„Tímabilið í heildina búið að vera þungt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. október 2023 16:52 Hermann hreiðarsson er þjálfari ÍBV sem leikur í Lengjudeildinni að ári. Vísir/Anton Brink Hermann Hreiðarsson þjálfari Eyjamanna sagði lið ÍBV hafi aldrei náð að komast á nægilega gott skrið í sumar og átt erfitt með að tengja saman úrslit. ÍBV leikur í Lengjudeildinni á næsta tímabili. „Kraftleysi í fyrri hálfleik og hvað við vorum „sloppy“ með boltann. Við vorum í risasvæðum og gerðum sendingamistök sem drápu niður augnablikið,“ sagði Hermann aðspurður um það sem hann var svekktur með í 1-1 jafnteflinu gegn Keflavík í dag. „Síðan fengum við dauðafæri snemma í leiknum. Svona atriði taka sjálfstraustið úr þér. Í fyrri hálfleik vorum við alltof hægir og klaufalegir með boltann,“ bætti Hermann við í samtali við Vísi eftir leikinn gegn Keflavík. Eyjaliðið spilaði ekki vel í fyrri hálfleik í leiknum í dag og í raun skrýtið hvað vantaði mikla ákefð inn á völlinn miðað við hvað mikið var undir. „Það var mikið af klaufalegum hlutum þar sem við þurftum að vera með gæði. Við þurftum mörk þannig að þetta var svekkjandi. Þetta kannski endurspeglar tímabilið þessi seinni hálfleikur. Fullt af færum og svo einbeitingarleysi þegar þeir skora mark. Það var klaufagangur í því og algjör óþarfi að fá á sig mark í dag.“ Síðari hálfleikur var betri af hálfu Eyjamanna þó svo að Keflavík hafi skorað strax í upphafi hans. „Það var kraftur í andi í þessu, sláarskot og alls konar í seinni hálfleik. Við höfðum mikla trúa á því að klára þetta í dag, það var bara þannig og andinn var þannig. Það er svekkjandi að hafa ekki fylgt því eftir, sérstaklega fyrstu 45 mínúturnar. Það var alltof mikið af mómentum sem litu vel út en við vorum klaufar.“ „Það er það sem er að bíta okkur“ Hermann hefur verið tíðrætt um góðar frammistöður ÍBV-liðsins í sumar og því lá beinast við að spyrja hann hvort honum fyndist óverðskuldað að liðið væri nú fallið um deild. „Óverðskuldað eða ekki, við erum farnir niður þannig að það kemur niður á eitt hvað mér finnst. Þegar við skoðum „expected points“ og hvað þú ert búinn að skapa þér eitthvað af færum þá erum við langt fyrir ofan þetta. Það er okkur sjálfum að kenna, við höfum ekki farið vel með færin okkar í sumar og að sama skapi leyft að láta refsa okkur með dýrum mörkum. Sérstaklega tveimur hér á móti Fram og Fylki. Það var rándýrt í lokin,“ en ÍBV fékk á sig jöfnunarmörk í leikjum gegn Fram og Fylki á síðustu vikum sem var dýrkeypt því það voru liðin við hlið þeirra í fallbaráttunni. „Það er það í rauninni sem er að bíta okkur. Það er svekkjandi en það hefur ekki verið leikur, að frátöldum Víkingsleiknum, þar sem andstæðingurinn hefur labbað yfir okkur, við verið skotspónn eða markvörðurinn okkar að halda okkur inn í þessu. Það hefur frekar verið markvörður andstæðinganna.“ Eyjamenn hafa verið óheppnir með meiðsli í sumar og í dag byrjuðu til dæmis fyrirliðinn Alex Freyr Hilmarsson og Oliver Heiðarsson á bekknum þar sem þeir voru ekki að fullu klárir í saglinn. „Þetta eru mörg samspilandi atriði. Afsakanir en staðreyndir tala sínu máli. Við höfum verið með mikið laskað lið í sumar, brot og erfið meiðsli hjá lykilmönnum. Við höfum aldrei náð að komast á skrið með úrslitum. Við höfum átt ágætis frammistöður núna en samt verið að púsla inn í það. eins og tímabilið hefur verið. Þetta er búið að vera þungt tímabilið í heildina. Ef maður endurskoðar tímabilið í heildina þá hefur það verið þungt hvað það varðar.“ „Við byrjuðum gegn Val af krafti og svo strax í öðrum leik eru fjórir meiddir og svo í kjölfarið á því þrjú eða fjögur rauð spjöld. Þetta var þungt tímabil í að komast á eitthvað skrið.“ „Við mætum með sterk lið í Lengjudeildina á næsta ári“ Eyjaliðið missti þá Sigurð Arnar Magnússon og Hermann Þór Ragnarsson frá sér í ágúst en fékk tvo erlenda leikmenn inn í staðinn. Hermann segist ekki ósáttur að hafa ekki fengið meiri styrkingu. „Nei nei, í raun ekki. Við höfum alveg verið inni í þessum leikjum og fengum tvo í styrkingu. Bjarki (Björn Gunnarsson) var kominn á flug og svo meiðist hann. Filip (Valencic) var frá allt tíambilið, þetta voru ekki bara þeir sem fóru. Þetta voru fullmargir og lykilleikmenn sem náðu ekki takti í liðinu.“ Hermann er með áframhaldandi samning við Eyjamenn en býst við einhverjum breytingum hjá liðinu. „Það verða einhverjar breytingar. Við skoðum hvernig staðan er og hvernig á að vinna þetta í þessari deild. Það verður alveg á hreinu að við mætum með sterkt lið í Lengjudeildina á næsta ári. Það er alveg öruggt.“ Besta deild karla ÍBV Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
„Kraftleysi í fyrri hálfleik og hvað við vorum „sloppy“ með boltann. Við vorum í risasvæðum og gerðum sendingamistök sem drápu niður augnablikið,“ sagði Hermann aðspurður um það sem hann var svekktur með í 1-1 jafnteflinu gegn Keflavík í dag. „Síðan fengum við dauðafæri snemma í leiknum. Svona atriði taka sjálfstraustið úr þér. Í fyrri hálfleik vorum við alltof hægir og klaufalegir með boltann,“ bætti Hermann við í samtali við Vísi eftir leikinn gegn Keflavík. Eyjaliðið spilaði ekki vel í fyrri hálfleik í leiknum í dag og í raun skrýtið hvað vantaði mikla ákefð inn á völlinn miðað við hvað mikið var undir. „Það var mikið af klaufalegum hlutum þar sem við þurftum að vera með gæði. Við þurftum mörk þannig að þetta var svekkjandi. Þetta kannski endurspeglar tímabilið þessi seinni hálfleikur. Fullt af færum og svo einbeitingarleysi þegar þeir skora mark. Það var klaufagangur í því og algjör óþarfi að fá á sig mark í dag.“ Síðari hálfleikur var betri af hálfu Eyjamanna þó svo að Keflavík hafi skorað strax í upphafi hans. „Það var kraftur í andi í þessu, sláarskot og alls konar í seinni hálfleik. Við höfðum mikla trúa á því að klára þetta í dag, það var bara þannig og andinn var þannig. Það er svekkjandi að hafa ekki fylgt því eftir, sérstaklega fyrstu 45 mínúturnar. Það var alltof mikið af mómentum sem litu vel út en við vorum klaufar.“ „Það er það sem er að bíta okkur“ Hermann hefur verið tíðrætt um góðar frammistöður ÍBV-liðsins í sumar og því lá beinast við að spyrja hann hvort honum fyndist óverðskuldað að liðið væri nú fallið um deild. „Óverðskuldað eða ekki, við erum farnir niður þannig að það kemur niður á eitt hvað mér finnst. Þegar við skoðum „expected points“ og hvað þú ert búinn að skapa þér eitthvað af færum þá erum við langt fyrir ofan þetta. Það er okkur sjálfum að kenna, við höfum ekki farið vel með færin okkar í sumar og að sama skapi leyft að láta refsa okkur með dýrum mörkum. Sérstaklega tveimur hér á móti Fram og Fylki. Það var rándýrt í lokin,“ en ÍBV fékk á sig jöfnunarmörk í leikjum gegn Fram og Fylki á síðustu vikum sem var dýrkeypt því það voru liðin við hlið þeirra í fallbaráttunni. „Það er það í rauninni sem er að bíta okkur. Það er svekkjandi en það hefur ekki verið leikur, að frátöldum Víkingsleiknum, þar sem andstæðingurinn hefur labbað yfir okkur, við verið skotspónn eða markvörðurinn okkar að halda okkur inn í þessu. Það hefur frekar verið markvörður andstæðinganna.“ Eyjamenn hafa verið óheppnir með meiðsli í sumar og í dag byrjuðu til dæmis fyrirliðinn Alex Freyr Hilmarsson og Oliver Heiðarsson á bekknum þar sem þeir voru ekki að fullu klárir í saglinn. „Þetta eru mörg samspilandi atriði. Afsakanir en staðreyndir tala sínu máli. Við höfum verið með mikið laskað lið í sumar, brot og erfið meiðsli hjá lykilmönnum. Við höfum aldrei náð að komast á skrið með úrslitum. Við höfum átt ágætis frammistöður núna en samt verið að púsla inn í það. eins og tímabilið hefur verið. Þetta er búið að vera þungt tímabilið í heildina. Ef maður endurskoðar tímabilið í heildina þá hefur það verið þungt hvað það varðar.“ „Við byrjuðum gegn Val af krafti og svo strax í öðrum leik eru fjórir meiddir og svo í kjölfarið á því þrjú eða fjögur rauð spjöld. Þetta var þungt tímabil í að komast á eitthvað skrið.“ „Við mætum með sterk lið í Lengjudeildina á næsta ári“ Eyjaliðið missti þá Sigurð Arnar Magnússon og Hermann Þór Ragnarsson frá sér í ágúst en fékk tvo erlenda leikmenn inn í staðinn. Hermann segist ekki ósáttur að hafa ekki fengið meiri styrkingu. „Nei nei, í raun ekki. Við höfum alveg verið inni í þessum leikjum og fengum tvo í styrkingu. Bjarki (Björn Gunnarsson) var kominn á flug og svo meiðist hann. Filip (Valencic) var frá allt tíambilið, þetta voru ekki bara þeir sem fóru. Þetta voru fullmargir og lykilleikmenn sem náðu ekki takti í liðinu.“ Hermann er með áframhaldandi samning við Eyjamenn en býst við einhverjum breytingum hjá liðinu. „Það verða einhverjar breytingar. Við skoðum hvernig staðan er og hvernig á að vinna þetta í þessari deild. Það verður alveg á hreinu að við mætum með sterkt lið í Lengjudeildina á næsta ári. Það er alveg öruggt.“
Besta deild karla ÍBV Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira