Nýtt fangelsi byggt á Litla-Hrauni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. september 2023 09:52 Nýtt fangelsi verður byggt á Litla-Hrauni sem á að koma í staðinn fyrir núverandi fangelsi. Vísir/Vilhelm Stórtækar breytingar í fangelsismálum voru boðaðar á blaðamannafundi á Litla-Hrauni í morgun. Til stendur að byggja nýtt fangelsi, fjölga opnum rýmum á Sogni og endurskoða lög um fullnustu refsinga. Aukin áhersla verður lögð á betrun. Á blaðamannafundinum var greint frá því að að ítarleg skoðun og greining á aðstöðunni á Litla-Hrauni væri nú að baki. Niðurstaðan væri sú að nauðsynlegt væri að ráðast í byggingu nýs fangelsis sem eigi að koma í staðinn fyrir aðstöðuna sem nú er á Litla Hrauni. Ekki hefur verið ákveðið hvað verður gert við eldra húsnæðið en frelsissviptir verða hið minnsta ekki vistaðir þar. Áherslu á að leggja á bætt öryggi fanga og starfsfólks fangelsa en jafnframt bættan aðbúnað heimsóknargesta, þar sem gætt verður sérstaklega að þörfum barna. Áætlaður kostnaður við byggingu nýs fangelsis er um sjö milljarðar króna og undirbúningur verður strax hafinn.l Við uppbygginguna á að leggja sérstaka áherslu á nútímaþekkingu á sviði betrunar og öryggismála, að því er fram kom í máli Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, í morgun. Hagkvæmara að byggja frá grunni Guðrún segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki svarað kostnaði að gera endurbætur á núverandi húsnæði. „Ríkisstjórnin var búin að ákveða það að setja rúma tvo milljarða í endurbætur hér á Litla-Hrauni. Framkvæmdasýsla ríkisins er búin að vera með það verkefni undanfarna mánuði. Það er niðurstaðan að húsakostur hér sé í þannig ásigkomulagi að það borgi sig ekki að setja svona mikið fé í endurbætur. Litla-Hraun hefur verið byggt á mismunandi tíma. Fyrsta húsið var byggt árið 1929 og þá ekki einu sinni sem fangelsi, heldur sem sjúkrahús. Allar götur síðan höfum við verið að byggja hér við og hnýta saman mismunandi byggingar. Það hefur aldrei verið farið í heildræna uppbyggingu hér á fangelsi með öllum þeim þörfum sem það inniheldur,“ segir Guðrún. „Þannig að það er niðurstaða okkar að það svari ekki kostnaði að setja svona mikið fé í endurbætur heldur er það niðurstaðan að byggja nýtt fangelsi frá grunni.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsanna á Litla-Hrauni og Sogni.vísir/Margrét Björk Þá á að fjölga opnum rýmum í fangelsinu á Sogni og verða fjórtán ný rými tekin í notkun á næstu mánuðum. Þar eru fyrir 21 rými og er því um töluverða stækkun að ræða. Kostnaður við þá uppbyggingu er sögð nema um 350 milljónum króna. Með þessu á meðal annars að bregðast við ábendingum frá Umboðsmanni Alþingis varðandi stöðu kvenna í fangelsum en í nýlegri skýrslu kom fram að hún væri lakari en staða karla. Með þessu á að auka möguleika kvenna á að taka út vistun sína í viðeigandi aðstæðum, að því er fram kom á fundinum í morgun. Áhersla á betrun Samhliða umbótum á innviðum fangelsiskerfisins á að endurskoða lög um fullnustu refsinga með áherslu á betrun og nútímalega nálgun. Endurskoðunin er sögð tímabær í ljósi reynslu síðustu ára og aðfinnslna eftirlitsstofnana þingsins og alþjóðlegra eftirlitsstofnana. Fangelsismál Árborg Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Sjá meira
Á blaðamannafundinum var greint frá því að að ítarleg skoðun og greining á aðstöðunni á Litla-Hrauni væri nú að baki. Niðurstaðan væri sú að nauðsynlegt væri að ráðast í byggingu nýs fangelsis sem eigi að koma í staðinn fyrir aðstöðuna sem nú er á Litla Hrauni. Ekki hefur verið ákveðið hvað verður gert við eldra húsnæðið en frelsissviptir verða hið minnsta ekki vistaðir þar. Áherslu á að leggja á bætt öryggi fanga og starfsfólks fangelsa en jafnframt bættan aðbúnað heimsóknargesta, þar sem gætt verður sérstaklega að þörfum barna. Áætlaður kostnaður við byggingu nýs fangelsis er um sjö milljarðar króna og undirbúningur verður strax hafinn.l Við uppbygginguna á að leggja sérstaka áherslu á nútímaþekkingu á sviði betrunar og öryggismála, að því er fram kom í máli Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, í morgun. Hagkvæmara að byggja frá grunni Guðrún segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki svarað kostnaði að gera endurbætur á núverandi húsnæði. „Ríkisstjórnin var búin að ákveða það að setja rúma tvo milljarða í endurbætur hér á Litla-Hrauni. Framkvæmdasýsla ríkisins er búin að vera með það verkefni undanfarna mánuði. Það er niðurstaðan að húsakostur hér sé í þannig ásigkomulagi að það borgi sig ekki að setja svona mikið fé í endurbætur. Litla-Hraun hefur verið byggt á mismunandi tíma. Fyrsta húsið var byggt árið 1929 og þá ekki einu sinni sem fangelsi, heldur sem sjúkrahús. Allar götur síðan höfum við verið að byggja hér við og hnýta saman mismunandi byggingar. Það hefur aldrei verið farið í heildræna uppbyggingu hér á fangelsi með öllum þeim þörfum sem það inniheldur,“ segir Guðrún. „Þannig að það er niðurstaða okkar að það svari ekki kostnaði að setja svona mikið fé í endurbætur heldur er það niðurstaðan að byggja nýtt fangelsi frá grunni.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsanna á Litla-Hrauni og Sogni.vísir/Margrét Björk Þá á að fjölga opnum rýmum í fangelsinu á Sogni og verða fjórtán ný rými tekin í notkun á næstu mánuðum. Þar eru fyrir 21 rými og er því um töluverða stækkun að ræða. Kostnaður við þá uppbyggingu er sögð nema um 350 milljónum króna. Með þessu á meðal annars að bregðast við ábendingum frá Umboðsmanni Alþingis varðandi stöðu kvenna í fangelsum en í nýlegri skýrslu kom fram að hún væri lakari en staða karla. Með þessu á að auka möguleika kvenna á að taka út vistun sína í viðeigandi aðstæðum, að því er fram kom á fundinum í morgun. Áhersla á betrun Samhliða umbótum á innviðum fangelsiskerfisins á að endurskoða lög um fullnustu refsinga með áherslu á betrun og nútímalega nálgun. Endurskoðunin er sögð tímabær í ljósi reynslu síðustu ára og aðfinnslna eftirlitsstofnana þingsins og alþjóðlegra eftirlitsstofnana.
Fangelsismál Árborg Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Sjá meira