Notaður í auglýsingu með gervigreind án leyfis Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. október 2023 11:29 Tom Hanks hefur áður viðrað áhyggjur sínar af þróuninni sem fylgir gervigreindartækninni. EPA-EFE/GUILLAUME HORCAJUELO Tom Hanks hefur varað aðdáendur sína við því að í umferð sé auglýsing á vegum tryggingafyrirtækis þar sem gervigreind er nýtt til að nota leikarann í auglýsingunni. Þetta er án hans aðkomu og samþykkis. Leikarinn birtir færslu á samfélagsmiðlinum Instagram vegna málsins. „Varist! Það er myndband í dreifingu þar sem seldar eru tryggingar vegna tannlæknaþjónustu og gervigreindarútgáfa af mér nýtt í myndbandið. Ég hef ekkert með þetta að gera,“ skrifar leikarinn. Óskarsverðlaunahafinn hefur áður lýst yfir áhyggjum sínum vegna möguleika gervigreindar í kvikmyndum og sjónvarpi. Tæknin hefur áður verið nýtt meðal annars í Star Wars myndunum þar sem leikarar hafa ýmist verið endurlífgaðir, eða þeir yngdir upp. View this post on Instagram A post shared by Tom Hanks (@tomhanks) Dæmi um þetta má finna í nýjustu Indiana Jones myndinni þar sem Harrison Ford er yngdur upp sem fornleifafræðingurinn í hluta af myndinni. Þá hefur tæknin verið nýtt til að blása lífi í persónur eftir að leikararnir sem léku þær upprunalega eru látnir, líkt og í Star Wars myndunum. „Við vissum að þetta myndi gerast. Við sáum að það yrði hægt að taka saman tölur inn í tölvu og breyta þeim í andlit og í persónu,“ sagði Tom Hanks í hlaðvarpsþætti Adam Buxton um málið í apríl síðastliðnum. Þar sagði hann að leikarar hefðu miklar áhyggjur af stöðu mála en gervigreind hefur verið eitt af þrætueplunum í verkfallsaðgerðum leikara í Hollywood sem staðið hefur yfir undanfarna mánuði. Leikarar hafa áhyggjur af því að fyrirtækin geti grætt á ásýnd sinni og persónu án allrar aðkomu sjálfra leikaranna. „Það eiga sér stað samræður í öllum félögum, öllum umboðsskrifstofum og lögfræðistofum um að koma upp lagaramma utan um andlit okkar og rödd, svo að þetta verði okkar eign,“ sagði leikarinn. „Einmitt núna gæti ég, ef ég vildi, lagt til að gerðar yrði kvikmyndasería með sjö myndum þar sem ég yrði í aðalhlutverki þar sem ég er 32 ára gamall, núna og til eilífðar. Hver sem er getur endurskapað sjálfan sig með gervigreind,“ sagði leikarinn í hlaðvarpsþættinum. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Gervigreind Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira
Leikarinn birtir færslu á samfélagsmiðlinum Instagram vegna málsins. „Varist! Það er myndband í dreifingu þar sem seldar eru tryggingar vegna tannlæknaþjónustu og gervigreindarútgáfa af mér nýtt í myndbandið. Ég hef ekkert með þetta að gera,“ skrifar leikarinn. Óskarsverðlaunahafinn hefur áður lýst yfir áhyggjum sínum vegna möguleika gervigreindar í kvikmyndum og sjónvarpi. Tæknin hefur áður verið nýtt meðal annars í Star Wars myndunum þar sem leikarar hafa ýmist verið endurlífgaðir, eða þeir yngdir upp. View this post on Instagram A post shared by Tom Hanks (@tomhanks) Dæmi um þetta má finna í nýjustu Indiana Jones myndinni þar sem Harrison Ford er yngdur upp sem fornleifafræðingurinn í hluta af myndinni. Þá hefur tæknin verið nýtt til að blása lífi í persónur eftir að leikararnir sem léku þær upprunalega eru látnir, líkt og í Star Wars myndunum. „Við vissum að þetta myndi gerast. Við sáum að það yrði hægt að taka saman tölur inn í tölvu og breyta þeim í andlit og í persónu,“ sagði Tom Hanks í hlaðvarpsþætti Adam Buxton um málið í apríl síðastliðnum. Þar sagði hann að leikarar hefðu miklar áhyggjur af stöðu mála en gervigreind hefur verið eitt af þrætueplunum í verkfallsaðgerðum leikara í Hollywood sem staðið hefur yfir undanfarna mánuði. Leikarar hafa áhyggjur af því að fyrirtækin geti grætt á ásýnd sinni og persónu án allrar aðkomu sjálfra leikaranna. „Það eiga sér stað samræður í öllum félögum, öllum umboðsskrifstofum og lögfræðistofum um að koma upp lagaramma utan um andlit okkar og rödd, svo að þetta verði okkar eign,“ sagði leikarinn. „Einmitt núna gæti ég, ef ég vildi, lagt til að gerðar yrði kvikmyndasería með sjö myndum þar sem ég yrði í aðalhlutverki þar sem ég er 32 ára gamall, núna og til eilífðar. Hver sem er getur endurskapað sjálfan sig með gervigreind,“ sagði leikarinn í hlaðvarpsþættinum.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Gervigreind Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira