Hafa lifað skemur en jafnaldrar þeirra Jón Þór Stefánsson skrifar 5. október 2023 14:59 Formaður nefndar sem kannaði Vöggustofuna Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins segir hafið yfir vafa að dvölin þar hafi haft áhrif á fólk. Vísir/Vilhelm Einstaklingar sem voru sem börn á Vöggustofunni Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins hafa lifað skemur en jafnaldrar þeirra. Þá voru þeir einnig líklegri til að fara á örorku. Þetta var á meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur dag þar sem nefnd sem hefur kynnt sér vöggustofunnar greindi frá niðurstöðu skýrslu sinnar. Kjartan Björgvinsson, formaður nefndarinnar sagði hafið yfir vafa að vera á vöggustofunum hafði umtalsverð áhrif á líf þeirra sem dvöldu þar. Samkvæmt gögnum frá því í mars á þessu ári eru 13,6 prósent þeirra sem dvöldu einn mánuð eða lengur á vöggustofunum látist. Til samanburðar var dánartíðni einungis 8,4 prósent þegar allir Íslendingar fæddir 1949 til 1973 voru skoðaðir. Hægt er að lesa skýrslu nefndarinnar hér. Af þeim 793 börnum sem dvöldu á vöggustofum í einn mánuð eða lengur eru 272 skráð öryrkjar eða 34,3 prósent. Það er mun hærra hlutfall en meðal jafnaldra þeirra þar sem hlutfall örorku er 22,4 prósent. Þar að auki eru fyrrum vöggustofubörn einnig mun líklegri til að hafa orðið öryrkjar fyrir 48 ára aldur, 17 prósent samanborið við 8,6 prósent jafnaldra þeirra. Börnin alist upp í fábreyttu umhverfi Urður Njarðvík, prófessor í barnasálfræði, fjallaði um aðstæður barna á vöggustofunum. Þarna hafi börn á fyrsta ári verið, upp í börn á fjórða ári. Hún útskýrði að á þeim tíma séu börn mjög næm. Umhverfið á vöggustofunum gat því haft mikil áhrif á þau. Þar að auki voru mörg börn vistuð þarna í marga mánuði, jafnvel nokkur ár. Skýrsla nefndarinnar hefur verið gerð aðgengileg og niðurstöður hennar kynntarHelena Rós Urður segir að umhverfið á vöggustofunum hafi verið fábreytt, það hafi einkennst af hvítum stofum og þá hafi starfsfólk yfirleitt verið í hvítum klæðum. Þá hafi verið lítið um leikföng fyrir börnin og þau fengið litla útiveru. Að mati Urðar hefur slíkt haft mikil áhrif á þroska barnanna. Heimsóknir til barnanna hafi einungis verið í gegnum gler. Í erindi sínu sagði Urður að slíkt geti orsakað tengslarof. Einnig nefndi hún að börnin hafi fengið maukaðan mat og þau mötuð óháð aldri. Það geti einnig haft áhrif á þroska þeirra. Ellý Þorsteinsdóttir, félagsráðgjafi, fjallaði um ástæðu þess að börn hafi verið vistuð á vöggustofunum. Ýmsar ástæður hafi verið fyrir vistun þeirra, en í mörgum tilfellum hafi ástæðan ekki verið skráð. Því óljóst um ástæðu veru margra barnanna á vöggustofunum. Meðlimir nefndarinnar ásamt borgarstjóra: Ellý Þorsteinsdóttir, Kjartan Björgvinsson, Urður Njarðvík, og Dagur B. EggertssonHelena Rós Leggja til að fólkið fái bætur Nefndin lagði til hugmyndir um viðbrögð stjórnvalda við þessum niðurstöðum. Á meðal hugmynda sem þau minntust á voru bótagreiðslur til þeirra sem dvöldu á vöggustofunum, og þá minntust þau einnig á geðheilbrigðis- og sálfræðiaðstoð til þessara einstaklinganna. Á fundinum var ekki rætt frekar um útfærslu þessara mögulegu aðgerða. Börn og uppeldi Reykjavík Vöggustofur í Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur dag þar sem nefnd sem hefur kynnt sér vöggustofunnar greindi frá niðurstöðu skýrslu sinnar. Kjartan Björgvinsson, formaður nefndarinnar sagði hafið yfir vafa að vera á vöggustofunum hafði umtalsverð áhrif á líf þeirra sem dvöldu þar. Samkvæmt gögnum frá því í mars á þessu ári eru 13,6 prósent þeirra sem dvöldu einn mánuð eða lengur á vöggustofunum látist. Til samanburðar var dánartíðni einungis 8,4 prósent þegar allir Íslendingar fæddir 1949 til 1973 voru skoðaðir. Hægt er að lesa skýrslu nefndarinnar hér. Af þeim 793 börnum sem dvöldu á vöggustofum í einn mánuð eða lengur eru 272 skráð öryrkjar eða 34,3 prósent. Það er mun hærra hlutfall en meðal jafnaldra þeirra þar sem hlutfall örorku er 22,4 prósent. Þar að auki eru fyrrum vöggustofubörn einnig mun líklegri til að hafa orðið öryrkjar fyrir 48 ára aldur, 17 prósent samanborið við 8,6 prósent jafnaldra þeirra. Börnin alist upp í fábreyttu umhverfi Urður Njarðvík, prófessor í barnasálfræði, fjallaði um aðstæður barna á vöggustofunum. Þarna hafi börn á fyrsta ári verið, upp í börn á fjórða ári. Hún útskýrði að á þeim tíma séu börn mjög næm. Umhverfið á vöggustofunum gat því haft mikil áhrif á þau. Þar að auki voru mörg börn vistuð þarna í marga mánuði, jafnvel nokkur ár. Skýrsla nefndarinnar hefur verið gerð aðgengileg og niðurstöður hennar kynntarHelena Rós Urður segir að umhverfið á vöggustofunum hafi verið fábreytt, það hafi einkennst af hvítum stofum og þá hafi starfsfólk yfirleitt verið í hvítum klæðum. Þá hafi verið lítið um leikföng fyrir börnin og þau fengið litla útiveru. Að mati Urðar hefur slíkt haft mikil áhrif á þroska barnanna. Heimsóknir til barnanna hafi einungis verið í gegnum gler. Í erindi sínu sagði Urður að slíkt geti orsakað tengslarof. Einnig nefndi hún að börnin hafi fengið maukaðan mat og þau mötuð óháð aldri. Það geti einnig haft áhrif á þroska þeirra. Ellý Þorsteinsdóttir, félagsráðgjafi, fjallaði um ástæðu þess að börn hafi verið vistuð á vöggustofunum. Ýmsar ástæður hafi verið fyrir vistun þeirra, en í mörgum tilfellum hafi ástæðan ekki verið skráð. Því óljóst um ástæðu veru margra barnanna á vöggustofunum. Meðlimir nefndarinnar ásamt borgarstjóra: Ellý Þorsteinsdóttir, Kjartan Björgvinsson, Urður Njarðvík, og Dagur B. EggertssonHelena Rós Leggja til að fólkið fái bætur Nefndin lagði til hugmyndir um viðbrögð stjórnvalda við þessum niðurstöðum. Á meðal hugmynda sem þau minntust á voru bótagreiðslur til þeirra sem dvöldu á vöggustofunum, og þá minntust þau einnig á geðheilbrigðis- og sálfræðiaðstoð til þessara einstaklinganna. Á fundinum var ekki rætt frekar um útfærslu þessara mögulegu aðgerða.
Börn og uppeldi Reykjavík Vöggustofur í Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira