltrúa stéttarfélaga, stofna og fjölmiðla, haldið fundi og ráðstefnur en árangurinn er ekki sjáanlegur. Við erum hópurinn sem vann langan vinnudag við að byggja upp gott samfélag sem yngra fólk fær að njóta í dag. Því finnst okkur þetta áhugaleysi óskiljanlegt! Hvað þarf til að hlustað sé á okkur? Við þurfum greinilega að vanda okkar val í næstu kosingum, því við bíðum ekki lengur. Höfundur er varaformaður Landssambands eldri borgara.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun