„Værum í Evrópusæti hefðum við spilað svona í allt sumar“ Andri Már Eggertsson skrifar 7. október 2023 16:29 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Anton Brink Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var í skýjunum með að hafa náð að halda liðinu í Bestu-deildinni. „Við vorum frábærir í dag og við töluðum um það fyrir leik að við yrðum að fá góða frammistöðu. Það var hrikalegur kraftur í okkur og ef við hefðum spilað svona í allt sumar og fengið þennan stuðning þá værum við í Evrópusæti,“ sagði Rúnar Páll afar ánægður með sigurinn og stuðninginn sem liðið fékk. Fylkir spilaði frábærlega í fyrri hálfleik sem skilaði þremur mörkum og síðari hálfleikurinn var aðeins formsatriði. „Við löbbuðum yfir þá og vorum ótrúlega flottir. Við fórum hátt upp á völlinn og leyfðum þeim ekki að spila þessum löngu boltum. Við vorum duglegir og nýttum færin okkar mjög vel.“ „Að spila hvern einasta leik með 8-9 heimamönnum í byrjunarliðinu og líka með 2-4 á bekknum hverju sinni. Við vorum ekki með neina útlendinga og stóðum okkur ótrúlega vel í þessari deild. Við höfum fengið fína frammistöðu í mörgum leikjum og einnig slæma frammistöðu og tapað. „Það er geggjuð tilfinning fyrir mig sem þjálfara og strákana sem lögðu hart að sér. Ég gæti ekki verið ánægðari.“ Rúnar var afar ánægður með hafa náð að halda liðinu uppi þar sem liðið var ekki styrkt með fleiri leikmönnum. „Við vorum gagnrýndir og það var talað um það að við myndum ekki fá meira en tíu stig í deildinni og það var umræðan í byrjun móts. Núna hafa menn fengið smjörþefinn og við fórum upp úr fyrstu deildinni og nánast með sama mannskap náðum við að halda okkur uppi.“ „Reynslan sem strákarnir sem voru að taka sín fyrstu skref var ótrúlega dýrmæt og það eru nánast allir á samningi á næsta ári og við getum byggt ofan á það sem við höfum gert og bætt í.“ Rúnar staðfesti að hann myndi þjálfa liðið á næsta tímabili og hlakkaði mikið til. Fylkir Besta deild karla Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira
„Við vorum frábærir í dag og við töluðum um það fyrir leik að við yrðum að fá góða frammistöðu. Það var hrikalegur kraftur í okkur og ef við hefðum spilað svona í allt sumar og fengið þennan stuðning þá værum við í Evrópusæti,“ sagði Rúnar Páll afar ánægður með sigurinn og stuðninginn sem liðið fékk. Fylkir spilaði frábærlega í fyrri hálfleik sem skilaði þremur mörkum og síðari hálfleikurinn var aðeins formsatriði. „Við löbbuðum yfir þá og vorum ótrúlega flottir. Við fórum hátt upp á völlinn og leyfðum þeim ekki að spila þessum löngu boltum. Við vorum duglegir og nýttum færin okkar mjög vel.“ „Að spila hvern einasta leik með 8-9 heimamönnum í byrjunarliðinu og líka með 2-4 á bekknum hverju sinni. Við vorum ekki með neina útlendinga og stóðum okkur ótrúlega vel í þessari deild. Við höfum fengið fína frammistöðu í mörgum leikjum og einnig slæma frammistöðu og tapað. „Það er geggjuð tilfinning fyrir mig sem þjálfara og strákana sem lögðu hart að sér. Ég gæti ekki verið ánægðari.“ Rúnar var afar ánægður með hafa náð að halda liðinu uppi þar sem liðið var ekki styrkt með fleiri leikmönnum. „Við vorum gagnrýndir og það var talað um það að við myndum ekki fá meira en tíu stig í deildinni og það var umræðan í byrjun móts. Núna hafa menn fengið smjörþefinn og við fórum upp úr fyrstu deildinni og nánast með sama mannskap náðum við að halda okkur uppi.“ „Reynslan sem strákarnir sem voru að taka sín fyrstu skref var ótrúlega dýrmæt og það eru nánast allir á samningi á næsta ári og við getum byggt ofan á það sem við höfum gert og bætt í.“ Rúnar staðfesti að hann myndi þjálfa liðið á næsta tímabili og hlakkaði mikið til.
Fylkir Besta deild karla Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira