128 ára múmía lögð til hinstu hvílu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 8. október 2023 14:31 James Murphy, "Stoneman Willie" á útfararstofunni í Reading áður en hann lagði af stað í sína hinstu för í gær. Andrew Caballero-Reynolds/Getty Images Bandarískur vasaþjófur sem lést árið 1895 var loks lagður til hinstu hvílu í gær. Hann hefur verið til sýnis í opinni kistu í 128 ár. Neitaði að segja til nafns Vasaþjófurinn sálugi hefur allt frá dauða sínum verið þekktur undir viðurnefninu „Stoneman Willie“, en ekkert hefur verið vitað um nafn hans þar til í gær þegar hann var lagður til hinstu hvílu í kirkjugarðinum í Reading í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Stoneman Willie var handtekinn haustið 1895 fyrir vasaþjófnað. Hann var drykkfelldur og heimilislaus og neitaði að segja til nafns þegar hann var handtekinn. Hann lést í fangelsinu af nýrnabilun þann 19. nóvember þetta sama ár. Smurður og gerður að múmíu Útfararstjóri bæjarins var að þróa nýja aðferð við varðveislu líka sem fundin hafði verið upp í bandaríska borgarastríðinu og hann fékk að gera tilraun á líkinu þar sem enginn gerði tilkall til þess. Hann smurði líkið með efnablöndu sem innihélt formalín, blásýru og arsenik og í ferlinu breyttist Willie hreinlega í grjótharða múmíu. Hefur verið sýningargripur í 128 ár Hann hefur síðan verið til sýnis á útfararstofunni, þar sem hann hvílir í kistu, uppáklæddur í jakkaföt og með rauðan borða yfir brjóstinu. Hann er ennþá með hár og tennur, en húð hans er orðin eins og hert leður, ekki ósvipuð líkum sem fundist hafa í mýrlendi eftir mörg þúsund ára legu þar. Eftir margra ára rannsóknir á uppruna Willie tókst útfararstofunni loks að komast að nafni mannsins sem var af írskum uppruna. Um helgina er haldið upp á 275 ára afmæli bæjarins og við það tækifæri, í gær, var Stoneman Willie ekið með viðhöfn um götur bæjarins og upp í kirkjugarð þar sem hann var lagður til hinstu hvílu og á legsteininn var ritað nafnið sem hann bar í lifanda lífi; James Murphy. Bandaríkin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Neitaði að segja til nafns Vasaþjófurinn sálugi hefur allt frá dauða sínum verið þekktur undir viðurnefninu „Stoneman Willie“, en ekkert hefur verið vitað um nafn hans þar til í gær þegar hann var lagður til hinstu hvílu í kirkjugarðinum í Reading í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Stoneman Willie var handtekinn haustið 1895 fyrir vasaþjófnað. Hann var drykkfelldur og heimilislaus og neitaði að segja til nafns þegar hann var handtekinn. Hann lést í fangelsinu af nýrnabilun þann 19. nóvember þetta sama ár. Smurður og gerður að múmíu Útfararstjóri bæjarins var að þróa nýja aðferð við varðveislu líka sem fundin hafði verið upp í bandaríska borgarastríðinu og hann fékk að gera tilraun á líkinu þar sem enginn gerði tilkall til þess. Hann smurði líkið með efnablöndu sem innihélt formalín, blásýru og arsenik og í ferlinu breyttist Willie hreinlega í grjótharða múmíu. Hefur verið sýningargripur í 128 ár Hann hefur síðan verið til sýnis á útfararstofunni, þar sem hann hvílir í kistu, uppáklæddur í jakkaföt og með rauðan borða yfir brjóstinu. Hann er ennþá með hár og tennur, en húð hans er orðin eins og hert leður, ekki ósvipuð líkum sem fundist hafa í mýrlendi eftir mörg þúsund ára legu þar. Eftir margra ára rannsóknir á uppruna Willie tókst útfararstofunni loks að komast að nafni mannsins sem var af írskum uppruna. Um helgina er haldið upp á 275 ára afmæli bæjarins og við það tækifæri, í gær, var Stoneman Willie ekið með viðhöfn um götur bæjarins og upp í kirkjugarð þar sem hann var lagður til hinstu hvílu og á legsteininn var ritað nafnið sem hann bar í lifanda lífi; James Murphy.
Bandaríkin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira