Mikilvægi geðræktar og áhrif vímuefna á líðan okkar Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir skrifar 20. september 2023 07:30 Gulur september Gulur september er mikilvæg vitundarvakning fyrir okkur öll þar sem geðrækt, líðan og sjálfsvígsforvarnir koma okkur öllum við. Í samfélagi þar sem mörg upplifa auknar kröfur og meiri hraða virðist tíminn fyrir geðrækt og áherslur á andlega líðan fara minnkandi. Við þjótum áfram, reynum að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnu, rækta félagsleg tengsl og okkur sjálf en þegar tíminn þrengir að okkur er geðræktin oft það fyrsta sem við fórnum – “Ég sleppi bara æfingunni í dag, það verður aftur saumaklúbbur í næstu viku, ég ætla að fresta sálfræðitímanum.... “ Af hverju er SÁÁ að taka þátt í Gulum september? Við hjá SÁÁ vinnum með fólki úr öllum áttum í samfélaginu, fólki með fíknsjúkdóm, aðstandendum, börnum sem þurfa aðstoð við að skilja sjúkdóm foreldra sinna, ungmennum sem eru að missa tökin á neyslu sinni, áhyggjufullum foreldrum, mannauðsstjórum fyrirtækja og einstaklingum sem eru bara að velta fyrir sér hvort þau séu mögulega að þróa með sér vanda. Í mörgum tilfellum sjáum við hvernig áhrif fíknsjúkdómsins og afleiðingar hans hafa dregið úr geðrækt og hvernig álagið sem getur fylgt fíknsjúkdómnum hefur rænt marga andlegri heilsu. Því miður gerist það einnig að við missum einhverja úr okkar skjólstæðingahópi, ýmist úr líkamlegum veikindum, ofskömmtun eða sjálfsvígi. Að okkar mati er því gífurlega dýrmætt að fá að taka þátt í vitundarvakningu á borð við Gulum september, þar sem geðrækt og sjálfsvígsforvörnum er gert hátt undir höfði. Það að opna á umræðuna, vekja athygli á líðan og leiðum til að bæta hana og minna á sjálfsvígsforvarnir er verkefni okkar allra. Hvernig vímuefni hafa áhrif á líðan okkar Fólk byrjar í upphafi að nota áfengi og önnur vímuefni af margvíslegum ástæðum, t.d. forvitni eða fikti, vegna hópþrýstings eða til að draga úr vanlíðan. Það ætlar sér enginn að missa stjórn á neyslu sinni og sem betur fer gerir meiri hluti fólks það ekki. Vímuefni geta losað hjá okkur hömlur, ýtt fólki út úr skelinni, létt á vanlíðan eða hjálpað fólki að slaka á í dagsins amstri. Vandinn skapast þegar að fólk fer að reiða sig á vímuefnin vegna þessara áhrifa þeirra, eða annarra áhrifa ef út í það er farið. Þá eru aðrar hliðar vímuefna sem er minna rætt um en eru engu að síður til staðar. Við neyslu vímuefna losar heilinn mikið magn dópamíns sem veldur því að þegar áhrif vímuefna dala höfum við raskað viðkvæmu boðefnajafnvægi heilans og upplifum vanlíðan og í einhverjum tilfellum þunglyndiseinkenni. Með aukinni neyslu vímuefna, hvort sem er í meira magni eða til lengri tíma, byrjar heilinn að fækka dópamínviðtökum sínum. Þar með höfum við skerta hæfni til þess að upplifa ánægju úr hversdagslegum hlutum, sem áður veittu okkur gleði. Til þess að komast upp úr þeirri lægð leita sum aftur í það að neyta vímuefna, vilja einfaldlega líða aðeins betur. Mikilvægt er að hjálpa fólki að finna önnur verkfæri en að neyta vímuefna til þess að slá á vanlíðan og er geðrækt stór partur þar af. Streitustjórnun, að vinna úr kvíða, þunglyndi og áföllum og að opna á vanlíðan eru gríðarlega mikilvæg skref að taka þegar draga á úr neyslu sem kemur til af vanlíðan. Lyfjatengd andlát á Íslandi Fólk sem er undir áhrifum áfengis hefur skertar hömlur, þ.e.a.s. það er hvatvísara en án áhrifa vímunnar. Þar að auki er það líklegra til þess að upplifa leiða og sorg, skekkt hugsanamynstur og er líklegra til þess að gera eitthvað sem þau hafa ekki endilega hugsað til enda. Þessir áhættuþættir gera það að verkum að fólk sem hefur neytt vímuefna er í aukinni áhættu á sjálfsvígshugsunum, tilraunum og andláti úr sjálfsvígi. Talið er að áhættan sé aukin sjöfalt eftir áfengisneyslu en jafnvel 37 falt ef að drykkjan hefur verið langvarandi. Um 700.000 látast úr sjálfsvígi á hverju ári á heimsvísu og er talið að 18% þeirra séu undir áhrifum vímuefna. Það eru um það bil 126.000 einstaklingar.Í rannsókn sem var gerð á Íslandi á gögnum frá bráðamóttöku Landspítalans kom í ljós að á árunum 2000-2004 voru 227 sem komu á bráðamóttöku vegna sjálfsvígstilrauna. Þar af voru 91% tilrauna með inntöku lyfja og 43% einstaklinganna með geðgreininguna fíkn. Nýlega fengum við tölur frá embætti landlæknis um fjölda þeirra sem hafa látist vegna lyfjatengdra andláta á tíu ára tímabili, frá árinu 2012-2021. Í töflunni hér að neðan má sjá hver þróun lyfjatengdra andláta var á þessu tímabili. Þessar tölur eru byggðar á meðaltalsfjölda hvers árs á fimm ára tímabili.Óhappaeitrun vísar til þess þegar að einstaklingur deyr úr ofskömmtun og ásetningur um andlát var ekki til staðar. Vísvitandi sjálfseitrun er þegar að einstaklingur tekur eigin líf og notar til þess lyf eða vímuefni. Einnig er flokkur þar sem ásetningur var óviss. 2012-2016 2017-2021 Óhappaeitrun 11,8 28,4 Vísvitandi sjálfseitrun 9,0 6,0 Eitrun, ásetningur óviss 4,6 2,2 Alls 25,4 36,6 Við sjáum á þessari töflu að á fyrri fimm árum tímabilsins voru andlát vegna ofskömmtunar að meðtaltali tæplega 12 á ári. Á seinni fimm árunum voru þau rúmlega 28 á ári, sem bendir til mikillar aukningar á ofskömmtunum.Hins vegar virðist vera sem lyfjatengdum sjálfsvígum fari fækkandi á milli tímabila en engu að síður deyja að meðaltali sex á hverju ári úr lyfjatengdum sjálfsvígum, sem er sex manneskjum of mikið.Þessar tölur eru sláandi og minna okkur á hversu mikilvægt það er að vinna að geðrækt okkar allra, hafa hjálp til taks þegar fólk er tilbúið að nýta sér hana og huga sífellt að sjálfsvígsforvörnum og því hvernig við sem samfélag getum gert betur fyrir okkur öll. Allt annað líf og það góða sem vímuefnalaus lífstíll gefur Við hjá SÁÁ viljum gera því hátt undir höfði sem vímuefnalaus lífstíll getur gefið okkur. Við trúum því að með vímuefnalausum lífstíl sé hægt að öðlast allt annað líf, þar sem við erum til staðar fyrir fólkið okkar og fyllilega meðvituð um umhverfi okkar öllum stundum, eigum auðveldara með stjórn, sofum betur, spörum pening, upplifum færri einkenni kvíða og depurðar og erum með skýra sýn og stefnu fyrir okkur sjálf. Við trúum því að það að hætta að neyta áfengis og annarra vímuefna geti aukið gæðastundir, ýtt undir vellíðan og fært fólki ný tækifæri og allt annað líf. Sért þú að velta fyrir þér hvort að vímuefnaneysla þín sé orðin að vanda er alltaf velkomið að panta tíma í viðtal hjá ráðgjafa í síma 530-7600. Við tökum vel á móti þér. Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum:Hringdu í Hjálparsíma Rauða krossins: 1717 - opið allan sólarhringinn.Talaðu við netspjall Rauða krossins á raudikrossinn.is.Eða pantaðu tíma hjá Pieta samtökunum: pieta.is. Höfundur er sálfræðingur hjá SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði SÁÁ Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Gulur september Gulur september er mikilvæg vitundarvakning fyrir okkur öll þar sem geðrækt, líðan og sjálfsvígsforvarnir koma okkur öllum við. Í samfélagi þar sem mörg upplifa auknar kröfur og meiri hraða virðist tíminn fyrir geðrækt og áherslur á andlega líðan fara minnkandi. Við þjótum áfram, reynum að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnu, rækta félagsleg tengsl og okkur sjálf en þegar tíminn þrengir að okkur er geðræktin oft það fyrsta sem við fórnum – “Ég sleppi bara æfingunni í dag, það verður aftur saumaklúbbur í næstu viku, ég ætla að fresta sálfræðitímanum.... “ Af hverju er SÁÁ að taka þátt í Gulum september? Við hjá SÁÁ vinnum með fólki úr öllum áttum í samfélaginu, fólki með fíknsjúkdóm, aðstandendum, börnum sem þurfa aðstoð við að skilja sjúkdóm foreldra sinna, ungmennum sem eru að missa tökin á neyslu sinni, áhyggjufullum foreldrum, mannauðsstjórum fyrirtækja og einstaklingum sem eru bara að velta fyrir sér hvort þau séu mögulega að þróa með sér vanda. Í mörgum tilfellum sjáum við hvernig áhrif fíknsjúkdómsins og afleiðingar hans hafa dregið úr geðrækt og hvernig álagið sem getur fylgt fíknsjúkdómnum hefur rænt marga andlegri heilsu. Því miður gerist það einnig að við missum einhverja úr okkar skjólstæðingahópi, ýmist úr líkamlegum veikindum, ofskömmtun eða sjálfsvígi. Að okkar mati er því gífurlega dýrmætt að fá að taka þátt í vitundarvakningu á borð við Gulum september, þar sem geðrækt og sjálfsvígsforvörnum er gert hátt undir höfði. Það að opna á umræðuna, vekja athygli á líðan og leiðum til að bæta hana og minna á sjálfsvígsforvarnir er verkefni okkar allra. Hvernig vímuefni hafa áhrif á líðan okkar Fólk byrjar í upphafi að nota áfengi og önnur vímuefni af margvíslegum ástæðum, t.d. forvitni eða fikti, vegna hópþrýstings eða til að draga úr vanlíðan. Það ætlar sér enginn að missa stjórn á neyslu sinni og sem betur fer gerir meiri hluti fólks það ekki. Vímuefni geta losað hjá okkur hömlur, ýtt fólki út úr skelinni, létt á vanlíðan eða hjálpað fólki að slaka á í dagsins amstri. Vandinn skapast þegar að fólk fer að reiða sig á vímuefnin vegna þessara áhrifa þeirra, eða annarra áhrifa ef út í það er farið. Þá eru aðrar hliðar vímuefna sem er minna rætt um en eru engu að síður til staðar. Við neyslu vímuefna losar heilinn mikið magn dópamíns sem veldur því að þegar áhrif vímuefna dala höfum við raskað viðkvæmu boðefnajafnvægi heilans og upplifum vanlíðan og í einhverjum tilfellum þunglyndiseinkenni. Með aukinni neyslu vímuefna, hvort sem er í meira magni eða til lengri tíma, byrjar heilinn að fækka dópamínviðtökum sínum. Þar með höfum við skerta hæfni til þess að upplifa ánægju úr hversdagslegum hlutum, sem áður veittu okkur gleði. Til þess að komast upp úr þeirri lægð leita sum aftur í það að neyta vímuefna, vilja einfaldlega líða aðeins betur. Mikilvægt er að hjálpa fólki að finna önnur verkfæri en að neyta vímuefna til þess að slá á vanlíðan og er geðrækt stór partur þar af. Streitustjórnun, að vinna úr kvíða, þunglyndi og áföllum og að opna á vanlíðan eru gríðarlega mikilvæg skref að taka þegar draga á úr neyslu sem kemur til af vanlíðan. Lyfjatengd andlát á Íslandi Fólk sem er undir áhrifum áfengis hefur skertar hömlur, þ.e.a.s. það er hvatvísara en án áhrifa vímunnar. Þar að auki er það líklegra til þess að upplifa leiða og sorg, skekkt hugsanamynstur og er líklegra til þess að gera eitthvað sem þau hafa ekki endilega hugsað til enda. Þessir áhættuþættir gera það að verkum að fólk sem hefur neytt vímuefna er í aukinni áhættu á sjálfsvígshugsunum, tilraunum og andláti úr sjálfsvígi. Talið er að áhættan sé aukin sjöfalt eftir áfengisneyslu en jafnvel 37 falt ef að drykkjan hefur verið langvarandi. Um 700.000 látast úr sjálfsvígi á hverju ári á heimsvísu og er talið að 18% þeirra séu undir áhrifum vímuefna. Það eru um það bil 126.000 einstaklingar.Í rannsókn sem var gerð á Íslandi á gögnum frá bráðamóttöku Landspítalans kom í ljós að á árunum 2000-2004 voru 227 sem komu á bráðamóttöku vegna sjálfsvígstilrauna. Þar af voru 91% tilrauna með inntöku lyfja og 43% einstaklinganna með geðgreininguna fíkn. Nýlega fengum við tölur frá embætti landlæknis um fjölda þeirra sem hafa látist vegna lyfjatengdra andláta á tíu ára tímabili, frá árinu 2012-2021. Í töflunni hér að neðan má sjá hver þróun lyfjatengdra andláta var á þessu tímabili. Þessar tölur eru byggðar á meðaltalsfjölda hvers árs á fimm ára tímabili.Óhappaeitrun vísar til þess þegar að einstaklingur deyr úr ofskömmtun og ásetningur um andlát var ekki til staðar. Vísvitandi sjálfseitrun er þegar að einstaklingur tekur eigin líf og notar til þess lyf eða vímuefni. Einnig er flokkur þar sem ásetningur var óviss. 2012-2016 2017-2021 Óhappaeitrun 11,8 28,4 Vísvitandi sjálfseitrun 9,0 6,0 Eitrun, ásetningur óviss 4,6 2,2 Alls 25,4 36,6 Við sjáum á þessari töflu að á fyrri fimm árum tímabilsins voru andlát vegna ofskömmtunar að meðtaltali tæplega 12 á ári. Á seinni fimm árunum voru þau rúmlega 28 á ári, sem bendir til mikillar aukningar á ofskömmtunum.Hins vegar virðist vera sem lyfjatengdum sjálfsvígum fari fækkandi á milli tímabila en engu að síður deyja að meðaltali sex á hverju ári úr lyfjatengdum sjálfsvígum, sem er sex manneskjum of mikið.Þessar tölur eru sláandi og minna okkur á hversu mikilvægt það er að vinna að geðrækt okkar allra, hafa hjálp til taks þegar fólk er tilbúið að nýta sér hana og huga sífellt að sjálfsvígsforvörnum og því hvernig við sem samfélag getum gert betur fyrir okkur öll. Allt annað líf og það góða sem vímuefnalaus lífstíll gefur Við hjá SÁÁ viljum gera því hátt undir höfði sem vímuefnalaus lífstíll getur gefið okkur. Við trúum því að með vímuefnalausum lífstíl sé hægt að öðlast allt annað líf, þar sem við erum til staðar fyrir fólkið okkar og fyllilega meðvituð um umhverfi okkar öllum stundum, eigum auðveldara með stjórn, sofum betur, spörum pening, upplifum færri einkenni kvíða og depurðar og erum með skýra sýn og stefnu fyrir okkur sjálf. Við trúum því að það að hætta að neyta áfengis og annarra vímuefna geti aukið gæðastundir, ýtt undir vellíðan og fært fólki ný tækifæri og allt annað líf. Sért þú að velta fyrir þér hvort að vímuefnaneysla þín sé orðin að vanda er alltaf velkomið að panta tíma í viðtal hjá ráðgjafa í síma 530-7600. Við tökum vel á móti þér. Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum:Hringdu í Hjálparsíma Rauða krossins: 1717 - opið allan sólarhringinn.Talaðu við netspjall Rauða krossins á raudikrossinn.is.Eða pantaðu tíma hjá Pieta samtökunum: pieta.is. Höfundur er sálfræðingur hjá SÁÁ.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar