Björk og Rosalia berjast gegn sjókvíaeldi með lagi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. október 2023 15:27 Björk og Rosalia hafa sameinað krafta sína og hyggjast gefa út lag í október. Ágóði af sölu lagsins mun renna til baráttunnar gegn sjókvíaeldi. Getty/EPA Björk vill ásamt spænsku söngkonunni Rosaliu leggja baráttunni gegn sjókvíaeldi á Íslandi lið. Þær hafa tilkynnt útgáfu lags í október og hvetja alla Íslendinga til að mæta á mótmæli gegn fiskeldi á Austurvelli á laugardag. Þar mun Bubbi stíga á svið. „Mig langar að gefa lag sem ég og Rosalia sungum saman. Ágóðinn mun renna til baráttunnar gegn sjókvíaeldi á Íslandi. Lagið kemur út í október,“ segir í tilkynningu frá Björk. Hún hefur jafnframt birt stúf úr laginu á Instagram. Rosalia er heimsfræg spænsk söngkona sem skaust upp á stjörnuhimininn árið 2018. Hún hefur verið ein stærsta stjarna latíntónlistar undanfarin ár. Eins og Vísir hefur greint frá hefur verið boðað til mótmæla gegn sjókvíaeldi á laugardaginn næstkomandi, þann 7. október. Sjö samtök standa að mótmælunum og segja einfaldlega að það sé nú eða aldrei fyrir villta laxinn. Síðasti villti lax norðursins muni deyja út ef ekkert er gert „Ísland hefur stærsta ósnerta svæði Evrópu. Hér á sumrin hafa kindur verið frjálsar í fjöllunum, fuglar flogið yfir þeim og fiskar synt óheft í ám, vötnum og fjörðum,“ segir Björk. „Þannig að þegar íslenskir og norskir viðskiptamenn fóru að setja upp sjókvíaeldi í meirihlutann af fjörðunum okkar var það rosalegt áfall fyrir þjóðina og hefur orðið að máli málanna í sumar, við skiljum ekki hvernig þeir komust upp með að gera þetta í heilan áratug án neins regluverks eða lagaramma.“ Björk segir þetta hafa haft hryllileg áhrif á allt lífríkið í kring. Hún segir fiskinn í kvíunum þjást við hræðilegar aðstæður, helmingur þeirra sé vanskapaður eða heyrnalaus. „Þeir hafa byrjað að breyta erfðaefni okkar eigins lax og ef við bregðumst ekki við strax mun síðasti villti lax norðursins deyja út,“ segir Björk. „Það er enn þá tími til að snúa þessari þróun við! Við skorum á þessi fyrirtæki að draga sig til baka! Við viljum hjálpa til með að setja ný lög og reglur inn í íslenskt lagaumhverfi sem verndar náttúruna!“ Björk segir meirihluta þjóðarinnar fylgjandi þessu. Mótmælin á Austurvölli snúist um að umbreyta vilja fólksins í lög. View this post on Instagram A post shared by Bjo rk (@bjork) Í fyrri útgáfu fréttarinnar gaf fyrirsögnin í skyn að Björk og Rosalia yrðu á Austurvelli á mótmælunum. Það er ekki svo. Fiskeldi Reykjavík Sjókvíaeldi Björk Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
„Mig langar að gefa lag sem ég og Rosalia sungum saman. Ágóðinn mun renna til baráttunnar gegn sjókvíaeldi á Íslandi. Lagið kemur út í október,“ segir í tilkynningu frá Björk. Hún hefur jafnframt birt stúf úr laginu á Instagram. Rosalia er heimsfræg spænsk söngkona sem skaust upp á stjörnuhimininn árið 2018. Hún hefur verið ein stærsta stjarna latíntónlistar undanfarin ár. Eins og Vísir hefur greint frá hefur verið boðað til mótmæla gegn sjókvíaeldi á laugardaginn næstkomandi, þann 7. október. Sjö samtök standa að mótmælunum og segja einfaldlega að það sé nú eða aldrei fyrir villta laxinn. Síðasti villti lax norðursins muni deyja út ef ekkert er gert „Ísland hefur stærsta ósnerta svæði Evrópu. Hér á sumrin hafa kindur verið frjálsar í fjöllunum, fuglar flogið yfir þeim og fiskar synt óheft í ám, vötnum og fjörðum,“ segir Björk. „Þannig að þegar íslenskir og norskir viðskiptamenn fóru að setja upp sjókvíaeldi í meirihlutann af fjörðunum okkar var það rosalegt áfall fyrir þjóðina og hefur orðið að máli málanna í sumar, við skiljum ekki hvernig þeir komust upp með að gera þetta í heilan áratug án neins regluverks eða lagaramma.“ Björk segir þetta hafa haft hryllileg áhrif á allt lífríkið í kring. Hún segir fiskinn í kvíunum þjást við hræðilegar aðstæður, helmingur þeirra sé vanskapaður eða heyrnalaus. „Þeir hafa byrjað að breyta erfðaefni okkar eigins lax og ef við bregðumst ekki við strax mun síðasti villti lax norðursins deyja út,“ segir Björk. „Það er enn þá tími til að snúa þessari þróun við! Við skorum á þessi fyrirtæki að draga sig til baka! Við viljum hjálpa til með að setja ný lög og reglur inn í íslenskt lagaumhverfi sem verndar náttúruna!“ Björk segir meirihluta þjóðarinnar fylgjandi þessu. Mótmælin á Austurvölli snúist um að umbreyta vilja fólksins í lög. View this post on Instagram A post shared by Bjo rk (@bjork) Í fyrri útgáfu fréttarinnar gaf fyrirsögnin í skyn að Björk og Rosalia yrðu á Austurvelli á mótmælunum. Það er ekki svo.
Fiskeldi Reykjavík Sjókvíaeldi Björk Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira