Þegar tilgangurinn helgar meðalið Högni Elfar Gylfason skrifar 4. október 2023 10:01 Fyrir skemmstu birtist á vef Matvælaráðuneytisins tilkynning um að ákveðið hafi verið að láta undan kröfum eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og fella úr gildi reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum nr. 900/2022 og fella þess í stað starfssemina undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Við lestur ofangreindra reglugerða kemur í ljós að ekki verður séð að reglugerð nr. 460/2017 sem Matvælaráðherra hyggst taka upp vegna blóðtöku úr hryssum eigi á við um þá starfssemi. Enda er innflutta reglugerðin samin til að vernda dýr á tilraunastofum, s.s. mýs, rottur, apaketti og önnur sem eru svo óheppin að maðurinn telji rétt að nota þau til slíks. Tilgangur reglugerðarinnar innfluttu er sagður vera að stuðla að takmörkun á notkun dýra í vísinda- og menntunarskyni ásamt því að stuðla að velferð og virðingu fyrir dýr sem notuð eru í slíkum tilgangi. Tilgangurinn er góður og ber vott um eðlilegt og gott siðferði þeirra sem að standa. Sú siðferðiskennd verður þó rangstæð þegar reynt er að koma í veg fyrir eina grein landbúnaðarstarfssemi með rangtúlkunum og því að höfða til tilfinningasemi almennings sem ekki þekkir til greinarinnar að öðru leyti en úr upphrópunum erlendra félagasamtaka og innlendra fjölmiðla þar sem hlutir eru gjarnan teknir úr samhengi. Á Íslandi eru tugir fjölskyldubúa í sveitum landsins sem hafa stundað blóðtöku úr hryssum um árabil. Starfssemin styður þannig við búsetu í sveitum og innkomu bænda sem hana stunda. Ef matælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, lætur verða af hótun sinni um er hún í reynd að koma í veg fyrir að hægt sé að stunda þessa atvinnugrein. Það gerir hún með “tæknilegu rothöggi” þar sem ógerlegt er að uppfylla ýmsar kröfur sem þar eru settar eru fram, enda þær ekki ætlaðar starfssemi sem þessari. Úr reglugerð nr. 460/2017 sem matvælaráðherra hyggst taka upp: 2. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um dýr í eftirfarandi tilvikum: a. þegar þau eru notuð eða æ tlunin að nota þ au í tilraunum, eða b. þegar þau eru r æ ktuð s é rstaklega til þess að nota megi lí ff æ ri þeirra eða vefi í vísindaskyni. Reglugerðin gildir ekki um eftirfarandi: a. starfsvenjur í landbúnaði eða lagareldi sem ekki eru á tilraunastigi, b. klíní skar a ðferðir í dýral æ kningum sem ekki eru á tilraunastigi, c. klíní skar pr ó fanir á dýralyfjum þegar þess er krafist vegna ú tg á fu e ða viðhalds markaðsleyfa, d. aðferðir sem tengjast við urkenndu d ýrahaldi, e. aðferðir sem snúa að einf ö ldum auðkennismerkingum dý ra, e ða f. aðferðir sem ó líklegt er að valdi sársauka, þjáningu, hræðslu eða varanlegum skaða sem jafngildir eða er meiri en skapast af nálarstungu í samr æ mi við góðar starfsvenjur í dýral æ kningum. Blóðtaka úr hryssum fellur undir hefðbundinn landbúnað og þarf sem slíkur á sanngjörnu og eðlilegu regluverki að halda líkt og aðrar greinar landbúnaðar. Í þessari grein landbúnaðar þurfa bændur að vanda sig og bera virðingu fyrir dýrunum sem þeir halda, rétt eins og í öðrum greinum. Það er óeðlilegt að pólitísk skoðun matvælaráðherra sé notuð til að bannfæra lifibrauð tuga fjölskyldna og um leið setja afkomu þeirra í algjört uppnám, en margir ungir bændur hafa lagt í umtalsverða fjárfestingu og um leið skuldir til að geta stundað sína atvinnu við blóðtöku. Rekstraráætlanir þessara ungu bænda liggja til grundvallar lánum frá lánastofnunum og mun því ofangreind áætlun ráðherra að líkindum setja bændur og fjölskyldur þeirra í þrot, ekki síst nú á tímum okurvaxta bankanna sem eru afleiðingar aðgerðaleysis ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Ráð væri að huga að afleiðingum innleiðingar pólitísks rétttrúnaðar í þessu máli sem og öðrum, landi og þjóð til heilla. Þegar tilgangurinn helgar meðalið við stjórnvaldsákvarðanir eins af æðstu ráðamönnum þjóðarinnar erum við á hættulegri braut. Höfundur er bóndi og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu birtist á vef Matvælaráðuneytisins tilkynning um að ákveðið hafi verið að láta undan kröfum eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og fella úr gildi reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum nr. 900/2022 og fella þess í stað starfssemina undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Við lestur ofangreindra reglugerða kemur í ljós að ekki verður séð að reglugerð nr. 460/2017 sem Matvælaráðherra hyggst taka upp vegna blóðtöku úr hryssum eigi á við um þá starfssemi. Enda er innflutta reglugerðin samin til að vernda dýr á tilraunastofum, s.s. mýs, rottur, apaketti og önnur sem eru svo óheppin að maðurinn telji rétt að nota þau til slíks. Tilgangur reglugerðarinnar innfluttu er sagður vera að stuðla að takmörkun á notkun dýra í vísinda- og menntunarskyni ásamt því að stuðla að velferð og virðingu fyrir dýr sem notuð eru í slíkum tilgangi. Tilgangurinn er góður og ber vott um eðlilegt og gott siðferði þeirra sem að standa. Sú siðferðiskennd verður þó rangstæð þegar reynt er að koma í veg fyrir eina grein landbúnaðarstarfssemi með rangtúlkunum og því að höfða til tilfinningasemi almennings sem ekki þekkir til greinarinnar að öðru leyti en úr upphrópunum erlendra félagasamtaka og innlendra fjölmiðla þar sem hlutir eru gjarnan teknir úr samhengi. Á Íslandi eru tugir fjölskyldubúa í sveitum landsins sem hafa stundað blóðtöku úr hryssum um árabil. Starfssemin styður þannig við búsetu í sveitum og innkomu bænda sem hana stunda. Ef matælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, lætur verða af hótun sinni um er hún í reynd að koma í veg fyrir að hægt sé að stunda þessa atvinnugrein. Það gerir hún með “tæknilegu rothöggi” þar sem ógerlegt er að uppfylla ýmsar kröfur sem þar eru settar eru fram, enda þær ekki ætlaðar starfssemi sem þessari. Úr reglugerð nr. 460/2017 sem matvælaráðherra hyggst taka upp: 2. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um dýr í eftirfarandi tilvikum: a. þegar þau eru notuð eða æ tlunin að nota þ au í tilraunum, eða b. þegar þau eru r æ ktuð s é rstaklega til þess að nota megi lí ff æ ri þeirra eða vefi í vísindaskyni. Reglugerðin gildir ekki um eftirfarandi: a. starfsvenjur í landbúnaði eða lagareldi sem ekki eru á tilraunastigi, b. klíní skar a ðferðir í dýral æ kningum sem ekki eru á tilraunastigi, c. klíní skar pr ó fanir á dýralyfjum þegar þess er krafist vegna ú tg á fu e ða viðhalds markaðsleyfa, d. aðferðir sem tengjast við urkenndu d ýrahaldi, e. aðferðir sem snúa að einf ö ldum auðkennismerkingum dý ra, e ða f. aðferðir sem ó líklegt er að valdi sársauka, þjáningu, hræðslu eða varanlegum skaða sem jafngildir eða er meiri en skapast af nálarstungu í samr æ mi við góðar starfsvenjur í dýral æ kningum. Blóðtaka úr hryssum fellur undir hefðbundinn landbúnað og þarf sem slíkur á sanngjörnu og eðlilegu regluverki að halda líkt og aðrar greinar landbúnaðar. Í þessari grein landbúnaðar þurfa bændur að vanda sig og bera virðingu fyrir dýrunum sem þeir halda, rétt eins og í öðrum greinum. Það er óeðlilegt að pólitísk skoðun matvælaráðherra sé notuð til að bannfæra lifibrauð tuga fjölskyldna og um leið setja afkomu þeirra í algjört uppnám, en margir ungir bændur hafa lagt í umtalsverða fjárfestingu og um leið skuldir til að geta stundað sína atvinnu við blóðtöku. Rekstraráætlanir þessara ungu bænda liggja til grundvallar lánum frá lánastofnunum og mun því ofangreind áætlun ráðherra að líkindum setja bændur og fjölskyldur þeirra í þrot, ekki síst nú á tímum okurvaxta bankanna sem eru afleiðingar aðgerðaleysis ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Ráð væri að huga að afleiðingum innleiðingar pólitísks rétttrúnaðar í þessu máli sem og öðrum, landi og þjóð til heilla. Þegar tilgangurinn helgar meðalið við stjórnvaldsákvarðanir eins af æðstu ráðamönnum þjóðarinnar erum við á hættulegri braut. Höfundur er bóndi og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar