Arnar um samskiptin við Óskar Hrafn eftir leik: „Ég fílaði þetta ekki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. september 2023 08:01 Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson skiptast á orðum. vísir/hulda margrét Eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í gær lentu þjálfarar liðanna, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Arnar Gunnlaugsson, í orðaskaki. Arnar ræddi samskipti og ríginn milli þeirra í Stúkunni. Breiðablik vann nýkrýnda Íslandsmeistara Víkings, 3-1, í lokaleik 24. umferðar Bestu deildarinnar í gær. Grunnt er á því góða milli þessara liða og eftir leikinn skiptust þeir Óskar Hrafn og Arnar á einhverjum orðum. Arnar mætti í Stúkuna eftir leikinn á Kópavogsvelli þar sem hann var spurður út í samskiptin við Óskar Hrafn og ríginn milli þeirra og Víkings og Breiðabliks. „Þetta eru eins og börnin manns, þessi lið. Það er svo mannlegt eðli að svara fyrir sig, eins barnalega og það hljómar þarf maður stundum að bíta í hnúann til að svara ekki öllu alltaf á þessum tímum samfélagsmiðla,“ sagði Arnar. „Í þessu tilfelli, það eru ákveðnar reglur eftir leiki og það er að takast í hendur almennilega og ekki svo byrja að snúa sér við og byrja að skjóta á þjálfarann, hvað þá þjálfarann sem er nýbúinn að tapa leik. Það eru reglur. Það voru einhver orð látin falla þarna. Ég er svona 99 prósent með skapið hennar mömmu og er mjög rólegur einstaklingur en pabbi poppar stundum upp, þetta eina prósent, og hann er snargeðveikur í skapinu. Ég fílaði þetta ekki og ég fíla ekki þegar liðið mitt er hunsað eftir leiki eins og það sem gerðist.“ Klippa: Stúkan - Arnar um ríg Víkings og Breiðabliks Arnari finnst skotin aðallega koma úr annarri áttinni. „Mér finnst þetta ekkert rosalega mikið koma frá mér. En mér finnst ég alltaf þurfa að svara þegar koma einhver ummæli,“ sagði Arnar. „Þetta eru skot og ég get alveg svarað miklu verr fyrir þetta en ég fer ekki þá leið. Ég trúi því og treysti að hinn almenni fótboltaáhugamaður veit bara alltof mikið um þessa íþrótt og ég þarf ekkert að svara fyrir þetta. En mikið andskoti er þetta gaman samt.“ Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Stúkan Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Þeir pökkuðu deildinni saman en þetta var dýrmætur sigur fyrir okkur „Ég er bara mjög ánægður, dýrmætur sigur og mér fannst þetta öflug frammistaða. Menn voru orðnir þreyttir undir lokin og þurftu að grafa svolítið“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks eftir 3-1 sigur sinna manna gegn nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings. 25. september 2023 22:34 Höskuldur: Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna „Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna okkar og bara flott frammistaða“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir 3-1 sigur gegn Víkingi. Höskuldur skoraði annað mark leiksins og átti góðan leik á miðjunni hjá Blikum. 25. september 2023 21:54 Arnar Gunnlaugs: Fer ekki upp úr rúminu á hverjum degi og hugsa um Breiðablik Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistaraliðs Víkings, ræddi við Stöð 2 Sport áður en leikur Víkinga og Breiðabliks hófst í Bestu deild karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli. Þar lét hann áhugaverð ummæli falla. 25. september 2023 20:06 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Breiðablik vann nýkrýnda Íslandsmeistara Víkings, 3-1, í lokaleik 24. umferðar Bestu deildarinnar í gær. Grunnt er á því góða milli þessara liða og eftir leikinn skiptust þeir Óskar Hrafn og Arnar á einhverjum orðum. Arnar mætti í Stúkuna eftir leikinn á Kópavogsvelli þar sem hann var spurður út í samskiptin við Óskar Hrafn og ríginn milli þeirra og Víkings og Breiðabliks. „Þetta eru eins og börnin manns, þessi lið. Það er svo mannlegt eðli að svara fyrir sig, eins barnalega og það hljómar þarf maður stundum að bíta í hnúann til að svara ekki öllu alltaf á þessum tímum samfélagsmiðla,“ sagði Arnar. „Í þessu tilfelli, það eru ákveðnar reglur eftir leiki og það er að takast í hendur almennilega og ekki svo byrja að snúa sér við og byrja að skjóta á þjálfarann, hvað þá þjálfarann sem er nýbúinn að tapa leik. Það eru reglur. Það voru einhver orð látin falla þarna. Ég er svona 99 prósent með skapið hennar mömmu og er mjög rólegur einstaklingur en pabbi poppar stundum upp, þetta eina prósent, og hann er snargeðveikur í skapinu. Ég fílaði þetta ekki og ég fíla ekki þegar liðið mitt er hunsað eftir leiki eins og það sem gerðist.“ Klippa: Stúkan - Arnar um ríg Víkings og Breiðabliks Arnari finnst skotin aðallega koma úr annarri áttinni. „Mér finnst þetta ekkert rosalega mikið koma frá mér. En mér finnst ég alltaf þurfa að svara þegar koma einhver ummæli,“ sagði Arnar. „Þetta eru skot og ég get alveg svarað miklu verr fyrir þetta en ég fer ekki þá leið. Ég trúi því og treysti að hinn almenni fótboltaáhugamaður veit bara alltof mikið um þessa íþrótt og ég þarf ekkert að svara fyrir þetta. En mikið andskoti er þetta gaman samt.“ Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Stúkan Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Þeir pökkuðu deildinni saman en þetta var dýrmætur sigur fyrir okkur „Ég er bara mjög ánægður, dýrmætur sigur og mér fannst þetta öflug frammistaða. Menn voru orðnir þreyttir undir lokin og þurftu að grafa svolítið“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks eftir 3-1 sigur sinna manna gegn nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings. 25. september 2023 22:34 Höskuldur: Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna „Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna okkar og bara flott frammistaða“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir 3-1 sigur gegn Víkingi. Höskuldur skoraði annað mark leiksins og átti góðan leik á miðjunni hjá Blikum. 25. september 2023 21:54 Arnar Gunnlaugs: Fer ekki upp úr rúminu á hverjum degi og hugsa um Breiðablik Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistaraliðs Víkings, ræddi við Stöð 2 Sport áður en leikur Víkinga og Breiðabliks hófst í Bestu deild karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli. Þar lét hann áhugaverð ummæli falla. 25. september 2023 20:06 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Óskar Hrafn: Þeir pökkuðu deildinni saman en þetta var dýrmætur sigur fyrir okkur „Ég er bara mjög ánægður, dýrmætur sigur og mér fannst þetta öflug frammistaða. Menn voru orðnir þreyttir undir lokin og þurftu að grafa svolítið“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks eftir 3-1 sigur sinna manna gegn nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings. 25. september 2023 22:34
Höskuldur: Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna „Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna okkar og bara flott frammistaða“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir 3-1 sigur gegn Víkingi. Höskuldur skoraði annað mark leiksins og átti góðan leik á miðjunni hjá Blikum. 25. september 2023 21:54
Arnar Gunnlaugs: Fer ekki upp úr rúminu á hverjum degi og hugsa um Breiðablik Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistaraliðs Víkings, ræddi við Stöð 2 Sport áður en leikur Víkinga og Breiðabliks hófst í Bestu deild karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli. Þar lét hann áhugaverð ummæli falla. 25. september 2023 20:06