Vonuðust til þess að drottningin myndi tala um fyrir Johnson Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. september 2023 08:49 Framganga Johnson vakti áhyggjur meðal opinberra starfsmanna stjórnkerfisins. Hann neyddist síðar til að segja af sér, meðal annars vegna partýstands í miðjum kórónuveirufaraldri. AP/Kirsty Wigglesworth Háttsettir embættismenn í Bretlandi áttu samtöl við fulltrúa Buckingham-hallar um framgöngu Boris Johnson þegar hann var forsætisráðherra og ræddu meðal annars möguleikann á því að málið yrði tekið upp á reglulegum fundum Johnson og Elísabetar drottningar. Þetta kemur fram í nýjum heimildarþáttum BBC. Ekki er greint frá því nákvæmlega hvað það var sem fór fyrir brjóstið á embættismönnum en vitað er að mikill rígur var á milli Dominic Cummings, helsta ráðgjafa Johson á þessum tíma, og Mark Sedwill, æðsta yfirmanns opinberrar þjónustu. Einn viðmælandi segir í þáttunum Laura Kuenssberg: State of Chaos að það hafi þurft að minna Johnson á stjórnarskrána. Heimildarþættirnir fjalla um tímabilið frá því að Bretar ákváðu að ganga úr Evrópusambandinu og þar til Johnson sagði af sér og Liz Truss tók við sem forsætisráðherra í skamman tíma. Samtölin milli embættismannanna og konungshallarinnar eru sögð hafa átt sér stað í maí 2020, við upphaf kórónuveirufaraldursins. Í þættinum segir að á tíma þar sem mikil spenna ríkti í samskiptum pólitísks teymis Johnson og opinberra starfsmanna innan stjórnkerfisins hafi samskiptin milli starfsmanna Downing-strætis og Buckingham-hallar verið meiri en venjulega. Vonir hafi staðið til að samskiptin yrðu til þess að Elísabet drottning myndi ræða áhyggjur starfsmannanna við Johnson á reglulegum fundum þeirra. Einn heimildarmaður segir andrúmsloftið í Downing-stræti hafa verið ömurlegt og samskiptin „eitruð“. Þá hefðu fulltrúar Buckingham-hallar lýst áhyggjum í kjölfar þess að Johnson frestaði þingstörfum sumarið 2019, í nafni drottningarinnar, en ákvörðun Johnson var seinna úrskurðuð ólögmæt. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Bretland Elísabet II Bretadrottning Kóngafólk Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum heimildarþáttum BBC. Ekki er greint frá því nákvæmlega hvað það var sem fór fyrir brjóstið á embættismönnum en vitað er að mikill rígur var á milli Dominic Cummings, helsta ráðgjafa Johson á þessum tíma, og Mark Sedwill, æðsta yfirmanns opinberrar þjónustu. Einn viðmælandi segir í þáttunum Laura Kuenssberg: State of Chaos að það hafi þurft að minna Johnson á stjórnarskrána. Heimildarþættirnir fjalla um tímabilið frá því að Bretar ákváðu að ganga úr Evrópusambandinu og þar til Johnson sagði af sér og Liz Truss tók við sem forsætisráðherra í skamman tíma. Samtölin milli embættismannanna og konungshallarinnar eru sögð hafa átt sér stað í maí 2020, við upphaf kórónuveirufaraldursins. Í þættinum segir að á tíma þar sem mikil spenna ríkti í samskiptum pólitísks teymis Johnson og opinberra starfsmanna innan stjórnkerfisins hafi samskiptin milli starfsmanna Downing-strætis og Buckingham-hallar verið meiri en venjulega. Vonir hafi staðið til að samskiptin yrðu til þess að Elísabet drottning myndi ræða áhyggjur starfsmannanna við Johnson á reglulegum fundum þeirra. Einn heimildarmaður segir andrúmsloftið í Downing-stræti hafa verið ömurlegt og samskiptin „eitruð“. Þá hefðu fulltrúar Buckingham-hallar lýst áhyggjum í kjölfar þess að Johnson frestaði þingstörfum sumarið 2019, í nafni drottningarinnar, en ákvörðun Johnson var seinna úrskurðuð ólögmæt. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Bretland Elísabet II Bretadrottning Kóngafólk Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira