Ný tegund netsvika beinist að heimabanka Íslendinga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. október 2023 09:42 Lögreglan biðlar til fólks um að temja sér tortryggni gagnvart hverskyns skilaboðum. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við nýju formi netsvika, svokölluðum smishing árásum. Þar er markmiðið að yfirtaka heimabanka með alvarlegum afleiðingum, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar. Fólk fái skilaboð sem líti út fyrir að vera frá þeirra viðskiptabanka. Í tilkynningunni kemur fram að smishing sé form vefveiða þar sem glæpamenn senda út svikul skilaboð í formi SMS skilaboða. Segir að þetta hafi verið algengt form netárása hér á Íslandi. Oftast sé um að ræða lygar um að pakki sé kominn til móttakanda og tengill á síðu látinn fylgja með þar sem þarf að skrá kortaupplýsingar til að greiða „smá“ gjald. Um sé að ræða algengasta form netsvindls á Íslandi. Skilaboðin séu oftast í nafni þekktra fyrirtækja sem svindlararnir misnota. Geta opnað kreditkort og jafnvel stofnað til skulda Lögregla segir að nú fái fólk skilaboð sem fullyrt er að séu frá bankanum þeirra. Þolendur séu beðnir um að opna tengil og síðan staðfesta skráningu með rafrænum skilríkjum. „Þetta er gert til að komast inn á heimabanka viðkomandi og í raun yfirtaka hann. Það er greinilegt að þessir glæpamenn hafa góða þekkingu á virkni heimabanka og hvernig hægt er að millifæra fé og jafnvel stofna ný greiðslukort og virkja þau stafrænt á símum glæpamannanna.“ Skýringarmynd lögreglunnar af svindlinu. Fólk temji sér tortryggni Lögregla segir að þegar glæpamenn hafi náð stjórn á heimabankanum þá geti þeir gert ansi mikinn usla. Þeir geti stolið umtalsverðum upphæðum og jafnvel stofnað til skulda. Lögregla segir að fólk sem ekki tali íslensku að móðurmáli virðist vera viðkvæmara fyrir þessari tegund svindls. Nú sé verið að gera varnir tryggari gegn þessu nýja svindli. „En vandinn er að hluta til sá að brotaþolar eru sviknir til að staðfesta aðgerðir með rafrænni auðkenningu og hleypa þannig glæpamönnunum inn á heimabankann sinn eins og þau væru að fara inn sjálf.“ Lögregla beinir því til fólks að skoða gaumgæfilega öll skilaboð sem miða að bankaviðskiptum og greiðslum og temja sér tortryggni gagnvart þeim. Fólk skuli ekki treysta vörumerkjum fyrirtækja því þau sé mjög auðvelt að falsa í svikaskilaboðum. Lögreglumál Netglæpir Íslenskir bankar Fjarskipti Netöryggi Tækni Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira
Í tilkynningunni kemur fram að smishing sé form vefveiða þar sem glæpamenn senda út svikul skilaboð í formi SMS skilaboða. Segir að þetta hafi verið algengt form netárása hér á Íslandi. Oftast sé um að ræða lygar um að pakki sé kominn til móttakanda og tengill á síðu látinn fylgja með þar sem þarf að skrá kortaupplýsingar til að greiða „smá“ gjald. Um sé að ræða algengasta form netsvindls á Íslandi. Skilaboðin séu oftast í nafni þekktra fyrirtækja sem svindlararnir misnota. Geta opnað kreditkort og jafnvel stofnað til skulda Lögregla segir að nú fái fólk skilaboð sem fullyrt er að séu frá bankanum þeirra. Þolendur séu beðnir um að opna tengil og síðan staðfesta skráningu með rafrænum skilríkjum. „Þetta er gert til að komast inn á heimabanka viðkomandi og í raun yfirtaka hann. Það er greinilegt að þessir glæpamenn hafa góða þekkingu á virkni heimabanka og hvernig hægt er að millifæra fé og jafnvel stofna ný greiðslukort og virkja þau stafrænt á símum glæpamannanna.“ Skýringarmynd lögreglunnar af svindlinu. Fólk temji sér tortryggni Lögregla segir að þegar glæpamenn hafi náð stjórn á heimabankanum þá geti þeir gert ansi mikinn usla. Þeir geti stolið umtalsverðum upphæðum og jafnvel stofnað til skulda. Lögregla segir að fólk sem ekki tali íslensku að móðurmáli virðist vera viðkvæmara fyrir þessari tegund svindls. Nú sé verið að gera varnir tryggari gegn þessu nýja svindli. „En vandinn er að hluta til sá að brotaþolar eru sviknir til að staðfesta aðgerðir með rafrænni auðkenningu og hleypa þannig glæpamönnunum inn á heimabankann sinn eins og þau væru að fara inn sjálf.“ Lögregla beinir því til fólks að skoða gaumgæfilega öll skilaboð sem miða að bankaviðskiptum og greiðslum og temja sér tortryggni gagnvart þeim. Fólk skuli ekki treysta vörumerkjum fyrirtækja því þau sé mjög auðvelt að falsa í svikaskilaboðum.
Lögreglumál Netglæpir Íslenskir bankar Fjarskipti Netöryggi Tækni Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira