Óttast að andleg veikindi hafi tekið sig upp á ný Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. september 2023 09:59 Magnús Kristinn er einn besti borðtennisspilari sem Ísland hefur alið. Hann er margfaldur Íslandsmeistari en hann keppti fyrir Víking í íþróttinni. Systir Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, segir hann hafa glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum. Hún óttast að veikindin hafi hugsanlega tekið sig upp á ný og hann sé á slæmum stað andlega. Fjölskyldan sé örmagna en reyni að einbeita sér að leitinni auk þess að hlúa að ungum syni Magnúsar og fóstursyni. „Fjölskyldan er öll örmagna. Við erum auðvitað rosalega áhyggjufull. Maður sefur svo sem ekki mikið og borðar ekki mikið. Stundum finnst manni að maður nái ekki að hugsa skýrt eða halda utan um þetta allt saman því við höfum öll svo miklar áhyggjur.“ Þetta segir Rannveig Karlsdóttir, systir Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu. Ekkert hefur spurst til Magnúsar í átta daga, eða frá 10. september þegar hann átti að fljúga til Frankfurt en skilaði sér ekki í flugið. Rætt var við Rannveigu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir Magnús eiga stóran systkina- og vinahóp sem sæki styrk til hvers annars. Magnús eigi einnig ungan son og fósturson og mikilvægt sé að halda vel utan um þá á þessum erfiðu tímum. Glímdi við andleg veikindi Áður en Magnús fór til Dóminíska lýðveldisins hafði hann verið á Spáni. Rannveig segir að lítið sé vitað um ástæður ferðalagsins. Hins vegar hafi hann glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum. „Hann hefur svolítið fjarlægst okkur í sumar. Við óttumst svolítið að hann sé kannski kominn á einhvern óþægilegan stað núna og þess vegna hafi hann tekið þessa hvatvísu ákvörðun að skella sér til Spánar, og síðan fengið þá hugmynd að fara til Dóminsíska Lýðveldisins. Og þess vegna erum við svolítið hrædd.“ Rannveig segir fjölskylduna hafa fengið óljósar og óstaðfestar fregnir af því að Magnús hafi farið upp á flugvöll, hugsanlega misst af fluginu og skilið farangurinn eftir. Seint í gærkvöldi fengu þau óstaðfestar fréttir af því að hugsanlega séu til myndir af honum yfirgefa flugvöllinn. „Og maður er svolítið hræddur um að kannski hafi hann fyllst örvæntingu ef hann missti af fluginu og er veikur fyrir. Þetta er afburðaríþróttamaður sem er mjög hraustur og vanur að standa sig. Þannig að honum hefur ekki fundist auðvelt að takast á við þetta.“ Magnús Kristinn er 36 ára gamall. Hann er um það bil 1,85 sm á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Reyna að koma á sambandi við trausta aðila úti Nú sé verið að vinna í því að komast í samband við fólk á staðnum sem geti aðstoðað. „Fólk hér heima sem þekkir vel til í Dómíníska lýðveldinu og er þaðan hefur sagt okkur að fara ekki út í það að borga neinum neitt nema við treystum viðkomandi alveg fullkomlega og að þetta sé einhver sem veit hvað hann er að gera. Við erum að reyna að koma á þannig samskiptum núna með hjálp ótrúlegasta fólks. Við erum mjög þakklát fyrir hvað fólk hefur reynst okkur vel og er tilbúið að aðstoða okkur.“ En eðlilega, maður veit svo sem hvernig maður myndi bregðast við sjálfur ef maður fengi allt í einu símtal utan úr heimi eða eitthvað bréf, ég veit ekki hvort maður myndi taka neitt mark á því. Þá sé unnið að því að nálgast gögn úr farsíma Magnúsar og kanna hvort einhverjar færslur séu á bankareikningi hans. Lögreglan, utanríkisráðuneytið og borgaraþjónusta vinni að málinu. Þá segir Rannveig að fjölmiðlar í Dómíniska lýðveldinu hafi margir reynst þeim vel. „Það er sérstaklega ein fréttakona sem hefur verið mjög dugleg. Hún gat til dæmis fengið það staðfest fyrir okkur að hann hefði pottþétt ekki farið úr landi og væri greinilega þarna enn þá.“ Við vonum bara að við fáum hann heilan heim. Það er það sem við óskum mest af öllu. Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 185 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Þeir sem gætu haft upplýsingar um ferðir Magnúsar er bent á að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða við systur Magnúsar, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313. Dóminíska lýðveldið Íslendingar erlendis Leitin að Magnúsi Kristni Tengdar fréttir Ekkert bendi til þess að Magnús hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt Fjölskylda Magnúsar Kristins Magnússonar íhugar nú að fara út til Dóminíska lýðveldisins til að halda áfram leit að honum. Hann hefur nú verið týndur í viku. Systir hans segir ekkert benda til ólöglegs athæfis. 17. september 2023 14:21 Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
„Fjölskyldan er öll örmagna. Við erum auðvitað rosalega áhyggjufull. Maður sefur svo sem ekki mikið og borðar ekki mikið. Stundum finnst manni að maður nái ekki að hugsa skýrt eða halda utan um þetta allt saman því við höfum öll svo miklar áhyggjur.“ Þetta segir Rannveig Karlsdóttir, systir Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu. Ekkert hefur spurst til Magnúsar í átta daga, eða frá 10. september þegar hann átti að fljúga til Frankfurt en skilaði sér ekki í flugið. Rætt var við Rannveigu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir Magnús eiga stóran systkina- og vinahóp sem sæki styrk til hvers annars. Magnús eigi einnig ungan son og fósturson og mikilvægt sé að halda vel utan um þá á þessum erfiðu tímum. Glímdi við andleg veikindi Áður en Magnús fór til Dóminíska lýðveldisins hafði hann verið á Spáni. Rannveig segir að lítið sé vitað um ástæður ferðalagsins. Hins vegar hafi hann glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum. „Hann hefur svolítið fjarlægst okkur í sumar. Við óttumst svolítið að hann sé kannski kominn á einhvern óþægilegan stað núna og þess vegna hafi hann tekið þessa hvatvísu ákvörðun að skella sér til Spánar, og síðan fengið þá hugmynd að fara til Dóminsíska Lýðveldisins. Og þess vegna erum við svolítið hrædd.“ Rannveig segir fjölskylduna hafa fengið óljósar og óstaðfestar fregnir af því að Magnús hafi farið upp á flugvöll, hugsanlega misst af fluginu og skilið farangurinn eftir. Seint í gærkvöldi fengu þau óstaðfestar fréttir af því að hugsanlega séu til myndir af honum yfirgefa flugvöllinn. „Og maður er svolítið hræddur um að kannski hafi hann fyllst örvæntingu ef hann missti af fluginu og er veikur fyrir. Þetta er afburðaríþróttamaður sem er mjög hraustur og vanur að standa sig. Þannig að honum hefur ekki fundist auðvelt að takast á við þetta.“ Magnús Kristinn er 36 ára gamall. Hann er um það bil 1,85 sm á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Reyna að koma á sambandi við trausta aðila úti Nú sé verið að vinna í því að komast í samband við fólk á staðnum sem geti aðstoðað. „Fólk hér heima sem þekkir vel til í Dómíníska lýðveldinu og er þaðan hefur sagt okkur að fara ekki út í það að borga neinum neitt nema við treystum viðkomandi alveg fullkomlega og að þetta sé einhver sem veit hvað hann er að gera. Við erum að reyna að koma á þannig samskiptum núna með hjálp ótrúlegasta fólks. Við erum mjög þakklát fyrir hvað fólk hefur reynst okkur vel og er tilbúið að aðstoða okkur.“ En eðlilega, maður veit svo sem hvernig maður myndi bregðast við sjálfur ef maður fengi allt í einu símtal utan úr heimi eða eitthvað bréf, ég veit ekki hvort maður myndi taka neitt mark á því. Þá sé unnið að því að nálgast gögn úr farsíma Magnúsar og kanna hvort einhverjar færslur séu á bankareikningi hans. Lögreglan, utanríkisráðuneytið og borgaraþjónusta vinni að málinu. Þá segir Rannveig að fjölmiðlar í Dómíniska lýðveldinu hafi margir reynst þeim vel. „Það er sérstaklega ein fréttakona sem hefur verið mjög dugleg. Hún gat til dæmis fengið það staðfest fyrir okkur að hann hefði pottþétt ekki farið úr landi og væri greinilega þarna enn þá.“ Við vonum bara að við fáum hann heilan heim. Það er það sem við óskum mest af öllu. Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 185 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Þeir sem gætu haft upplýsingar um ferðir Magnúsar er bent á að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða við systur Magnúsar, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313.
Dóminíska lýðveldið Íslendingar erlendis Leitin að Magnúsi Kristni Tengdar fréttir Ekkert bendi til þess að Magnús hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt Fjölskylda Magnúsar Kristins Magnússonar íhugar nú að fara út til Dóminíska lýðveldisins til að halda áfram leit að honum. Hann hefur nú verið týndur í viku. Systir hans segir ekkert benda til ólöglegs athæfis. 17. september 2023 14:21 Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Ekkert bendi til þess að Magnús hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt Fjölskylda Magnúsar Kristins Magnússonar íhugar nú að fara út til Dóminíska lýðveldisins til að halda áfram leit að honum. Hann hefur nú verið týndur í viku. Systir hans segir ekkert benda til ólöglegs athæfis. 17. september 2023 14:21
Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14