Halda upp á afmæli fyrstu stóru flugvélar Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 2. október 2023 21:33 Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins. Stefán Ingvarsson Íslenskir flugáhugamenn undirbúa núna afmælisveislu fyrir flugvél. Ein ástsælasta flugvél landsins varð nefnilega áttræð í gær og verður tímamótunum fagnað í Flugsafni Íslands á Akureyri um næstu helgi. Í fréttum Stöðvar 2 var heilsað upp á félaga úr Þristavinafélaginu sem sátu í Perlunni í morgun með útsýni yfir Reykjavíkurflugvöll og módel af gripnum sem allt snýst um, þristinn Pál Sveinsson. „Það stendur mikið til. Vélin varð áttatíu ára í gær, 1. október. Þá voru áttatíu ár síðan hún kom út úr verksmiðjunni á Long Beach í Kaliforníu,“ segir Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins. Félagar í Þristavinafélaginu spjalla saman í Perlunni á Öskjuhlíð.Stefán Ingvarsson Þetta eintak fór beint til bandaríska hersins á Íslandi en komst í eigu Flugfélags Íslands eftir stríð sem Gljáfaxi TF-ISH árið 1946. Herútgáfan var kölluð C-47 eða Douglas Dakota. Borgaralega útgáfan fékk heitið Douglas DC-3. „Þessi einstaka vél er fyrsti þristurinn og fyrsta svona stóra vélin sem Íslendingar eignast,“ segir Tómas Dagur og vekur athygli á því að hún hefur alla tíð verið staðsett á Íslandi, fyrst hjá hernum en síðan hjá íslenskum aðilum. Arngrímur Jóhannsson, stofnandi Flugfélagsins Atlanta, minnist þess að hún var fyrsta vélin sem hann flaug sem atvinnuflugmaður. Arngrímur Jóhannsson við Pál Sveinsson á Akureyrarflugvelli í sumar. Þetta var fyrsta flugvélin sem hann flaug sem atvinnuflugmaður árið 1966.Egill Aðalsteinsson „Já, 1966. Þá var ég ráðinn til Flugfélagsins og þá flaug ég þessari,“ segir Arngrímur og bætir við að Flugfélagið hafi þá átt þrjá þrista; Gljáfaxa TF-ISH, Gunnfaxa TF-ISB og Glófaxa TF-ISA. „Þó að þær væru eins flugvélar þá voru þær allar með sinn karakter, mismunandi eiginleika, og þessi var sú besta,“ segir Arngrímur. Flugnördar viðurkenna að hjartað slær örar þegar minnst er á hana. Þrír þristar á Reykjavíkurflugvelli árið 2017. Sá fremsti, í litum Flugfélags Íslands, er reyndar flugmódel.KMU „Flugvélin öll er þess eðlis. Það er eiginlega vonlaust að lýsa þessu fyrir fólki sem ekki skilur þetta. En þetta er.. ég ætla að leyfa mér að nota orðið „unique“ flugvél í flotanum,“ segir Tómas Dagur. Hún er varðveitt á Flugsafni Íslands á Akureyri og þar hefst afmælisdagskrá næstkomandi laugardag klukkan 14. „Það verða þar nokkur erindi. Bæði farið yfir sögu þessarar flugvélar og sögu hennar í landgræðslunni. Og yfir sögu þristsins í flugsögu Íslendinga.“ Þristurinn Páll Sveinsson á Reykjavíkurflugvelli árið 2019. Flugvélin hefur eftir það ekki komið til Reykjavíkur heldur setið óflughæf á Akureyrarflugvelli.Vilhelm Gunnarsson Hún hefur ekkert flogið í fjögur ár, flaug síðast árið 2019. Þá kom covid en draumurinn er að gera hana flughæfa á ný, helst fyrir næsta sumar. Til þess segir Tómas að vanti 14 til 16 milljónir króna. „Icelandair hefur verið okkar aðalstyrktaraðili og við erum að leita þangað. En við þurfum væntanlega einhverja fleiri aðila líka til þess að styrkja okkur. Og væri bara frábært ef einhverjir sæju sér fært að leggja okkur lið.“ Flugmódel af TF-NPK í litum Landgræðslunnar.Stefán Ingvarsson Eftir að farþegaflugi lauk var hún gefin til landgræðsluflugs sem hún sinnti í þrjá áratugi sem TF-NPK. „Það má eiginlega segja - við höfum nú gjarnan sagt það – nú er verið að tala um kolefnisjöfnuð og annað slíkt. Ef einhver flugvél hefur kolefnisjafnað sig, þá er það þessi flugvél,“ segir formaður Þristavinafélagsins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Skógrækt og landgræðsla Icelandair Fornminjar Akureyrarflugvöllur Akureyri Söfn Tengdar fréttir Páll komst loksins á stefnumót í kvöld Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum. 23. maí 2019 22:45 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var heilsað upp á félaga úr Þristavinafélaginu sem sátu í Perlunni í morgun með útsýni yfir Reykjavíkurflugvöll og módel af gripnum sem allt snýst um, þristinn Pál Sveinsson. „Það stendur mikið til. Vélin varð áttatíu ára í gær, 1. október. Þá voru áttatíu ár síðan hún kom út úr verksmiðjunni á Long Beach í Kaliforníu,“ segir Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins. Félagar í Þristavinafélaginu spjalla saman í Perlunni á Öskjuhlíð.Stefán Ingvarsson Þetta eintak fór beint til bandaríska hersins á Íslandi en komst í eigu Flugfélags Íslands eftir stríð sem Gljáfaxi TF-ISH árið 1946. Herútgáfan var kölluð C-47 eða Douglas Dakota. Borgaralega útgáfan fékk heitið Douglas DC-3. „Þessi einstaka vél er fyrsti þristurinn og fyrsta svona stóra vélin sem Íslendingar eignast,“ segir Tómas Dagur og vekur athygli á því að hún hefur alla tíð verið staðsett á Íslandi, fyrst hjá hernum en síðan hjá íslenskum aðilum. Arngrímur Jóhannsson, stofnandi Flugfélagsins Atlanta, minnist þess að hún var fyrsta vélin sem hann flaug sem atvinnuflugmaður. Arngrímur Jóhannsson við Pál Sveinsson á Akureyrarflugvelli í sumar. Þetta var fyrsta flugvélin sem hann flaug sem atvinnuflugmaður árið 1966.Egill Aðalsteinsson „Já, 1966. Þá var ég ráðinn til Flugfélagsins og þá flaug ég þessari,“ segir Arngrímur og bætir við að Flugfélagið hafi þá átt þrjá þrista; Gljáfaxa TF-ISH, Gunnfaxa TF-ISB og Glófaxa TF-ISA. „Þó að þær væru eins flugvélar þá voru þær allar með sinn karakter, mismunandi eiginleika, og þessi var sú besta,“ segir Arngrímur. Flugnördar viðurkenna að hjartað slær örar þegar minnst er á hana. Þrír þristar á Reykjavíkurflugvelli árið 2017. Sá fremsti, í litum Flugfélags Íslands, er reyndar flugmódel.KMU „Flugvélin öll er þess eðlis. Það er eiginlega vonlaust að lýsa þessu fyrir fólki sem ekki skilur þetta. En þetta er.. ég ætla að leyfa mér að nota orðið „unique“ flugvél í flotanum,“ segir Tómas Dagur. Hún er varðveitt á Flugsafni Íslands á Akureyri og þar hefst afmælisdagskrá næstkomandi laugardag klukkan 14. „Það verða þar nokkur erindi. Bæði farið yfir sögu þessarar flugvélar og sögu hennar í landgræðslunni. Og yfir sögu þristsins í flugsögu Íslendinga.“ Þristurinn Páll Sveinsson á Reykjavíkurflugvelli árið 2019. Flugvélin hefur eftir það ekki komið til Reykjavíkur heldur setið óflughæf á Akureyrarflugvelli.Vilhelm Gunnarsson Hún hefur ekkert flogið í fjögur ár, flaug síðast árið 2019. Þá kom covid en draumurinn er að gera hana flughæfa á ný, helst fyrir næsta sumar. Til þess segir Tómas að vanti 14 til 16 milljónir króna. „Icelandair hefur verið okkar aðalstyrktaraðili og við erum að leita þangað. En við þurfum væntanlega einhverja fleiri aðila líka til þess að styrkja okkur. Og væri bara frábært ef einhverjir sæju sér fært að leggja okkur lið.“ Flugmódel af TF-NPK í litum Landgræðslunnar.Stefán Ingvarsson Eftir að farþegaflugi lauk var hún gefin til landgræðsluflugs sem hún sinnti í þrjá áratugi sem TF-NPK. „Það má eiginlega segja - við höfum nú gjarnan sagt það – nú er verið að tala um kolefnisjöfnuð og annað slíkt. Ef einhver flugvél hefur kolefnisjafnað sig, þá er það þessi flugvél,“ segir formaður Þristavinafélagsins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Skógrækt og landgræðsla Icelandair Fornminjar Akureyrarflugvöllur Akureyri Söfn Tengdar fréttir Páll komst loksins á stefnumót í kvöld Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum. 23. maí 2019 22:45 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Páll komst loksins á stefnumót í kvöld Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum. 23. maí 2019 22:45
Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15
Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45