Þurfti að læra allt upp á nýtt Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. október 2023 00:06 Svava hlaut mænuskaða fyrir tveimur árum þegar króna úr pálmatré féll á borð hennar og vinkvenna á veitingastað á Tenerife. Hún heimsótti slysstaðinn aftur í ár sem hún segir að hafi verið nauðsynlegt. aðsend Líf Svövu Magnúsdóttur gjörbreyttist eftir slys sem hún varð fyrir í vinkonuferð á Tenerife. Hún hlaut mænuskaða og við tók löng endurhæfing á Grensás. Svava sagði sögu sína í söfnunarþætti fyrir Grensás sem var á dagskrá Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar var safnað fyrir tækjum til endurhæfingar og kom fjöldi listamanna, sérfræðinga og skjólstæðinga fram. Hægt er að styrkja Grensás eða gerast hollvinur deildarinnar hér. Fyrsta skóflustunga að nýrri viðbyggingu við deildinga var tekin í gær. Tók mesta skellinn Slysið umrædda átti sér stað 12. september árið 2021 og var þá greint frá því að þrjár kvennanna hefðu slasast og ein alvarlega, Svava. Sjá einnig: Lentu undir pálmatré á Tenerife Kórónan féll úr töluverðri hæð.aðsend „Við vorum fyrir tveimur árum í vinkonuferð á Tenerife þar sem við sátum á veitingastað, þegar það fellur króna af pálmatréi á borðið okkar þar sem ég tek mesta skellinn,“ segir Svava. „Ég finn strax að ég finn ekki fyrir fótunum. Það brotnuðu níu rifbein og lungun féllu saman vinstra megin. Ég lá í átta daga á sjúkrahúsi úti og er svo flutt heim með sjúkraflugi.“ Svava dvaldi á Landspítala í þrjár vikur.aðsend Eftir þrjár vikur á Landspítala tók við endurhæfing á Grensás. Þurfti að læra á daglegt líf upp á nýtt Svava var spurð út í innri baráttu hennar eftir að hún áttaði sig á gjörbreyttum aðstæðum í lífi hennar. „Við höfum alltaf þetta val. Ég get alveg valið það að fara í djúpan dal eða þakkað fyrir það að vera á lífi. Hafa höfuð og hendur og allt það í lagi. Þannig að mér eru í raun allir vegir færir, fyrir utan það að labba. Annað get ég þokkalega,“ segir Svava. Frá endurhæfingu á Grensás.aðsend Hún segist hafa þurft að læra allt í hennar daglega lífi upp á nýtt. „Maður verður hálfgert fransbrauð. Ég þurfti að læra að sitja, klæða mig og snúa mér í rúminu. Bara það að setjast á rúmstokkinn fyrst var svakalegt átak.“ Hún lýsir því að hafa búið í „heimatilbúinni íbúð“ á Grensás síðasta mánuð hennar á Grensás. „Það var gríðarlega mikilvægt stökk að fá að vera ein en hafa aðgang að öllu því dásamlega fólki sem þar er. Það jók á sjálfstæði mitt að þurfa að passa að hafa allt tilbúið við rúmið fyrir næsta morgun.“ Nauðsynlegt að snúa aftur Svava tók þá ákvörðun að snúa aftur á staðinn á Tenerife þar sem slysið átti sér stað. „Við fórum þangað í lok ágúst. Mér fannst ég bara að verða að fara og fronta þennan stað sem breytti lífi mínu svona mikið. Það var mjög erfitt og ég brynnti fullt af músum, en það var samt einhvern veginn gott-vont. Það var bara nauðsynlegt að klára þetta,“ segir Svava. Svava ber starfsfólki Grensásdeildarinnar söguna vel.aðsend Hún ítrekar mikilvægi þess að byggja stærra húsnæði undir Grensásdeildina. „Það er ekki hægt að láta einstaklinga, sem þurfa á endurhæfingu að halda, að bíða bara langdölvum inni á sjúkrahúsi. Þar sem við dröbbumst niður. Að komast í endurhæfingu á jafn dásamlegan stað og Grensás er, er gríðarlega mikilvægt,“ sagði Svava að lokum. Fyrir þá sem vilja styrkja Grensásdeildina beint er reiknisnúmer deildainnar 0358-13-000749 og kennitala: 670406-1210. Landspítalinn Lentu undir pálmatré á Tenerife Kanaríeyjar Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Svava sagði sögu sína í söfnunarþætti fyrir Grensás sem var á dagskrá Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar var safnað fyrir tækjum til endurhæfingar og kom fjöldi listamanna, sérfræðinga og skjólstæðinga fram. Hægt er að styrkja Grensás eða gerast hollvinur deildarinnar hér. Fyrsta skóflustunga að nýrri viðbyggingu við deildinga var tekin í gær. Tók mesta skellinn Slysið umrædda átti sér stað 12. september árið 2021 og var þá greint frá því að þrjár kvennanna hefðu slasast og ein alvarlega, Svava. Sjá einnig: Lentu undir pálmatré á Tenerife Kórónan féll úr töluverðri hæð.aðsend „Við vorum fyrir tveimur árum í vinkonuferð á Tenerife þar sem við sátum á veitingastað, þegar það fellur króna af pálmatréi á borðið okkar þar sem ég tek mesta skellinn,“ segir Svava. „Ég finn strax að ég finn ekki fyrir fótunum. Það brotnuðu níu rifbein og lungun féllu saman vinstra megin. Ég lá í átta daga á sjúkrahúsi úti og er svo flutt heim með sjúkraflugi.“ Svava dvaldi á Landspítala í þrjár vikur.aðsend Eftir þrjár vikur á Landspítala tók við endurhæfing á Grensás. Þurfti að læra á daglegt líf upp á nýtt Svava var spurð út í innri baráttu hennar eftir að hún áttaði sig á gjörbreyttum aðstæðum í lífi hennar. „Við höfum alltaf þetta val. Ég get alveg valið það að fara í djúpan dal eða þakkað fyrir það að vera á lífi. Hafa höfuð og hendur og allt það í lagi. Þannig að mér eru í raun allir vegir færir, fyrir utan það að labba. Annað get ég þokkalega,“ segir Svava. Frá endurhæfingu á Grensás.aðsend Hún segist hafa þurft að læra allt í hennar daglega lífi upp á nýtt. „Maður verður hálfgert fransbrauð. Ég þurfti að læra að sitja, klæða mig og snúa mér í rúminu. Bara það að setjast á rúmstokkinn fyrst var svakalegt átak.“ Hún lýsir því að hafa búið í „heimatilbúinni íbúð“ á Grensás síðasta mánuð hennar á Grensás. „Það var gríðarlega mikilvægt stökk að fá að vera ein en hafa aðgang að öllu því dásamlega fólki sem þar er. Það jók á sjálfstæði mitt að þurfa að passa að hafa allt tilbúið við rúmið fyrir næsta morgun.“ Nauðsynlegt að snúa aftur Svava tók þá ákvörðun að snúa aftur á staðinn á Tenerife þar sem slysið átti sér stað. „Við fórum þangað í lok ágúst. Mér fannst ég bara að verða að fara og fronta þennan stað sem breytti lífi mínu svona mikið. Það var mjög erfitt og ég brynnti fullt af músum, en það var samt einhvern veginn gott-vont. Það var bara nauðsynlegt að klára þetta,“ segir Svava. Svava ber starfsfólki Grensásdeildarinnar söguna vel.aðsend Hún ítrekar mikilvægi þess að byggja stærra húsnæði undir Grensásdeildina. „Það er ekki hægt að láta einstaklinga, sem þurfa á endurhæfingu að halda, að bíða bara langdölvum inni á sjúkrahúsi. Þar sem við dröbbumst niður. Að komast í endurhæfingu á jafn dásamlegan stað og Grensás er, er gríðarlega mikilvægt,“ sagði Svava að lokum. Fyrir þá sem vilja styrkja Grensásdeildina beint er reiknisnúmer deildainnar 0358-13-000749 og kennitala: 670406-1210.
Landspítalinn Lentu undir pálmatré á Tenerife Kanaríeyjar Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira