Líður eins og hún hafi verið notuð af Háskóla Íslands Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. september 2023 20:58 Lára Þorsteinsdóttir hefur verið ötul baráttukona fyrir því að aukið við sé námsframboð fyrir fatlaða í Háskóla Íslands. Hún segir Háskóla Íslands ekki viðurkenna einingar hennar fyrir áfanga sem hún náði. Facebook Lára Þorsteinsdóttir, 24 ára kona með einhverfu, segir Háskóla Íslands neita sér um einingar fyrir námskeið sem hún tók og náði. Lára komst inn í háskólann í fyrra en finnst hún hafa verið notuð til að háskólinn gæti skreytt sig fjöðrum fjölbreytileikans. Lára hefur undanfarin ár verið ötul baráttukona fyrir auknu námsframboði fyrir fatlaða við Háskóla Íslands. Hún greindi frá samskiptum sínum við Háskólann í færslu á Facebook í kvöld. Í færslunni segist Lára aldrei hafa beðið um neinn afslátt vegna einhverfu sinnar heldur vilji hún einungis að háskólinn viðurkenni að hún hafi lokið fögunum tveimur þar sem hún stóðst öll próf. Henni líður eins og hún hafi verið notuð af skólanum til að hann gæti virst vera fyrir fatlaða. Aldrei beðið um afslátt en vill sanngirni „Jæja Háskóli Íslands, er þetta jafnrétti? Ég fékk að taka tvö námskeið í sagnfræðinni í Háskólanum í fyrra þegar ég var í diplómanámi fyrir fatlaða og hélt að ég væri komin inn í BA-nám í sagnfræði,“ segir í færslunni. En það var ekki svo. „Þegar ég ætlaði að skrá mig í námskeið í haust þá var mér sagt að ég hefði aldrei verið skráð í sagnfræðina. Heldur hefði ég fengið undanþágu til að taka tvö námskeið og það er ekki allt, því að mér er sagt að ég fái ekki einu sinni einingar fyrir þessi tvö fög þótt að ég hafi gert allt sem krafist var af mér, af því að ég var í diplómanámi við Háskólann sem skólinn tekur ekki gilt,“ segir hún í færslunni. „Ég hef aldrei beðið um neinn afslátt þótt ég sé einhverf en ég vil að Háskólinn viðurkenni að ég hafi lokið þessum tveimur fögum og fái einingar eins og allir hinir sem voru með mér því ég stóðst prófin,“ segir hún síðan. Finnst hún hafa verið notuð Lára segir að sig vanti einhverjar einingar til að fá undanþágu til að sækja um BA-nám. Hún er þó ekki viss um að hún vilji sækjast eftir því eftir allt sem á undan hefur gengið. Hún segir háskólann hafa pirrað ranga konu því hún muni ekki sætta sig við þessa niðurstöðu. „Mér skilst að mig vanti einhverjar einingar til að standast fullkomlega að fá undanþágu til að sækja um BA námið í sagnfræði í Háskólanum því ég er ekki með fullgilt stúdentspróf en það er allt og sumt og ég er ekki viss um að mig langi að leggja það á mig, ég er svo reið og sár. Ég var bara notuð finnst mér til að Háskólinn gæti sagst vera gera eitthvað fyrir fatlaða en það var bara kjaftæði, þetta er ekkert jafnrétti,“ segir hún í færslunni. „Háskólinn pirraði ranga konu af því að þetta óréttlæti mun ég ekki sætta mig við,“ segir hún að lokum. Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Lára hefur undanfarin ár verið ötul baráttukona fyrir auknu námsframboði fyrir fatlaða við Háskóla Íslands. Hún greindi frá samskiptum sínum við Háskólann í færslu á Facebook í kvöld. Í færslunni segist Lára aldrei hafa beðið um neinn afslátt vegna einhverfu sinnar heldur vilji hún einungis að háskólinn viðurkenni að hún hafi lokið fögunum tveimur þar sem hún stóðst öll próf. Henni líður eins og hún hafi verið notuð af skólanum til að hann gæti virst vera fyrir fatlaða. Aldrei beðið um afslátt en vill sanngirni „Jæja Háskóli Íslands, er þetta jafnrétti? Ég fékk að taka tvö námskeið í sagnfræðinni í Háskólanum í fyrra þegar ég var í diplómanámi fyrir fatlaða og hélt að ég væri komin inn í BA-nám í sagnfræði,“ segir í færslunni. En það var ekki svo. „Þegar ég ætlaði að skrá mig í námskeið í haust þá var mér sagt að ég hefði aldrei verið skráð í sagnfræðina. Heldur hefði ég fengið undanþágu til að taka tvö námskeið og það er ekki allt, því að mér er sagt að ég fái ekki einu sinni einingar fyrir þessi tvö fög þótt að ég hafi gert allt sem krafist var af mér, af því að ég var í diplómanámi við Háskólann sem skólinn tekur ekki gilt,“ segir hún í færslunni. „Ég hef aldrei beðið um neinn afslátt þótt ég sé einhverf en ég vil að Háskólinn viðurkenni að ég hafi lokið þessum tveimur fögum og fái einingar eins og allir hinir sem voru með mér því ég stóðst prófin,“ segir hún síðan. Finnst hún hafa verið notuð Lára segir að sig vanti einhverjar einingar til að fá undanþágu til að sækja um BA-nám. Hún er þó ekki viss um að hún vilji sækjast eftir því eftir allt sem á undan hefur gengið. Hún segir háskólann hafa pirrað ranga konu því hún muni ekki sætta sig við þessa niðurstöðu. „Mér skilst að mig vanti einhverjar einingar til að standast fullkomlega að fá undanþágu til að sækja um BA námið í sagnfræði í Háskólanum því ég er ekki með fullgilt stúdentspróf en það er allt og sumt og ég er ekki viss um að mig langi að leggja það á mig, ég er svo reið og sár. Ég var bara notuð finnst mér til að Háskólinn gæti sagst vera gera eitthvað fyrir fatlaða en það var bara kjaftæði, þetta er ekkert jafnrétti,“ segir hún í færslunni. „Háskólinn pirraði ranga konu af því að þetta óréttlæti mun ég ekki sætta mig við,“ segir hún að lokum.
Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira