Eitt prósent Hveragerðisbúa missir vinnuna Árni Sæberg skrifar 30. september 2023 12:14 Dvalarheimilið Ás í Hveragerði. Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir uppsagnir fjölda starfsmanna dvalarheimilisins Áss í Hveragerði högg fyrir bæinn. Hann ætlar að reyna að fá Grund til að hætta við uppsagnirnar. Vísir greindi frá því á dögunum að 38 starfsmenn Grundarheimilanna hefðu fengið þær fregnir frá stéttarfélagi sínu að störf þeirra hefðu verið lögð niður. Geir Sveinsson bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir að íbúar Hveragerðis séu í áfalli yfir tíðindunum. „Við hörmum þetta gríðarlega. að þessi uppsögn hafi komið. Fyrir sveitarfélag eins og Hveragerði er þetta auðvitað stórt og mikið högg. Síðustu daga hefur einfaldlega verið þungt hljóð í bæjarbúum. Þetta er um eitt prósent íbúa.“ Á fund með forstjóranum Geir hefur rætt við forsvarsmenn Grundar og á bókaðan fund með Karli Óttari Einarssyni á mánudag þar sem farið verður yfir málin. „Við ætlum að sjá og ræða hvort ekki megi endurskoða þetta og athuga hvernig staðan er. Ég er kannski ekki allt of bjartsýnn með það, en mér finnst algerlega vera tilraunarinnar virði að hitta Karl Óttar, því að þetta hefur mjög mikil áhrif. Þetta er gott starfsfólk sem hefur unnið góða vinnu, og þarfa vinnu.“ Þjóðin eldist og íbúum fjölgar Þá segir hann að mikilvægt sé að öflugt dvalarheimili sé rekið í Hveragerði og góð þjónusta við aldraða íbúa þess sé tryggð. „Þeir fullyrða að þetta muni ekki hafa nein áhrif á það en engu að síður hef ég áhuga á að fara yfir það. Af því að okkur fer fjölgandi og eldri íbúum sömuleiðis og það er mjög mikilvægt að gott starf sé unnið á þessum stöðum og hlúð að því fólki sem þarna er. Þó að stór hluti sé í hreingerningum og öðru þá er mjög svo mikilvægt á þessum stöðum, það er hvert einasta starf mikilvægt. Þess vegna viljum auðvitað tryggja það að þetta fólk missi ekki vinnu sína, ef okkur er þess kostur.“ Hveragerði Vinnumarkaður Eldri borgarar Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira
Vísir greindi frá því á dögunum að 38 starfsmenn Grundarheimilanna hefðu fengið þær fregnir frá stéttarfélagi sínu að störf þeirra hefðu verið lögð niður. Geir Sveinsson bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir að íbúar Hveragerðis séu í áfalli yfir tíðindunum. „Við hörmum þetta gríðarlega. að þessi uppsögn hafi komið. Fyrir sveitarfélag eins og Hveragerði er þetta auðvitað stórt og mikið högg. Síðustu daga hefur einfaldlega verið þungt hljóð í bæjarbúum. Þetta er um eitt prósent íbúa.“ Á fund með forstjóranum Geir hefur rætt við forsvarsmenn Grundar og á bókaðan fund með Karli Óttari Einarssyni á mánudag þar sem farið verður yfir málin. „Við ætlum að sjá og ræða hvort ekki megi endurskoða þetta og athuga hvernig staðan er. Ég er kannski ekki allt of bjartsýnn með það, en mér finnst algerlega vera tilraunarinnar virði að hitta Karl Óttar, því að þetta hefur mjög mikil áhrif. Þetta er gott starfsfólk sem hefur unnið góða vinnu, og þarfa vinnu.“ Þjóðin eldist og íbúum fjölgar Þá segir hann að mikilvægt sé að öflugt dvalarheimili sé rekið í Hveragerði og góð þjónusta við aldraða íbúa þess sé tryggð. „Þeir fullyrða að þetta muni ekki hafa nein áhrif á það en engu að síður hef ég áhuga á að fara yfir það. Af því að okkur fer fjölgandi og eldri íbúum sömuleiðis og það er mjög mikilvægt að gott starf sé unnið á þessum stöðum og hlúð að því fólki sem þarna er. Þó að stór hluti sé í hreingerningum og öðru þá er mjög svo mikilvægt á þessum stöðum, það er hvert einasta starf mikilvægt. Þess vegna viljum auðvitað tryggja það að þetta fólk missi ekki vinnu sína, ef okkur er þess kostur.“
Hveragerði Vinnumarkaður Eldri borgarar Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira