Sjálfhætt með óverðtryggða vexti ef verðbólga hjaðnar ekki Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. september 2023 12:21 Þeir Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, Ásgeir Jónsson Seðlabankanstjóri og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika bera saman bækur sínar á fundi fjármálastöðugleikarnefndar. Vísir/Einar Greiðslubyrði heimilanna hefur þyngst þrátt fyrir að áhrif vaxtahækkana Seðlabankans séu enn ekki komin fram af fullum þunga. Seðlabankastjóri hvetur heimilin enn á ný að huga að endurfjármögnun lána. Greiðslubyrðin eigi ekki að vera meira en 35 prósent af ráðstöfunartekjum. Eftir fjórtán stýrivaxtahækkanir Seðlabankans í röð er farið að bera á að greiðslubyrði heimilanna sé farin að þyngjast. Þrátt fyrir það eru vanskil heimilanna enn lítil í sögulegu samhengi en það gæti breyst hugi lántakendur og- veitendur ekki að því að breyta fasteignalánum. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að á næstu tólf mánuðum muni stór hópur lántakenda þurfa að breyta fasteignalánum sínum því fastir vextir á óverðtryggðum fasteignalánum séu að losna. „Ég vil hvetja lántakendur til að skoða þá lánsmöguleika sem eru til staðar varðandi lánsskilmála. Tímalengd lána, greiðslubyrði þeirra, mögulega blanda lánum, fara eitthvað í verðtryggt,“ segir Ásgeir. Þetta er algjör viðsnúningur hjá seðlabankastjóra sem ráðlagði fólki fyrir nokkrum misserum að forðast verðtryggð lán. Hann segir að í mikilli verðbólgu eins og nú er breytist allar forsendur hratt. „Við erum að sjá núna að það að svo margir hafa verið með nafnvexti m.ö.o. óverðtryggða vexti, hefur leitt til þess að heimilin hafa ekki borði kostnaðinn af verðbólgunni eins og ef þau hefði verið með verðtryggð lán. Sérstaklega þeir sem hafa verið með fasta nafnvexti en líka þeir sem hafa verið með breytilega. Það hefur þau áhrif að eiginfjárhlutföll heimilanna með fasteignir hækka verulega og það gerist hjá öllum tekjutíundum. Það er náttúrulega mjög erfitt að vera með nafnvaxtalán þegar verðbólgan er svona há því þá verður greiðslubyrðin svo há. Það er erfitt fyrir fólk að nota nánast allar tekjurnar sínar til að standa straum að lánunum. Við settum ákveðin viðmið varðandi greiðslubyrði að hún ætti að vera 35 prósent af ráðstöfunartekjum. Nefndinni finnst erfitt að ef greiðslubyrðin er að fara að hækka um meira en það að leita allra leiða til að halda hlutfallinu niðri og dreifa álaginu,“ segir Ásgeir. Hann bendir á að mestu máli skipti nú að ná verðbólgunni niður. „Þegar verðbólgan er svona há er ill mögulegt að vera með nafnvexti. Við þurfum að ná henni niður svo við getum lækkað aftur vexti. Það er í raun sjálfhætt ef við ætlum að vera með svona háa verðbólgu að byggja upp nafnvaxtakerfi,“ segir Ásgeir. Verðlag Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Eftir fjórtán stýrivaxtahækkanir Seðlabankans í röð er farið að bera á að greiðslubyrði heimilanna sé farin að þyngjast. Þrátt fyrir það eru vanskil heimilanna enn lítil í sögulegu samhengi en það gæti breyst hugi lántakendur og- veitendur ekki að því að breyta fasteignalánum. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að á næstu tólf mánuðum muni stór hópur lántakenda þurfa að breyta fasteignalánum sínum því fastir vextir á óverðtryggðum fasteignalánum séu að losna. „Ég vil hvetja lántakendur til að skoða þá lánsmöguleika sem eru til staðar varðandi lánsskilmála. Tímalengd lána, greiðslubyrði þeirra, mögulega blanda lánum, fara eitthvað í verðtryggt,“ segir Ásgeir. Þetta er algjör viðsnúningur hjá seðlabankastjóra sem ráðlagði fólki fyrir nokkrum misserum að forðast verðtryggð lán. Hann segir að í mikilli verðbólgu eins og nú er breytist allar forsendur hratt. „Við erum að sjá núna að það að svo margir hafa verið með nafnvexti m.ö.o. óverðtryggða vexti, hefur leitt til þess að heimilin hafa ekki borði kostnaðinn af verðbólgunni eins og ef þau hefði verið með verðtryggð lán. Sérstaklega þeir sem hafa verið með fasta nafnvexti en líka þeir sem hafa verið með breytilega. Það hefur þau áhrif að eiginfjárhlutföll heimilanna með fasteignir hækka verulega og það gerist hjá öllum tekjutíundum. Það er náttúrulega mjög erfitt að vera með nafnvaxtalán þegar verðbólgan er svona há því þá verður greiðslubyrðin svo há. Það er erfitt fyrir fólk að nota nánast allar tekjurnar sínar til að standa straum að lánunum. Við settum ákveðin viðmið varðandi greiðslubyrði að hún ætti að vera 35 prósent af ráðstöfunartekjum. Nefndinni finnst erfitt að ef greiðslubyrðin er að fara að hækka um meira en það að leita allra leiða til að halda hlutfallinu niðri og dreifa álaginu,“ segir Ásgeir. Hann bendir á að mestu máli skipti nú að ná verðbólgunni niður. „Þegar verðbólgan er svona há er ill mögulegt að vera með nafnvexti. Við þurfum að ná henni niður svo við getum lækkað aftur vexti. Það er í raun sjálfhætt ef við ætlum að vera með svona háa verðbólgu að byggja upp nafnvaxtakerfi,“ segir Ásgeir.
Verðlag Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira