Breytingarnar á gjaldskyldu og gjaldskrá taka gildi um helgina Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2023 13:36 Gjaldskyldutími á gjaldsvæðum P1 og P2 verður lengdur til klukkan 21, bæði á virkum dögum og á laugardögum. Vísir/Vilhelm Breytingar á gjaldskyldu og gjaldskrá bílastæða Reykjavíkurborgar taka gildi núna um mánaðamótin. Gjaldskyldutími á gjaldsvæðum P1 og P2 verður lengdur til klukkan 21 á virkum dögum og á laugardögum, gjaldskylda verður tekin upp á gjaldsvæðum P1 og P2 milli klukkan 10 og 21 á sunnudögum og þá verður gjaldskyldutími á gjaldsvæði 3 milli klukkan 9 og 18 á virkum dögum. Þá hækkar gjald á gjaldsvæði P1 í 600 krónur á klukkustund, en gjaldið var áður 430 krónur á klukkustund og verður þar nú einungis heimilt að leggja í þrjár klukkustundir í senn. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að unnið verði að því í dag og á morgun að breyta tæplega þrjú hundruð skiltum í borginni. Verðið sjálft taki þó ekki breytingum fyrr en sunnudaginn 1. október hvort sem greitt sé í gegnum mæla, öpp eða vef. Yfirlit yfir breytingarnar Gjaldskyldutími á gjaldsvæðum P1 og P2 verður lengdur til klukkan 21, bæði á virkum dögum og á laugardögum. Að auki verður tekin upp gjaldskylda á gjaldsvæðum P1 og P2 á milli klukkan 10 og 21 á sunnudögum. Gjaldskyldutími á gjaldsvæði 3 verður 9-18 virka daga. Á vef borgarinnar segir að handhafar stæðiskorts hreyfihamlaðra leggi gjaldfrjálst í bílastæði hvort sem þau séu merkt hreyfihömluðum eða ekki og gildi hámarkstími á gjaldsvæði P1 ekki fyrir þá. Styður við þjónustuaðila, gesti og íbúa Gjaldskylda á bílastæðum Reykjavíkur hefur þann tilgang að framfylgja markmiðum Aðalskipulags Reykjavíkur og stuðla að fjölbreyttri notkun bílastæða í borgarlandi með því að stýra eftirspurn eftir bílastæðum og styðja þannig við þjónustuaðila, gesti og íbúa. Borgarráð samþykkti þessa tilllögu að breytingum á gjaldskyldu fyrir bílastæði Reykjavíkurborgar í sumar og var greint frá fyrirhuguðum breytingum í ítarlegri frétt um málið í lok júní,“ segir í tilkynningunni. Bílastæði Neytendur Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Gjaldskyldutími á gjaldsvæðum P1 og P2 verður lengdur til klukkan 21 á virkum dögum og á laugardögum, gjaldskylda verður tekin upp á gjaldsvæðum P1 og P2 milli klukkan 10 og 21 á sunnudögum og þá verður gjaldskyldutími á gjaldsvæði 3 milli klukkan 9 og 18 á virkum dögum. Þá hækkar gjald á gjaldsvæði P1 í 600 krónur á klukkustund, en gjaldið var áður 430 krónur á klukkustund og verður þar nú einungis heimilt að leggja í þrjár klukkustundir í senn. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að unnið verði að því í dag og á morgun að breyta tæplega þrjú hundruð skiltum í borginni. Verðið sjálft taki þó ekki breytingum fyrr en sunnudaginn 1. október hvort sem greitt sé í gegnum mæla, öpp eða vef. Yfirlit yfir breytingarnar Gjaldskyldutími á gjaldsvæðum P1 og P2 verður lengdur til klukkan 21, bæði á virkum dögum og á laugardögum. Að auki verður tekin upp gjaldskylda á gjaldsvæðum P1 og P2 á milli klukkan 10 og 21 á sunnudögum. Gjaldskyldutími á gjaldsvæði 3 verður 9-18 virka daga. Á vef borgarinnar segir að handhafar stæðiskorts hreyfihamlaðra leggi gjaldfrjálst í bílastæði hvort sem þau séu merkt hreyfihömluðum eða ekki og gildi hámarkstími á gjaldsvæði P1 ekki fyrir þá. Styður við þjónustuaðila, gesti og íbúa Gjaldskylda á bílastæðum Reykjavíkur hefur þann tilgang að framfylgja markmiðum Aðalskipulags Reykjavíkur og stuðla að fjölbreyttri notkun bílastæða í borgarlandi með því að stýra eftirspurn eftir bílastæðum og styðja þannig við þjónustuaðila, gesti og íbúa. Borgarráð samþykkti þessa tilllögu að breytingum á gjaldskyldu fyrir bílastæði Reykjavíkurborgar í sumar og var greint frá fyrirhuguðum breytingum í ítarlegri frétt um málið í lok júní,“ segir í tilkynningunni.
Bílastæði Neytendur Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira