Jón Steinar tekur upp hanskann Sævar Þór Jónsson skrifar 29. september 2023 07:31 Nú á dögunum birti Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, gagnrýni á fréttaflutning RÚV í tengslum við dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli nokkru þar sem sakborningi var ekki gerð refsing sökum ósakhæfis. Fréttaflutningurinn var í raun viðtal við brotaþola í málinu en málið varðaði gróft og ítrekað ofbeldi í nánu sambandi. Þess má geta að dómurinn vakti athygli fleiri fjölmiðla og var fjallað um hann á nokkrum stöðum. Umfjöllun RÚV var meira í ætt við það sem kalla má umfjöllun af mannlegum toga (e. human interest) heldur en beinn fréttaflutningur. Gagnrýni Jóns Steinars laut að því að umfjöllunin hafi verið einhliða út frá upplifun og sjónarhóli brotaþola, ekki hafi verið gætt þess að fjalla um forsendur dómsins, einkum ástæður þess að sakborningi var ekki dæmd refsing og, eins og hann sjálfur komst að orði, hafi sjálfsagt flestir talið að mannvonsku dómarans hafi verið um að kenna að manninum var ekki refsað. Kastaði Jón Steinar meira að segja fram þeirri spurningu hvort þetta félli undir það sem kallað er æsifréttamennska. Með þessu finnst mér verið að slá ryki í augu lesenda og beina sjónum þeirra frá því sem viðtalið er raunverulega að fjalla um, sem er bágborin staða brotaþola í réttarvörslukerfinu. Þótt Hæstaréttardómarinn fyrrverandi hafi séð sig knúinn til þess að taka upp hanskann fyrir fyrrverandi kollega og benda á forsendur þess að refsing var ekki dæmd, þá finnst mér það ekki vera aðalatriðið. Dómarinn dæmir eftir lögunum en álitaefnið er hvort lögin séu rétt og sanngjörn. Eða nánar tiltekið í þessu tilviki hvort réttarstaða brotaþola, einkum í ofbeldis- og kynferðisbrotum, sé nægilega tryggði í núgildandi lögum. Upprunalega voru mannréttindi lögfest í því skyni að vernda borgarana fyrir afskiptum ríkisvaldsins. Mannréttindakafli stjórnarskrárinnar lýðveldisins Íslands er af sömu rót sprottinn. Í þeim anda þróuðust reglur um réttláta málsmeðferð fyrir dómi en fókus þeirra reglna hefur frá upphafi verið á réttarstöðu þess aðila sem borinn er sökum og að hann fái réttláta meðferð. Sakborningur á rétt á verjanda, aðgang að gögnum, hann getur fengið niðurstöðu neðra dómstigs endurskoðaða af öðru dómstigi o.s.frv. Þessar reglur eiga auðvitað rétt á sér og eru óumdeildar. Þolendur afbrota aftur á móti njóta ekki sömu stöðu í réttarvörslukerfinu. Staða þeirra er takmörkuð og sýnir aðstöðu þeirra oft lítinn skilning. Brotaþolar eru ekki aðilar að sakamáli og njóta þarf af leiðandi ekki sömu réttinda og sökunautur. Brotaþoli hefur ekki sama rétt til aðgangs að gögnum málsins, hann má heldur ekki tjá sig munnlega fyrir dómi um kröfur ákæruvaldsins og hendur hans eru að mestu leyti bundnar við einkaréttarlegar kröfur hans, hafi hann þær á annað borð uppi. Hér er verið að tala um bótakröfu sem að réttargæslumenn brotaþola gera öllu jafna. Þá hefur brotaþoli almennt lítið um það að segja hvort ákæra sé gefin út eða hvort sýknudómi í héraði sé áfrýjað til æðri dóms. Upplifun brotaþola er oft sú að þeir hafi lítið vægi og enn minni áhrif á meðferð sakamála – máls sem snýst um atvik í lífi brotaþolans sjálfs og sem hefur, einkum í tilviki ofbeldis- og kynferðisbrota, haft áhrif á líf hans með afgerandi hætti. Þolandinn er vanmáttugur og bjargráðalaus. Ekki bætir út skák að miskabætur til handa brotaþolum eru afar lágar hér á landi. Upplifun brotaþola getur því stundum verið sú að þeir séu afgangsstærð í réttarvörslukerfinu og þeir upplifa hvorki sanngirni né að réttlætið hafi náð fram að ganga. Annar fyrrverandi Hæstaréttardómari, Hjördís Björk Hákonardóttir, skrifaði um traust til dómstóla í aðsendri grein sem birtist í Kjarnanum árið 2020. Tilefnið var mæling þjóðarpúls Gallups á trausti almennings til dómstóla. Þótt Hjördísi hafi þótt niðurstöður þjóðarpúlsins óverðskuldaðar þá tók hún fram að ásýnd hafi áhrif á traust og ásýnd skipti máli. Í því samhengi vísar hún til orðanna að ekki sé fullnægjandi að réttlætis sé í raun gætt heldur verði það einnig að sjást. Í maí 2019 gerði Hildar Fjólu Antonsdóttur greinargerð um leiðir til að styrkja réttarstöðu brotaþola sem unnin var fyrir stýrihóp forsætisráðherra um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Í greinargerðinni var vakið máls á framangreindum atriðum og gerðar tillögur til úrbóta. Sumt af því hefur gengið eftir en ekki allt. Það er afar brýnt að áfram verði unnið að úrbótum á þessu sviði. Lögin eiga að tryggja réttlæti og traust almennings til dómstóla helst í hendur við það hversu réttlætið er sýnilegt. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Dómstólar Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Sjá meira
Nú á dögunum birti Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, gagnrýni á fréttaflutning RÚV í tengslum við dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli nokkru þar sem sakborningi var ekki gerð refsing sökum ósakhæfis. Fréttaflutningurinn var í raun viðtal við brotaþola í málinu en málið varðaði gróft og ítrekað ofbeldi í nánu sambandi. Þess má geta að dómurinn vakti athygli fleiri fjölmiðla og var fjallað um hann á nokkrum stöðum. Umfjöllun RÚV var meira í ætt við það sem kalla má umfjöllun af mannlegum toga (e. human interest) heldur en beinn fréttaflutningur. Gagnrýni Jóns Steinars laut að því að umfjöllunin hafi verið einhliða út frá upplifun og sjónarhóli brotaþola, ekki hafi verið gætt þess að fjalla um forsendur dómsins, einkum ástæður þess að sakborningi var ekki dæmd refsing og, eins og hann sjálfur komst að orði, hafi sjálfsagt flestir talið að mannvonsku dómarans hafi verið um að kenna að manninum var ekki refsað. Kastaði Jón Steinar meira að segja fram þeirri spurningu hvort þetta félli undir það sem kallað er æsifréttamennska. Með þessu finnst mér verið að slá ryki í augu lesenda og beina sjónum þeirra frá því sem viðtalið er raunverulega að fjalla um, sem er bágborin staða brotaþola í réttarvörslukerfinu. Þótt Hæstaréttardómarinn fyrrverandi hafi séð sig knúinn til þess að taka upp hanskann fyrir fyrrverandi kollega og benda á forsendur þess að refsing var ekki dæmd, þá finnst mér það ekki vera aðalatriðið. Dómarinn dæmir eftir lögunum en álitaefnið er hvort lögin séu rétt og sanngjörn. Eða nánar tiltekið í þessu tilviki hvort réttarstaða brotaþola, einkum í ofbeldis- og kynferðisbrotum, sé nægilega tryggði í núgildandi lögum. Upprunalega voru mannréttindi lögfest í því skyni að vernda borgarana fyrir afskiptum ríkisvaldsins. Mannréttindakafli stjórnarskrárinnar lýðveldisins Íslands er af sömu rót sprottinn. Í þeim anda þróuðust reglur um réttláta málsmeðferð fyrir dómi en fókus þeirra reglna hefur frá upphafi verið á réttarstöðu þess aðila sem borinn er sökum og að hann fái réttláta meðferð. Sakborningur á rétt á verjanda, aðgang að gögnum, hann getur fengið niðurstöðu neðra dómstigs endurskoðaða af öðru dómstigi o.s.frv. Þessar reglur eiga auðvitað rétt á sér og eru óumdeildar. Þolendur afbrota aftur á móti njóta ekki sömu stöðu í réttarvörslukerfinu. Staða þeirra er takmörkuð og sýnir aðstöðu þeirra oft lítinn skilning. Brotaþolar eru ekki aðilar að sakamáli og njóta þarf af leiðandi ekki sömu réttinda og sökunautur. Brotaþoli hefur ekki sama rétt til aðgangs að gögnum málsins, hann má heldur ekki tjá sig munnlega fyrir dómi um kröfur ákæruvaldsins og hendur hans eru að mestu leyti bundnar við einkaréttarlegar kröfur hans, hafi hann þær á annað borð uppi. Hér er verið að tala um bótakröfu sem að réttargæslumenn brotaþola gera öllu jafna. Þá hefur brotaþoli almennt lítið um það að segja hvort ákæra sé gefin út eða hvort sýknudómi í héraði sé áfrýjað til æðri dóms. Upplifun brotaþola er oft sú að þeir hafi lítið vægi og enn minni áhrif á meðferð sakamála – máls sem snýst um atvik í lífi brotaþolans sjálfs og sem hefur, einkum í tilviki ofbeldis- og kynferðisbrota, haft áhrif á líf hans með afgerandi hætti. Þolandinn er vanmáttugur og bjargráðalaus. Ekki bætir út skák að miskabætur til handa brotaþolum eru afar lágar hér á landi. Upplifun brotaþola getur því stundum verið sú að þeir séu afgangsstærð í réttarvörslukerfinu og þeir upplifa hvorki sanngirni né að réttlætið hafi náð fram að ganga. Annar fyrrverandi Hæstaréttardómari, Hjördís Björk Hákonardóttir, skrifaði um traust til dómstóla í aðsendri grein sem birtist í Kjarnanum árið 2020. Tilefnið var mæling þjóðarpúls Gallups á trausti almennings til dómstóla. Þótt Hjördísi hafi þótt niðurstöður þjóðarpúlsins óverðskuldaðar þá tók hún fram að ásýnd hafi áhrif á traust og ásýnd skipti máli. Í því samhengi vísar hún til orðanna að ekki sé fullnægjandi að réttlætis sé í raun gætt heldur verði það einnig að sjást. Í maí 2019 gerði Hildar Fjólu Antonsdóttur greinargerð um leiðir til að styrkja réttarstöðu brotaþola sem unnin var fyrir stýrihóp forsætisráðherra um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Í greinargerðinni var vakið máls á framangreindum atriðum og gerðar tillögur til úrbóta. Sumt af því hefur gengið eftir en ekki allt. Það er afar brýnt að áfram verði unnið að úrbótum á þessu sviði. Lögin eiga að tryggja réttlæti og traust almennings til dómstóla helst í hendur við það hversu réttlætið er sýnilegt. Höfundur er lögmaður.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun