Hvað ef það er ekki „allt í gulu“? Liv Anna Gunnell skrifar 4. október 2023 08:00 Nú er gulum september lokið, sem er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum en gulur september hófst rétt fyrir alþjóðaforvarnardag sjálfsvíga 10.september. Í tilefni af gulum september hefur sálfræðiþjónusta þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu unnið að því að setja inn lesefni um algengan geðheilbrigðisvanda á heilsuveru.is og byrjað var á að setja inn upplýsingar um sjálfsvígshugsanir. Þar er að finna mikið af hjálplegum hlekkjum og upplýsingum um hvert hægt er að leita ef við eða þeir sem við þekkjum eru með slíkar hugsanir. Margir segja einhverjum í nærumhverfi sínu frá líðan sinni viku áður en þeir gera tilraun til að taka eigið líf. Það eru ekki allir með sérmenntun í því að meta sjálfsvígshættu, greina geðheilbrigðisvanda eða veita ráðgjöf og meðferð við slíkum vanda. Þess vegna skiptir máli að allir, ekki bara heilbrigðisstarfsfólk, viti hvert hægt er að leita til þess að fá réttar upplýsingar og viðeigandi aðstoð. Það er mikilvægt að gera ekki lítið úr líðaninni heldur hlusta á þann sem segir frá svona líðan og hjálpa viðkomandi að komast í viðeigandi mat og meðferð. Hægt er að leita til heilsugæslu um land allt á opnunartíma og til geðdeildar eða bráðamóttöku, en þær upplýsingar má finna á heilsuvera.is. Hægt er að fá aðstoð í gegnum netspjall á 112.is eða 1717.is og aðstoð í síma hjá Píeta samtökunum, Berginu headspace og hjálparsíma Rauða krossins. Sjá einnig sjalfsvig.is. Í neyðartilfellum er mælt með að hringja í 112. Rannsóknir benda einnig til þess að þeir sem deyja í sjálfsvígi leiti mun oftar til heilbrigðisstofnana en samanburðarhópar vegna ýmiskonar vanda viku og mánuðum fyrir sjálfsvíg. Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu hefur tekið þátt í að efla þekkingu fagfólks í heilsugæslu í samræmi við aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum með því að halda fræðslufund fyrir fagfólk um sjálfsvíg, bjóða upp á námskeið um gagnreynt mat á sjálfsvígshættu og auka aðgengi fagfólks í heilsugæslu að gögnum sem styðja við slíkt mat. Mikilvægt er að hægt sé að vísa í viðeigandi meðferð ef matið bendir til undirliggjandi geðheilbrigðisvanda þar sem ómeðhöndlaður geðheilbrigðisvandi getur leitt til versnunar á einkennum. Víða um landið starfa sálfræðingar á heilsugæslustöðvum sem eru með sérþjálfun í að meta sjálfsvígshættu, geta gert ítarlegt mat á geðheilbrigðisvanda og veitt meðferð við algengum geðrænum vanda eins og þunglyndi, kvíðaröskunum og áfallastreituröskun. Nú er komið inn á heilsuveru.is nýtt lesefni um sorg, þunglyndi og félagsfælni og unnið er að því að setja inn meira fræðsluefni um algengan geðheilbrigðisvanda næstu vikurnar í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10.október. Höfundur er fagstjóri sálfræðiþjónustu Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Nú er gulum september lokið, sem er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum en gulur september hófst rétt fyrir alþjóðaforvarnardag sjálfsvíga 10.september. Í tilefni af gulum september hefur sálfræðiþjónusta þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu unnið að því að setja inn lesefni um algengan geðheilbrigðisvanda á heilsuveru.is og byrjað var á að setja inn upplýsingar um sjálfsvígshugsanir. Þar er að finna mikið af hjálplegum hlekkjum og upplýsingum um hvert hægt er að leita ef við eða þeir sem við þekkjum eru með slíkar hugsanir. Margir segja einhverjum í nærumhverfi sínu frá líðan sinni viku áður en þeir gera tilraun til að taka eigið líf. Það eru ekki allir með sérmenntun í því að meta sjálfsvígshættu, greina geðheilbrigðisvanda eða veita ráðgjöf og meðferð við slíkum vanda. Þess vegna skiptir máli að allir, ekki bara heilbrigðisstarfsfólk, viti hvert hægt er að leita til þess að fá réttar upplýsingar og viðeigandi aðstoð. Það er mikilvægt að gera ekki lítið úr líðaninni heldur hlusta á þann sem segir frá svona líðan og hjálpa viðkomandi að komast í viðeigandi mat og meðferð. Hægt er að leita til heilsugæslu um land allt á opnunartíma og til geðdeildar eða bráðamóttöku, en þær upplýsingar má finna á heilsuvera.is. Hægt er að fá aðstoð í gegnum netspjall á 112.is eða 1717.is og aðstoð í síma hjá Píeta samtökunum, Berginu headspace og hjálparsíma Rauða krossins. Sjá einnig sjalfsvig.is. Í neyðartilfellum er mælt með að hringja í 112. Rannsóknir benda einnig til þess að þeir sem deyja í sjálfsvígi leiti mun oftar til heilbrigðisstofnana en samanburðarhópar vegna ýmiskonar vanda viku og mánuðum fyrir sjálfsvíg. Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu hefur tekið þátt í að efla þekkingu fagfólks í heilsugæslu í samræmi við aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum með því að halda fræðslufund fyrir fagfólk um sjálfsvíg, bjóða upp á námskeið um gagnreynt mat á sjálfsvígshættu og auka aðgengi fagfólks í heilsugæslu að gögnum sem styðja við slíkt mat. Mikilvægt er að hægt sé að vísa í viðeigandi meðferð ef matið bendir til undirliggjandi geðheilbrigðisvanda þar sem ómeðhöndlaður geðheilbrigðisvandi getur leitt til versnunar á einkennum. Víða um landið starfa sálfræðingar á heilsugæslustöðvum sem eru með sérþjálfun í að meta sjálfsvígshættu, geta gert ítarlegt mat á geðheilbrigðisvanda og veitt meðferð við algengum geðrænum vanda eins og þunglyndi, kvíðaröskunum og áfallastreituröskun. Nú er komið inn á heilsuveru.is nýtt lesefni um sorg, þunglyndi og félagsfælni og unnið er að því að setja inn meira fræðsluefni um algengan geðheilbrigðisvanda næstu vikurnar í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10.október. Höfundur er fagstjóri sálfræðiþjónustu Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun