Börn mega ekki falla á milli skips og bryggju Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 2. október 2023 09:01 Ég heiti Alma Ýr Ingólfsdóttir, ég hef starfað í sjö ár sem lögfræðingur og sérfræðingur í málefnum og réttindum fatlaðs fólks á skrifstofu ÖBÍ. Ég býð mig fram til formanns ÖBÍ réttindasamtaka á aðalfundi samtakanna núna í október. Ég hef sýnt það í mínu starfi að ég get starfað og náð árangri í að vinna fyrir hagsmunum fatlaðs fólks. Á næstu dögum mun ég kynna mínar megináherslur nái ég kjöri sem formaður. Megináherslur Íslenskt stjórnvöld þurfa að grípa fyrr inn í hjá fötluðum börnum. Burt með biðlista og tryggjum að enginn dragist aftur úr. Hvergi verði gefið eftir í þeirri kröfu að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna umréttindi fatlaðs fólks. Besti árangur næst með góðri samvinnu og samtali við stjórnvöld, stofnanir og samfélagið. Við stöndum á staðreyndum og stefnumálum – en ekki í stríði. ÖBÍ þarf að starfa vel með sínum aðildarfélögum og hlusta á þeirra sjónarmið. Inngilding fatlaðs fólks á vinnumarkað er lykilatriði – með atvinnulífi og verkalýðshreyfingunni vinnum við gegn fordómum og með aukinni þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Í okkur felast tækifæri og ávinningur. Skilningur stjórnvalda á fötlun innan skortir. Ósýnileg fötlun og langvinnir sjúkdómar virðast ekki teljast með. Því þarf að breyta. Framfærsla er grundvöllur lífs. Við getum ekki sætt okkur við sem samfélag, aukna fátækt og stéttaskiptingu sem hefur áhrif á öll. Fyrsta áherslumálið mitt eru málefni fatlaðra barna og ungmenna Við þurfum að tryggja snemmtæka íhlutun fyrir börnin okkar og grípa inn í áður en í óefni er komið, tryggja tækifæri fatlaðra barna, ungmenna og ungs fólks til jafns við aðra. Við verðum að berjast gegn allt of löngum biðlistum og tryggja skilning á nauðsyn þjónustunnar, sem kemur í veg fyrir að börnin okkar heltist úr lest jafnaldra sinna. Slíkt hefur alvarlegar afleiðingar. Ólíðandi er að börn séu að bíða í allt að tvö ár eftir tiltekinni greiningu en eftir greiningu tekur við annars konar bið eftir viðeigandi þjónustu. Líðan, ástand og óvissa getur haft óafturkræfar afleiðingar fyrir börnin sem og fjölskyldur þeirra. Við eigum sögu um fötluð börn sem stjórnvöld sinntu ekki sem skildi og urðu síðar viðfangsefni annarra kerfa og samfélagsins. Við eigum ekki að samþykkja samfélag þar sem viðgengst að börn falli á milli skips og bryggju á endalausum biðlista eftir greiningu, eftir meðferð, eða viðeigandi stuðningi. Höfundur er lögfræðingur og í kjöri til formanns ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Félagasamtök Alma Ýr Ingólfsdóttir Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Skógrækt er ódýr Pétur Halldórsson Skoðun Einn situr Geir Bakþankar Glósur úr ferð til Brussel Magnús Halldórsson Fastir pennar Pólitískarhliðarverkanir Auðunn Arnórsson Fastir pennar Gera þarf betur Auðunn Arnórsson Fastir pennar Hver borgar? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Góðir strákar Kristín Ólafsdóttir Bakþankar Kofahöfuðborg heimsins Fastir pennar Kaflaskil Jón Kaldal Fastir pennar Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Ég heiti Alma Ýr Ingólfsdóttir, ég hef starfað í sjö ár sem lögfræðingur og sérfræðingur í málefnum og réttindum fatlaðs fólks á skrifstofu ÖBÍ. Ég býð mig fram til formanns ÖBÍ réttindasamtaka á aðalfundi samtakanna núna í október. Ég hef sýnt það í mínu starfi að ég get starfað og náð árangri í að vinna fyrir hagsmunum fatlaðs fólks. Á næstu dögum mun ég kynna mínar megináherslur nái ég kjöri sem formaður. Megináherslur Íslenskt stjórnvöld þurfa að grípa fyrr inn í hjá fötluðum börnum. Burt með biðlista og tryggjum að enginn dragist aftur úr. Hvergi verði gefið eftir í þeirri kröfu að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna umréttindi fatlaðs fólks. Besti árangur næst með góðri samvinnu og samtali við stjórnvöld, stofnanir og samfélagið. Við stöndum á staðreyndum og stefnumálum – en ekki í stríði. ÖBÍ þarf að starfa vel með sínum aðildarfélögum og hlusta á þeirra sjónarmið. Inngilding fatlaðs fólks á vinnumarkað er lykilatriði – með atvinnulífi og verkalýðshreyfingunni vinnum við gegn fordómum og með aukinni þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Í okkur felast tækifæri og ávinningur. Skilningur stjórnvalda á fötlun innan skortir. Ósýnileg fötlun og langvinnir sjúkdómar virðast ekki teljast með. Því þarf að breyta. Framfærsla er grundvöllur lífs. Við getum ekki sætt okkur við sem samfélag, aukna fátækt og stéttaskiptingu sem hefur áhrif á öll. Fyrsta áherslumálið mitt eru málefni fatlaðra barna og ungmenna Við þurfum að tryggja snemmtæka íhlutun fyrir börnin okkar og grípa inn í áður en í óefni er komið, tryggja tækifæri fatlaðra barna, ungmenna og ungs fólks til jafns við aðra. Við verðum að berjast gegn allt of löngum biðlistum og tryggja skilning á nauðsyn þjónustunnar, sem kemur í veg fyrir að börnin okkar heltist úr lest jafnaldra sinna. Slíkt hefur alvarlegar afleiðingar. Ólíðandi er að börn séu að bíða í allt að tvö ár eftir tiltekinni greiningu en eftir greiningu tekur við annars konar bið eftir viðeigandi þjónustu. Líðan, ástand og óvissa getur haft óafturkræfar afleiðingar fyrir börnin sem og fjölskyldur þeirra. Við eigum sögu um fötluð börn sem stjórnvöld sinntu ekki sem skildi og urðu síðar viðfangsefni annarra kerfa og samfélagsins. Við eigum ekki að samþykkja samfélag þar sem viðgengst að börn falli á milli skips og bryggju á endalausum biðlista eftir greiningu, eftir meðferð, eða viðeigandi stuðningi. Höfundur er lögfræðingur og í kjöri til formanns ÖBÍ réttindasamtaka.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar