Lífi fatlaðs fólks slegið á frest Rúnar Björn Herrera Þorkelsson og Silja Steinunnardóttir skrifa 5. október 2023 07:00 Þegar NPA var lögfest fyrir fimm árum, árið 2018, ríkti almenn gleði meðal fatlaðs fólks. Réttur fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs til jafns við aðra var nú bundinn í lög og áætlanir uppi um að fjölga NPA samningum um hátt í 100 samninga til ársins 2022. Nú kæmist loksins skriður á málin! Fjölgun samninga staðið í stað Fyrsta árið eftir lögfestinguna kom vissulega svolítill kippur í fjölgun NPA samninga en árin þar á eftir stóð fjöldi samninga í raun í stað. Í lok síðsta árs voru NPA samningar 89 talsins í stað þeirra 172 sem kveðið hafði verið á um í lögum. Í desember í fyrra voru svo sett ný lög þar sem lofað var allt að 50 nýjum samningum í ár og að fjöldi NPA samninga skyldi vera orðinn allt að 172 í lok næsta árs, 2024. Hingað til hafa hins vegar eingöngu borist óstaðfestar fréttir af 20 nýjum NPA samningum á þessu ári en ekki 50 eins og lofað var. Fatlað fólk upplifir sig nánast í stofufangelsi Á meðan NPA samningum fjölgar lítið sem ekkert, bíður fatlað fólk. Það bíður og er tilneytt til að slá svo mörgu í sínu lífi á frest og upplifir nánast að það búi í stofufangelsi á meðan. Það bíður eftir því að fá samþykki fyrir NPA eða eftir því að fá sinn NPA samning gerðan virkan. Það bíður eftir því að geta ráðið sjálft yfir sínu lífi í stað þess að lúta klukku og hentisemi annarrar þjónustu á vegum sveitarfélaganna. Það bíður með að stunda vinnu og fara í nám. Það sleppir því að fara út að leika með börnunum sínum. Það sleppir því að fara út á meðal fólks, því hver á að aðstoða það ef það þarf að fara á salernið? Það bíður iðulega í mörg ár eftir því að fá NPA. Það bíður og á meðan rennur lífið hjá. Aukin þátttaka í samfélaginu og bætt líðan með NPA Samkvæmt rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands frá 2016 kom m.a. eftirfarandi í ljós: NPA notendur voru margfalt líklegri til að stunda vinnu heldur en fatlað fólk í samanburðarhópi. NPA notendur voru ríflega tvisvar sinnum líklegri til að stunda nám en fatlað fólk í samanburðarhópi. NPA notendur voru tæplega þrisvar sinnum líklegri til að búa í húsnæði á eigin vegum og einungis 9% NPA notenda bjuggu í félagslegu húsnæði á móti 44% fatlaðs fólks í samanburðarhópnum. Þá eru ekki talin áhrif NPA á líðan og lífsfyllingu fatlaðs fólks. NPA notendur lögðust mun sjaldnar inn á spítala eða leituðu til bráðamóttökunnar heldur en fólk í samanburðarhópnum. NPA notendur sögðust mun sjaldnar vera leiðir heldur en fatlað fólk í samanburðarhópi og engir þeirra sögðust alltaf vera leiðir. NPA notendur urðu sjaldnar fyrir ofbeldi og var t.d. sjaldnar öskrað á þá heldur en fatlað fólk í samanburðarhópnum. NPA notendur voru miklu líklegri til að telja sig hafa stjórn á eigin lífi og því hvað þeir gera og hvenær, heldur en fatlað fólk í samanburðarhópnum. Loks ber að nefna jákvæð áhrif NPA á líf aðstandenda fatlaðs fólks með NPA. Almennt voru aðstandendur NPA notenda líklegri en aðstandendur í samanburðarhópi, til að telja að NPA styddi við fjölskyldulíf, að NPA auðveldaði notandanum að lifa sjálfstæðu lífi, að ólíklegra væri að þeir hefðu áhyggjur af þjónustu við NPA notandann og áfram mætti telja. Tryggjum sjálfsögð mannréttindi! Stjórnvöldum ber að fylgja lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og fara eftir samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Við sem samfélag hljótum að vilja tryggja fólki sjálfsögð mannréttindi og byggja inngilt samfélag þar sem öll eru þátttakendur! Bíðum ekki lengur. Fjölgið NPA samningum í takt við lög. Réttindum frestað er réttindum neitað! Rúnar Björn Herrera Þorkelsson er formaður NPA miðstöðvarinnar og Silja Steinunnardóttir samskiptastýra miðstöðvarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Þegar NPA var lögfest fyrir fimm árum, árið 2018, ríkti almenn gleði meðal fatlaðs fólks. Réttur fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs til jafns við aðra var nú bundinn í lög og áætlanir uppi um að fjölga NPA samningum um hátt í 100 samninga til ársins 2022. Nú kæmist loksins skriður á málin! Fjölgun samninga staðið í stað Fyrsta árið eftir lögfestinguna kom vissulega svolítill kippur í fjölgun NPA samninga en árin þar á eftir stóð fjöldi samninga í raun í stað. Í lok síðsta árs voru NPA samningar 89 talsins í stað þeirra 172 sem kveðið hafði verið á um í lögum. Í desember í fyrra voru svo sett ný lög þar sem lofað var allt að 50 nýjum samningum í ár og að fjöldi NPA samninga skyldi vera orðinn allt að 172 í lok næsta árs, 2024. Hingað til hafa hins vegar eingöngu borist óstaðfestar fréttir af 20 nýjum NPA samningum á þessu ári en ekki 50 eins og lofað var. Fatlað fólk upplifir sig nánast í stofufangelsi Á meðan NPA samningum fjölgar lítið sem ekkert, bíður fatlað fólk. Það bíður og er tilneytt til að slá svo mörgu í sínu lífi á frest og upplifir nánast að það búi í stofufangelsi á meðan. Það bíður eftir því að fá samþykki fyrir NPA eða eftir því að fá sinn NPA samning gerðan virkan. Það bíður eftir því að geta ráðið sjálft yfir sínu lífi í stað þess að lúta klukku og hentisemi annarrar þjónustu á vegum sveitarfélaganna. Það bíður með að stunda vinnu og fara í nám. Það sleppir því að fara út að leika með börnunum sínum. Það sleppir því að fara út á meðal fólks, því hver á að aðstoða það ef það þarf að fara á salernið? Það bíður iðulega í mörg ár eftir því að fá NPA. Það bíður og á meðan rennur lífið hjá. Aukin þátttaka í samfélaginu og bætt líðan með NPA Samkvæmt rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands frá 2016 kom m.a. eftirfarandi í ljós: NPA notendur voru margfalt líklegri til að stunda vinnu heldur en fatlað fólk í samanburðarhópi. NPA notendur voru ríflega tvisvar sinnum líklegri til að stunda nám en fatlað fólk í samanburðarhópi. NPA notendur voru tæplega þrisvar sinnum líklegri til að búa í húsnæði á eigin vegum og einungis 9% NPA notenda bjuggu í félagslegu húsnæði á móti 44% fatlaðs fólks í samanburðarhópnum. Þá eru ekki talin áhrif NPA á líðan og lífsfyllingu fatlaðs fólks. NPA notendur lögðust mun sjaldnar inn á spítala eða leituðu til bráðamóttökunnar heldur en fólk í samanburðarhópnum. NPA notendur sögðust mun sjaldnar vera leiðir heldur en fatlað fólk í samanburðarhópi og engir þeirra sögðust alltaf vera leiðir. NPA notendur urðu sjaldnar fyrir ofbeldi og var t.d. sjaldnar öskrað á þá heldur en fatlað fólk í samanburðarhópnum. NPA notendur voru miklu líklegri til að telja sig hafa stjórn á eigin lífi og því hvað þeir gera og hvenær, heldur en fatlað fólk í samanburðarhópnum. Loks ber að nefna jákvæð áhrif NPA á líf aðstandenda fatlaðs fólks með NPA. Almennt voru aðstandendur NPA notenda líklegri en aðstandendur í samanburðarhópi, til að telja að NPA styddi við fjölskyldulíf, að NPA auðveldaði notandanum að lifa sjálfstæðu lífi, að ólíklegra væri að þeir hefðu áhyggjur af þjónustu við NPA notandann og áfram mætti telja. Tryggjum sjálfsögð mannréttindi! Stjórnvöldum ber að fylgja lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og fara eftir samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Við sem samfélag hljótum að vilja tryggja fólki sjálfsögð mannréttindi og byggja inngilt samfélag þar sem öll eru þátttakendur! Bíðum ekki lengur. Fjölgið NPA samningum í takt við lög. Réttindum frestað er réttindum neitað! Rúnar Björn Herrera Þorkelsson er formaður NPA miðstöðvarinnar og Silja Steinunnardóttir samskiptastýra miðstöðvarinnar.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun