Þrír Danir ákærðir í skútumáli Bjarki Sigurðsson skrifar 25. september 2023 10:33 Mennirnir voru handteknir í lok júní á þessu ári. Vísir/Vilhelm Þrír danskir ríkisborgarar hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir stórfelld fíkniefnabrot. Eru þeir sagðir hafa reynt að smygla tæplega 160 kílóum af hassi til Grænlands. Munu þeir hafa siglt með fíkniefnin að Íslandsströndum á leið sinni. Mennirnir þrír voru handteknir í lok júní á þessu ári. Tveir þeirra voru um borð í skútunni úti fyrir Garðskagavita í Suðurnesjabæ. Sá þriðji var handtekinn á landi. Þeir tveir sem voru um borð í skútunni eru fæddir árin 1970 og 1989. Eru þeir ákærðir fyrir að hafa haft efnin í vörslum sínum í skútunni og ætlað sér að sigla með þau áfram til Grænlands til sölu- og dreifingar þar. Tekið er fram í ákæru að skútan hafi verið sjósett í Danmörku. Þriðji maðurinn er fæddur árið 2002 en hann er sagður hafa komið til Íslands að fyrirmælum óþekktra aðila. Fékk hann frá þeim fjármagn og leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum. Flaug hann hingað til lands og hitti annan mannanna í fjörunni við Garðskagavita. Færði hann honum þar ýmsar vistir, þar á meðal bensín og utanborðsmótor. Fjölmargir munir voru gerðir upptækir við rannsókn málsins, flest allt munir sem fundust um borð í skútunni. Má þar nefna slípirokk, juðara, hitablásara, vakúmpökkunarvél, nokkra farsíma og fyrirframgreidd kort. Er þess krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Smygl Lögreglumál Fíkniefnabrot Skútumálið 2023 Tengdar fréttir Enn eitt skútumálið komið upp hér á landi Enn eitt skútumálið er komið upp hér á landi eftir að umfangsmiklar aðgerðir lögreglu með aðstoð fjölmargra aðila leiddi til handtöku þriggja karlmanna snemma morguns laugardag vegna smygls á miklu magni fíkniefna. Ráðist var til aðgerða undan vestarlega við suðurströnd Íslands. 26. júní 2023 15:49 Langt síðan lögreglan hefur lagt hald á viðlíka magn af hassi Lögreglan hefur staðfest að fíkniefnin sem lagt var hald á í skútu undan Suðurnesjum á laugardag voru hass. Grímur Grímsson segir langt síðan lögreglan hefur lagt hald á slíkt magn af hassi. 27. júní 2023 14:52 Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í skútumálinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast þess á morgun að þrír menn, sem grunaður eru um umfangsmikið smygl á hassi til landsins, verði úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald. 28. ágúst 2023 20:38 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Mennirnir þrír voru handteknir í lok júní á þessu ári. Tveir þeirra voru um borð í skútunni úti fyrir Garðskagavita í Suðurnesjabæ. Sá þriðji var handtekinn á landi. Þeir tveir sem voru um borð í skútunni eru fæddir árin 1970 og 1989. Eru þeir ákærðir fyrir að hafa haft efnin í vörslum sínum í skútunni og ætlað sér að sigla með þau áfram til Grænlands til sölu- og dreifingar þar. Tekið er fram í ákæru að skútan hafi verið sjósett í Danmörku. Þriðji maðurinn er fæddur árið 2002 en hann er sagður hafa komið til Íslands að fyrirmælum óþekktra aðila. Fékk hann frá þeim fjármagn og leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum. Flaug hann hingað til lands og hitti annan mannanna í fjörunni við Garðskagavita. Færði hann honum þar ýmsar vistir, þar á meðal bensín og utanborðsmótor. Fjölmargir munir voru gerðir upptækir við rannsókn málsins, flest allt munir sem fundust um borð í skútunni. Má þar nefna slípirokk, juðara, hitablásara, vakúmpökkunarvél, nokkra farsíma og fyrirframgreidd kort. Er þess krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.
Smygl Lögreglumál Fíkniefnabrot Skútumálið 2023 Tengdar fréttir Enn eitt skútumálið komið upp hér á landi Enn eitt skútumálið er komið upp hér á landi eftir að umfangsmiklar aðgerðir lögreglu með aðstoð fjölmargra aðila leiddi til handtöku þriggja karlmanna snemma morguns laugardag vegna smygls á miklu magni fíkniefna. Ráðist var til aðgerða undan vestarlega við suðurströnd Íslands. 26. júní 2023 15:49 Langt síðan lögreglan hefur lagt hald á viðlíka magn af hassi Lögreglan hefur staðfest að fíkniefnin sem lagt var hald á í skútu undan Suðurnesjum á laugardag voru hass. Grímur Grímsson segir langt síðan lögreglan hefur lagt hald á slíkt magn af hassi. 27. júní 2023 14:52 Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í skútumálinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast þess á morgun að þrír menn, sem grunaður eru um umfangsmikið smygl á hassi til landsins, verði úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald. 28. ágúst 2023 20:38 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Enn eitt skútumálið komið upp hér á landi Enn eitt skútumálið er komið upp hér á landi eftir að umfangsmiklar aðgerðir lögreglu með aðstoð fjölmargra aðila leiddi til handtöku þriggja karlmanna snemma morguns laugardag vegna smygls á miklu magni fíkniefna. Ráðist var til aðgerða undan vestarlega við suðurströnd Íslands. 26. júní 2023 15:49
Langt síðan lögreglan hefur lagt hald á viðlíka magn af hassi Lögreglan hefur staðfest að fíkniefnin sem lagt var hald á í skútu undan Suðurnesjum á laugardag voru hass. Grímur Grímsson segir langt síðan lögreglan hefur lagt hald á slíkt magn af hassi. 27. júní 2023 14:52
Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í skútumálinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast þess á morgun að þrír menn, sem grunaður eru um umfangsmikið smygl á hassi til landsins, verði úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald. 28. ágúst 2023 20:38