Spá Vísis fyrir Subway (7.-9.): Baráttan um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. október 2023 12:01 Kjartan Atli Kjartansson hefur fjallað um úrvalsdeildina í átta tímabil í Körfuboltakvöldi en nú er komið að honum að fara hinum megin við borðið. Vísir/Hulda Margrét Subway deild karla í körfubolta hefst á fimmtudaginn kemur og Vísir telur niður í mótið með því að spá fyrir um lokaröð liða deildarinnar næstu daga. Í dag er komið að þeim þremur liðum sem við teljum að muni berjast um síðustu tvö sætin inn í úrslitakeppnina. Það er mikill munur á því að enda í áttunda sæti og upplifa úrslitakeppnina eða sitja aðeins einu sæti neðar í því níunda og þarf að fara snemma í sumarfrí. Breiðablik og Höttur geta vottað um það eftir að hafa klúðrað sæti í úrslitakeppninni á lokasprettinum í fyrra. Keppnin um tvö síðustu sætin í úrslitakeppnina teljum við að standi á milli þriggja liða. Tvö þeirra hafa eiga flotta sögu í úrslitakeppninni en það þriðja gæti komist þangað í fyrstu tilraun. Það eru kynslóðaskipti í Njarðvík og þetta gæti orðið krefjandi vetur fyrir þjálfarann Benedikt Guðmundsson og lærisveina hans. Þórsarar úr Þorlákshöfn upplifðu mikið ævintýri fyrir rúmum tveimur árum en líkt og í fyrra þá er ákveðin óvissa í kringum liðið. Nýliðarnir af Álftanesi mæta með látum upp í deildina eftir frábært sumar á leikmannamarkaðnum. Njarðvíkingar létu það nú vera að þessu sinni að heimsækja Grund þegar þeir smöluðu saman í lið í sumar en á móti kemur að það er aldrei gott að missa nær alla reynsluboltana á sama tíma. Við teljum að missirinn sé of mikill og málaliðabragurinn yfir liðinu verði kannski of mikill. Benedikt er þekktur fyrir hæfileika sína að setja saman lið en það hefur sjaldan reynt meira á hann en einmitt núna. Þórsarar taka að okkar mati áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina og gætu mögulega reynst verðandi deildarmeisturum skeinuhættir í átta liða úrslitunum verði Lárus Jónsson þá búinn að slípa og móta nýtt lið. Honum tókst það á miðju tímabili í fyrra og þarf að gera það aftur núna. Hvort að það takist í haust eða nær áramótum verður að koma í ljós. Liðið treystir mikið á það að Tómas Valur Þrastarson verði einn af bestu mönnum deildarinnar og gerist það getur liðið endað mun ofar. Það hafa margir mjög mikla trú á nýliðunum á Álftanesi og fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn deildarinnar spá liðinu þriðja sætinu sem er afar athyglisvert. Í okkar augum þýðir það annaðhvort ofurtrú á rödd íslenska körfuboltaheimsins undanfarin átta ár eða menn telja að landsliðsstrákarnir Haukur Helgi Pálsson og Hörður Axel Vilhjálmsson geti breytt öskubusku í prinsessu deildarinnar strax á fyrsta ári. Það er okkar trú að Álftanes verði vissulega með öflugt lið og skrifi söguna með því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni á fyrsta ári en heimavallarrétturinn er kannski aðeins of mikið til að taka í einu stökki. Álftanes skrifaði söguna í fyrravetur og getur endurtekið leikinn í ár.Vísir/Hulda Margrét Álftanes - 7. sæti Síðustu tímabil hjá Álftanesi 2022-23: 1. sæti í B-deild 2021-22: 4. sæti í B-deild 2020-21: 5. sæti í B-deild 2019-20: 5. sæti í B-deild 2018-19: 1. sæti í C-deild Árið í fyrra: Álftnesingar upplifðu drauminn síðasta vetur þegar liðið rúllaði upp 1. deildinni og tryggði sér úrvalsdeildarsæti í fyrsta sinn í sögunni. Álftanes var í D-deildinni fyrir aðeins fimm árum og uppkoman er því mjög hröð. 22 sigrar í 27 leikjum og flott umgjörð í kringum liðið sýndi hins vegar að árangurinn var engin tilviljun heldur var metnaður margra góðra manna að skila liðinu sæti í Subway deildinni. Besta frétt sumarsins: Eftir tímabilið var smá óvissa í kringum þjálfara liðsins enda hafði Kjartan Atli Kjartansson fjallað um úrvalsdeildina í átta tímabil í Körfuboltakvöldi. Góðu fréttirnar fyrir Álfnesinga voru að Kjartan fórnaði starfi sínu í Körfuboltakvöldi fyrir tækifærið að stýra fyrstur manna liði Álftaness í úrvalsdeild karla í körfubolta. Áhyggjuefnið: Álftanesliðið er enginn venjulegur nýliði. Liðið bætti meðal annars við sig tveimur A-landsliðsmönnum í sumar og Kjartan Atli er síðan að byggja ofan á góðan kjarna síðustu ára. Þetta hefur kallað á móti á mjög miklar væntingar og það er því gríðarlega mikil pressa á liðinu frá fyrsta leik. Þarf að eiga gott tímabil: Haukur Helgi Pálsson og Hörður Axel Vilhjálmsson eru báðir mættir á Álftanes og liðið þarf á því að halda að þeir standi báðir undir nafni sem tveir af bestu körfuboltamönnum landsins. Það hafa þeir verið í langan tíma en þurfa báðir að vera lausir við meiðsli ef þetta á að vera annar ævintýravetur Álftnesinga í röð. Gæti slegið í gegn: Brynjar Magnús Friðriksson hefur lítið verið í körfubolta síðustu ár en þetta er stór og orkumikill strákur sem gæti blómstrað við að spila við hlið útsjónarsama reynslubolta eins Hauks Helga og Harðar Axels Vilhjálmssonar. Bjartsýni: Ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Svartsýni: Missa af úrslitakeppninni. Tómas Valur Þrastarson er ekki lengur efnilegur því hann er orðinn frábær leikmaður.Vísir/Bára Þór Þorl. - 8. sæti Síðustu tímabil hjá Þór Þorlákshöfn: 2022-23: 6. sæti í A-deild (Undanúrslit) 2021-22: 2. sæti í A-deild (Undanúrslit) 2020-21: 2. sæti í A-deild (Íslandsmeistari) 2019-20: 9. sæti í A-deild 2018-19: 6. sæti í A-deild Árið í fyrra: Þórsliðið sýndi á sér tvær hliðar síðasta vetur. Þeir voru hörmulegir framan af og hreinlega í fallbaráttu en enduðu á því að bruna upp töfluna seinni hlutann og vera þá eitt öflugasta lið deildarinnar. Lárus stokkaði upp í liðinu um mitt mót og þá munaði miklu að fá Styrmi Þrastarson aftur heim. Þórsliðið endaði í sjötta sæti og tapaði síðan í oddaleik í undanúrslitunum. Besta frétt sumarsins: Tómas Valur Þrastarson átti flott sumar með yngri landsliðum Íslands og það í fleiri en einni úrslitakeppni EM. Hann er því kominn á kortið hjá erlendum atvinnumannaliðum. Tómas ákvað samt sem áður að spila eitt tímabil í viðbót heima í Þorlákshöfn og um leið hjálpar hann liðinu að vega upp brotthvarf eldri bróðurs hans. Áhyggjuefnið: Þórsarar misstu í sumar tvo bestu leikmennina sína í þeim Vinnie Shahid og Styrmi Snæ Þrastarsyni. Mennina sem breyttu, umfram aðra, liðinu úr fallbaráttuliði í topplið á síðustu leiktíð. Það mun reyna mikið á Lárus Jónsson þjálfara að finna menn í þeirra stað. Þarf að eiga gott tímabil: Darwin Davis er kominn til Þórs frá Haukum. Það er í hans verkahring að stýra leik Þórsliðsins í vetur sem hann gerði vel með Haukum í fyrra, svona þegar hann var ekki meiddur. Þórsarar þurfa á honum að halda í sínu besta formi og lausan við meiðsladrauginn. Davis er minni skorari en Shahid en skyttur liðsins ættu á móti að fá nóg af færum. Gæti slegið í gegn: Tómas Valur Þrastarson hefur alla burði til að verða einn af bestu leikmönnum deildarinnar í vetur. Hann hefur fengið stærra og stærra hlutverk á hverjum tímabili Þórsliðsins undanfarin ár og í sumar skilaði hann stjörnutölum í úrslitakeppni EM yngri landsliða. Hann er ekki bara efnilegur lengur heldur orðinn frábær leikmaður. Bjartsýni: Ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni Svartsýni: Missa af úrslitakeppninni Dominykas Milka færði sig úr Keflavík yfir í Njarðvík en hér sést hann í El Clasico í fyrra.Vísir/Vilhelm Njarðvík - 9. sæti Síðustu tímabil hjá Njarðvík 2022-23: 2. sæti í A-deild (Undanúrslit) 2021-22: 1. sæti í A-deild (Undanúrslit) 2020-21: 9. sæti í A-deild 2019-20: 5. sæti í A-deild (Átta liða úrslit) 2018-19: 2. sæti í A-deild (Átta liða úrslit) Árið í fyrra: Njarðvíkingar ætluðu sér mjög stóra hluti annað árið í röð en annað árið í röð rann allt út í sandinn í úrslitakeppninni. Síðustu tvö ár hefur Njarðvíkurliðið tapað á móti Tindastól í undanúrslitunum þrátt fyrir að vera með heimavallarréttinn. Liðið náði öðru sæti í deildinni í fyrra og hefur verið á topp tvö undanfarin tvö tímabil. Besta frétt sumarsins: Njarðvíkingar voru að missa marga gallharða Njarðvíkinga úr liðinu í sumar og því mikilvægt að ná að sannfæra Maciej Baginski um að spila áfram. Maciej hefur oft verið mikilvægur liðinu en líklega sjaldan meira en á komandi vetri. Áhyggjuefnið: Njarðvíkingar voru allt of gamlir síðustu tvö tímabil eins og kom í ljós þegar álagið jókst í úrslitakeppninni og meiðsli og þreyttir fætur fóru að stríða liðinu. Liðið missti hins vegar næstum því alla reynsluna á einu bretti í sumar þegar gömlu refirnir settu skóna upp á hillu nær allir sem einn. Liðið mun sakna þessara leiðtoga og þótt að það verði ferskari fætur þá þarf liðið að læra fljótt. Þarf að eiga gott tímabil: Dominykas Milka færði sig yfir lækinn og spilar nú með erkifjendunum í Njarðvík. Njarðvíkingar hafa kvartað mikið yfir Milka síðustu ár en nú er allt breytt og þeir hinir sömu treysta nú því að Litháinn nái að skapa samskonar vandræði fyrir mótherja Njarðvíkur og hann gerði sem leikmaður Keflavíkur. Liðin í deildinni hefur gengið illa að stöðva hann í fjögur ár og það þarf að vera áframhald á því ætli Njarðvíkurliðið að gera eitthvað í vetur. Gæti slegið í gegn: Það var eiginlega bara pláss fyrir eldri leikmenn í Njarðvíkurliðinu í fyrra og því fékk Elías Bjarki Pálsson ekki margar mínútur. Það dugði ekki fyrir hann að minna á sig með 13 stigum á 15 mínútum á móti Keflavík í desember en Elías Bjarki fékk líka dýrmæta reynslu að hjálp Hamri að vinna sér aftur sæti í úrvalsdeildinni. Njarðvíkingar treysta á það að sú reynsla hafi gert hann tilbúnari fyrir komandi vetur þar sem Elías fær væntalega stórt hlutverk. Bjartsýni: Ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Svartsýni: Missa af úrslitakeppninni. Subway-deild karla UMF Njarðvík UMF Álftanes Þór Þorlákshöfn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira
Það er mikill munur á því að enda í áttunda sæti og upplifa úrslitakeppnina eða sitja aðeins einu sæti neðar í því níunda og þarf að fara snemma í sumarfrí. Breiðablik og Höttur geta vottað um það eftir að hafa klúðrað sæti í úrslitakeppninni á lokasprettinum í fyrra. Keppnin um tvö síðustu sætin í úrslitakeppnina teljum við að standi á milli þriggja liða. Tvö þeirra hafa eiga flotta sögu í úrslitakeppninni en það þriðja gæti komist þangað í fyrstu tilraun. Það eru kynslóðaskipti í Njarðvík og þetta gæti orðið krefjandi vetur fyrir þjálfarann Benedikt Guðmundsson og lærisveina hans. Þórsarar úr Þorlákshöfn upplifðu mikið ævintýri fyrir rúmum tveimur árum en líkt og í fyrra þá er ákveðin óvissa í kringum liðið. Nýliðarnir af Álftanesi mæta með látum upp í deildina eftir frábært sumar á leikmannamarkaðnum. Njarðvíkingar létu það nú vera að þessu sinni að heimsækja Grund þegar þeir smöluðu saman í lið í sumar en á móti kemur að það er aldrei gott að missa nær alla reynsluboltana á sama tíma. Við teljum að missirinn sé of mikill og málaliðabragurinn yfir liðinu verði kannski of mikill. Benedikt er þekktur fyrir hæfileika sína að setja saman lið en það hefur sjaldan reynt meira á hann en einmitt núna. Þórsarar taka að okkar mati áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina og gætu mögulega reynst verðandi deildarmeisturum skeinuhættir í átta liða úrslitunum verði Lárus Jónsson þá búinn að slípa og móta nýtt lið. Honum tókst það á miðju tímabili í fyrra og þarf að gera það aftur núna. Hvort að það takist í haust eða nær áramótum verður að koma í ljós. Liðið treystir mikið á það að Tómas Valur Þrastarson verði einn af bestu mönnum deildarinnar og gerist það getur liðið endað mun ofar. Það hafa margir mjög mikla trú á nýliðunum á Álftanesi og fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn deildarinnar spá liðinu þriðja sætinu sem er afar athyglisvert. Í okkar augum þýðir það annaðhvort ofurtrú á rödd íslenska körfuboltaheimsins undanfarin átta ár eða menn telja að landsliðsstrákarnir Haukur Helgi Pálsson og Hörður Axel Vilhjálmsson geti breytt öskubusku í prinsessu deildarinnar strax á fyrsta ári. Það er okkar trú að Álftanes verði vissulega með öflugt lið og skrifi söguna með því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni á fyrsta ári en heimavallarrétturinn er kannski aðeins of mikið til að taka í einu stökki. Álftanes skrifaði söguna í fyrravetur og getur endurtekið leikinn í ár.Vísir/Hulda Margrét Álftanes - 7. sæti Síðustu tímabil hjá Álftanesi 2022-23: 1. sæti í B-deild 2021-22: 4. sæti í B-deild 2020-21: 5. sæti í B-deild 2019-20: 5. sæti í B-deild 2018-19: 1. sæti í C-deild Árið í fyrra: Álftnesingar upplifðu drauminn síðasta vetur þegar liðið rúllaði upp 1. deildinni og tryggði sér úrvalsdeildarsæti í fyrsta sinn í sögunni. Álftanes var í D-deildinni fyrir aðeins fimm árum og uppkoman er því mjög hröð. 22 sigrar í 27 leikjum og flott umgjörð í kringum liðið sýndi hins vegar að árangurinn var engin tilviljun heldur var metnaður margra góðra manna að skila liðinu sæti í Subway deildinni. Besta frétt sumarsins: Eftir tímabilið var smá óvissa í kringum þjálfara liðsins enda hafði Kjartan Atli Kjartansson fjallað um úrvalsdeildina í átta tímabil í Körfuboltakvöldi. Góðu fréttirnar fyrir Álfnesinga voru að Kjartan fórnaði starfi sínu í Körfuboltakvöldi fyrir tækifærið að stýra fyrstur manna liði Álftaness í úrvalsdeild karla í körfubolta. Áhyggjuefnið: Álftanesliðið er enginn venjulegur nýliði. Liðið bætti meðal annars við sig tveimur A-landsliðsmönnum í sumar og Kjartan Atli er síðan að byggja ofan á góðan kjarna síðustu ára. Þetta hefur kallað á móti á mjög miklar væntingar og það er því gríðarlega mikil pressa á liðinu frá fyrsta leik. Þarf að eiga gott tímabil: Haukur Helgi Pálsson og Hörður Axel Vilhjálmsson eru báðir mættir á Álftanes og liðið þarf á því að halda að þeir standi báðir undir nafni sem tveir af bestu körfuboltamönnum landsins. Það hafa þeir verið í langan tíma en þurfa báðir að vera lausir við meiðsli ef þetta á að vera annar ævintýravetur Álftnesinga í röð. Gæti slegið í gegn: Brynjar Magnús Friðriksson hefur lítið verið í körfubolta síðustu ár en þetta er stór og orkumikill strákur sem gæti blómstrað við að spila við hlið útsjónarsama reynslubolta eins Hauks Helga og Harðar Axels Vilhjálmssonar. Bjartsýni: Ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Svartsýni: Missa af úrslitakeppninni. Tómas Valur Þrastarson er ekki lengur efnilegur því hann er orðinn frábær leikmaður.Vísir/Bára Þór Þorl. - 8. sæti Síðustu tímabil hjá Þór Þorlákshöfn: 2022-23: 6. sæti í A-deild (Undanúrslit) 2021-22: 2. sæti í A-deild (Undanúrslit) 2020-21: 2. sæti í A-deild (Íslandsmeistari) 2019-20: 9. sæti í A-deild 2018-19: 6. sæti í A-deild Árið í fyrra: Þórsliðið sýndi á sér tvær hliðar síðasta vetur. Þeir voru hörmulegir framan af og hreinlega í fallbaráttu en enduðu á því að bruna upp töfluna seinni hlutann og vera þá eitt öflugasta lið deildarinnar. Lárus stokkaði upp í liðinu um mitt mót og þá munaði miklu að fá Styrmi Þrastarson aftur heim. Þórsliðið endaði í sjötta sæti og tapaði síðan í oddaleik í undanúrslitunum. Besta frétt sumarsins: Tómas Valur Þrastarson átti flott sumar með yngri landsliðum Íslands og það í fleiri en einni úrslitakeppni EM. Hann er því kominn á kortið hjá erlendum atvinnumannaliðum. Tómas ákvað samt sem áður að spila eitt tímabil í viðbót heima í Þorlákshöfn og um leið hjálpar hann liðinu að vega upp brotthvarf eldri bróðurs hans. Áhyggjuefnið: Þórsarar misstu í sumar tvo bestu leikmennina sína í þeim Vinnie Shahid og Styrmi Snæ Þrastarsyni. Mennina sem breyttu, umfram aðra, liðinu úr fallbaráttuliði í topplið á síðustu leiktíð. Það mun reyna mikið á Lárus Jónsson þjálfara að finna menn í þeirra stað. Þarf að eiga gott tímabil: Darwin Davis er kominn til Þórs frá Haukum. Það er í hans verkahring að stýra leik Þórsliðsins í vetur sem hann gerði vel með Haukum í fyrra, svona þegar hann var ekki meiddur. Þórsarar þurfa á honum að halda í sínu besta formi og lausan við meiðsladrauginn. Davis er minni skorari en Shahid en skyttur liðsins ættu á móti að fá nóg af færum. Gæti slegið í gegn: Tómas Valur Þrastarson hefur alla burði til að verða einn af bestu leikmönnum deildarinnar í vetur. Hann hefur fengið stærra og stærra hlutverk á hverjum tímabili Þórsliðsins undanfarin ár og í sumar skilaði hann stjörnutölum í úrslitakeppni EM yngri landsliða. Hann er ekki bara efnilegur lengur heldur orðinn frábær leikmaður. Bjartsýni: Ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni Svartsýni: Missa af úrslitakeppninni Dominykas Milka færði sig úr Keflavík yfir í Njarðvík en hér sést hann í El Clasico í fyrra.Vísir/Vilhelm Njarðvík - 9. sæti Síðustu tímabil hjá Njarðvík 2022-23: 2. sæti í A-deild (Undanúrslit) 2021-22: 1. sæti í A-deild (Undanúrslit) 2020-21: 9. sæti í A-deild 2019-20: 5. sæti í A-deild (Átta liða úrslit) 2018-19: 2. sæti í A-deild (Átta liða úrslit) Árið í fyrra: Njarðvíkingar ætluðu sér mjög stóra hluti annað árið í röð en annað árið í röð rann allt út í sandinn í úrslitakeppninni. Síðustu tvö ár hefur Njarðvíkurliðið tapað á móti Tindastól í undanúrslitunum þrátt fyrir að vera með heimavallarréttinn. Liðið náði öðru sæti í deildinni í fyrra og hefur verið á topp tvö undanfarin tvö tímabil. Besta frétt sumarsins: Njarðvíkingar voru að missa marga gallharða Njarðvíkinga úr liðinu í sumar og því mikilvægt að ná að sannfæra Maciej Baginski um að spila áfram. Maciej hefur oft verið mikilvægur liðinu en líklega sjaldan meira en á komandi vetri. Áhyggjuefnið: Njarðvíkingar voru allt of gamlir síðustu tvö tímabil eins og kom í ljós þegar álagið jókst í úrslitakeppninni og meiðsli og þreyttir fætur fóru að stríða liðinu. Liðið missti hins vegar næstum því alla reynsluna á einu bretti í sumar þegar gömlu refirnir settu skóna upp á hillu nær allir sem einn. Liðið mun sakna þessara leiðtoga og þótt að það verði ferskari fætur þá þarf liðið að læra fljótt. Þarf að eiga gott tímabil: Dominykas Milka færði sig yfir lækinn og spilar nú með erkifjendunum í Njarðvík. Njarðvíkingar hafa kvartað mikið yfir Milka síðustu ár en nú er allt breytt og þeir hinir sömu treysta nú því að Litháinn nái að skapa samskonar vandræði fyrir mótherja Njarðvíkur og hann gerði sem leikmaður Keflavíkur. Liðin í deildinni hefur gengið illa að stöðva hann í fjögur ár og það þarf að vera áframhald á því ætli Njarðvíkurliðið að gera eitthvað í vetur. Gæti slegið í gegn: Það var eiginlega bara pláss fyrir eldri leikmenn í Njarðvíkurliðinu í fyrra og því fékk Elías Bjarki Pálsson ekki margar mínútur. Það dugði ekki fyrir hann að minna á sig með 13 stigum á 15 mínútum á móti Keflavík í desember en Elías Bjarki fékk líka dýrmæta reynslu að hjálp Hamri að vinna sér aftur sæti í úrvalsdeildinni. Njarðvíkingar treysta á það að sú reynsla hafi gert hann tilbúnari fyrir komandi vetur þar sem Elías fær væntalega stórt hlutverk. Bjartsýni: Ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Svartsýni: Missa af úrslitakeppninni.
Síðustu tímabil hjá Álftanesi 2022-23: 1. sæti í B-deild 2021-22: 4. sæti í B-deild 2020-21: 5. sæti í B-deild 2019-20: 5. sæti í B-deild 2018-19: 1. sæti í C-deild
Síðustu tímabil hjá Þór Þorlákshöfn: 2022-23: 6. sæti í A-deild (Undanúrslit) 2021-22: 2. sæti í A-deild (Undanúrslit) 2020-21: 2. sæti í A-deild (Íslandsmeistari) 2019-20: 9. sæti í A-deild 2018-19: 6. sæti í A-deild
Síðustu tímabil hjá Njarðvík 2022-23: 2. sæti í A-deild (Undanúrslit) 2021-22: 1. sæti í A-deild (Undanúrslit) 2020-21: 9. sæti í A-deild 2019-20: 5. sæti í A-deild (Átta liða úrslit) 2018-19: 2. sæti í A-deild (Átta liða úrslit)
Subway-deild karla UMF Njarðvík UMF Álftanes Þór Þorlákshöfn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira