Lítið fjármagn til eftirlits: Fólk tilkynni ólögmæta notkun efna til lögreglu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. október 2023 23:30 Forstjóri Lyfjastofnunar hvetur fólk til að tilkynna stofnuninni ef fylliefni valda fólki vandræðum. arnar halldórsson Forstjóri Lyfjastofnunar hvetur fólk til að tilkynna stofnuninni ef fylliefni valda vandræðum. Litlu fjármagni sé varið í eftirlit með efnunum. Fyrir helgi greindum við frá því að heilbrigðisráðherra ætli að setja reglur um notkun fylliefna en í Kompás sem sýndur var fyrir viku var fjallað um hætturnar sem geta falist í því að hér á landi gilda engar reglur um hverjir mega sprauta fylliefni í varir eða andlit annarra. Landlæknir hefur ekki eftirlit með þeim ófaglærðu sem sprauta efnunum og hafa læknar sagt markaðinn stjórnlausan. Lyfjastofnun hefur þó eftirlit með lækningatækjum og segir forstjórinn fylliefni flokkast sem slík. Stofnunin getur því upp að vissu marki haft eftirlit með efnunum sjálfum þó að hver sem er megi sprauta þeim í aðra. „Við hvetjum fólk til að tilkynna til okkar ef fylliefni valda þeim vandræðum. Þau eru lækningatæki og þá er hægt að tilkynna þau sem atvik til okkar,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Í Kompás var greint frá því að lyf sem notað er til að leysa upp fylliefni sé ólöglega í umferð á stofum þar sem ekki er starfandi læknir þrátt fyrir að mjög strangar reglur gildi um að læknar megi einir nota það. Þá eru einnig dæmi um að boðið sé ólöglega upp á bótox. „Við höfum svo sem ekki fengið tilkynningar til okkar um þetta. Ef fólk er að flytja inn lyf með ólöglegum hætti og nota á þriðja aðila þá á að tilkynna það til lögreglu. Og ef það verður þess áskynja að verið sé að nota lyfseðilsskyld lyf að tilkynna til okkar ef þeir lenda í einhverjum vanda með það því þá er það í sjálfu sér aukaverkanir af lyfinu ef það koma fram einhverjar verkanir sem eiga ekki að vera.“ Aðspurð hvort starfsmenn Lyfjastofnunar þurfi auknar heimildir til að geta sinnt eftirlitsskyldu stofnunarinnar betur segir hún frekar þörf á auknu fjármagni. „Það er ekki mikið fjármagn í því að fara í eftirlit með lækningatækjum. Þetta er rosalega stór og víðtækur markaður, alveg frá fylliefnum í stór lækningatæki þannig þetta er mjög stór og víðfemur markaður.“ Kompás Heilbrigðismál Lýtalækningar Tengdar fréttir Ætlar að setja reglur um notkun fylliefna með hraði Heilbrigðisráðherra ætlar að setja reglur um notkun fylliefna á Íslandi. Hann segir að málið verði að vinna hratt og vonast til að á þessu ári verði notkun fylliefna háð skýrum takmörkunum. 28. september 2023 17:33 Býður upp á bótox án nokkurrar læknismenntunar Meðferðaraðili í Reykjavík býður upp á bótox þrátt fyrir að vera ekki með læknismenntun. Snyrtifræðingur segist ítrekað hafa tilkynnt stofuna, en að ekkert sé aðhafst. 28. september 2023 12:08 Fylliefni hættuleg í röngum höndum og ástandið óásættanlegt Ástandið á fylliefnamarkaðnum er óásættanlegt og frelsið allt of mikið að sögn yfirlæknis hjá Embætti landlæknis. Fylliefni geti verið hættuleg í röngum höndum. 27. september 2023 19:30 Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. 26. september 2023 20:15 Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Fyrir helgi greindum við frá því að heilbrigðisráðherra ætli að setja reglur um notkun fylliefna en í Kompás sem sýndur var fyrir viku var fjallað um hætturnar sem geta falist í því að hér á landi gilda engar reglur um hverjir mega sprauta fylliefni í varir eða andlit annarra. Landlæknir hefur ekki eftirlit með þeim ófaglærðu sem sprauta efnunum og hafa læknar sagt markaðinn stjórnlausan. Lyfjastofnun hefur þó eftirlit með lækningatækjum og segir forstjórinn fylliefni flokkast sem slík. Stofnunin getur því upp að vissu marki haft eftirlit með efnunum sjálfum þó að hver sem er megi sprauta þeim í aðra. „Við hvetjum fólk til að tilkynna til okkar ef fylliefni valda þeim vandræðum. Þau eru lækningatæki og þá er hægt að tilkynna þau sem atvik til okkar,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Í Kompás var greint frá því að lyf sem notað er til að leysa upp fylliefni sé ólöglega í umferð á stofum þar sem ekki er starfandi læknir þrátt fyrir að mjög strangar reglur gildi um að læknar megi einir nota það. Þá eru einnig dæmi um að boðið sé ólöglega upp á bótox. „Við höfum svo sem ekki fengið tilkynningar til okkar um þetta. Ef fólk er að flytja inn lyf með ólöglegum hætti og nota á þriðja aðila þá á að tilkynna það til lögreglu. Og ef það verður þess áskynja að verið sé að nota lyfseðilsskyld lyf að tilkynna til okkar ef þeir lenda í einhverjum vanda með það því þá er það í sjálfu sér aukaverkanir af lyfinu ef það koma fram einhverjar verkanir sem eiga ekki að vera.“ Aðspurð hvort starfsmenn Lyfjastofnunar þurfi auknar heimildir til að geta sinnt eftirlitsskyldu stofnunarinnar betur segir hún frekar þörf á auknu fjármagni. „Það er ekki mikið fjármagn í því að fara í eftirlit með lækningatækjum. Þetta er rosalega stór og víðtækur markaður, alveg frá fylliefnum í stór lækningatæki þannig þetta er mjög stór og víðfemur markaður.“
Kompás Heilbrigðismál Lýtalækningar Tengdar fréttir Ætlar að setja reglur um notkun fylliefna með hraði Heilbrigðisráðherra ætlar að setja reglur um notkun fylliefna á Íslandi. Hann segir að málið verði að vinna hratt og vonast til að á þessu ári verði notkun fylliefna háð skýrum takmörkunum. 28. september 2023 17:33 Býður upp á bótox án nokkurrar læknismenntunar Meðferðaraðili í Reykjavík býður upp á bótox þrátt fyrir að vera ekki með læknismenntun. Snyrtifræðingur segist ítrekað hafa tilkynnt stofuna, en að ekkert sé aðhafst. 28. september 2023 12:08 Fylliefni hættuleg í röngum höndum og ástandið óásættanlegt Ástandið á fylliefnamarkaðnum er óásættanlegt og frelsið allt of mikið að sögn yfirlæknis hjá Embætti landlæknis. Fylliefni geti verið hættuleg í röngum höndum. 27. september 2023 19:30 Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. 26. september 2023 20:15 Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Ætlar að setja reglur um notkun fylliefna með hraði Heilbrigðisráðherra ætlar að setja reglur um notkun fylliefna á Íslandi. Hann segir að málið verði að vinna hratt og vonast til að á þessu ári verði notkun fylliefna háð skýrum takmörkunum. 28. september 2023 17:33
Býður upp á bótox án nokkurrar læknismenntunar Meðferðaraðili í Reykjavík býður upp á bótox þrátt fyrir að vera ekki með læknismenntun. Snyrtifræðingur segist ítrekað hafa tilkynnt stofuna, en að ekkert sé aðhafst. 28. september 2023 12:08
Fylliefni hættuleg í röngum höndum og ástandið óásættanlegt Ástandið á fylliefnamarkaðnum er óásættanlegt og frelsið allt of mikið að sögn yfirlæknis hjá Embætti landlæknis. Fylliefni geti verið hættuleg í röngum höndum. 27. september 2023 19:30
Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. 26. september 2023 20:15
Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00