Ten Hag ekki sáttur með tapið en sá þó margt jákvætt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2023 20:00 Erik ten Hag hefur verk að vinna. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var heldur súr þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir tap sinna manna gegn Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið hafði leikið 31 leik í röð án þess að tapa á Old Trafford fyrir daginn í dag. Hann telur lið sitt geta komist aftur í hæstu hæðir. „Við erum vonsviknir, það var mjög stutt á milli. Fyrstu tuttugu mínúturnar voru eign okkar, við sköpuðum færi en skoruðum ekki. Við fengum á okkur mark úr fyrstu sókn þeirra í leiknum, síðan kom kafli sem var okkur erfiður. Við börðumst og skoruðum mark sem var dæmd af.“ „Þetta er erfitt, hlutirnir hafa ekki fallið með okkur en við munum berjast og ef við stöndum saman, spilum sem lið og höldum okkur við reglurnar þá munum við snúa aftur.“ „Það má alltaf gera betur, sérstaklega í skipulaginu. En þetta var ekki okkar dagur. Seinna markið kom strax í upphafi síðari hálfleik. Tvö færi, tvö mörk. Það var bakslag sem við höndluðum ekki vel. Við verðum að vera jákvæðir á svona augnablikum og standa saman, þá kemstu aftur inn í leikinn.“ „Þú lærir hluti í svona leikjum. Ég sá sumt jákvætt, við sköpuðum mörg færi en kláruðum þau ekki.“ Stuðningsfólk Man United var ekki ánægt með það þegar Rasmus Højlund var tekinn af velli og Anthony Martial var tekinn af velli. „Hann er að koma inn í þetta eftir meiðsli og við þurfum að fara varlega með hann. Viðbrögð áhorfenda voru frábær. Hann átti góðan leik og stuðningsfólkið okkar tók eftir því. Hann var óheppinn með markið sem var dæmt af. Það hefði verið frábært fyrir hann. Það gekk ekki í dag en við höldum áfram. Hann er sterkur karakter, sem og við sem lið. Við munum ýta á móti.“ Rasmus Hojlund scores but it is ruled out.Law 9: "The ball is out of play when: It has wholly crossed the goal line or touch line, whether on the ground or in the air."#MUNBHA | #PL pic.twitter.com/J4KbXloffF— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 16, 2023 Að endingu var Ten Hag spurður út í Meistaradeild Evrópu en Man United mætir Bayern München í vikunni. „Þetta er frábært tækifæri á móti frábæru liði. Það hlakkar öllum til að snúa aftur í Meistaradeildina, þar eigum við heima. En þú verður að berjast fyrir því og sanna þig í hverjum einasta leik, bæði sem lið og sem einstaklingur.“ Leikur Bayern og Man United á miðvikudaginn kemur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Leikurinn hefst klukkan 19.00. Meistaradeildarmessan verður í beinni á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
„Við erum vonsviknir, það var mjög stutt á milli. Fyrstu tuttugu mínúturnar voru eign okkar, við sköpuðum færi en skoruðum ekki. Við fengum á okkur mark úr fyrstu sókn þeirra í leiknum, síðan kom kafli sem var okkur erfiður. Við börðumst og skoruðum mark sem var dæmd af.“ „Þetta er erfitt, hlutirnir hafa ekki fallið með okkur en við munum berjast og ef við stöndum saman, spilum sem lið og höldum okkur við reglurnar þá munum við snúa aftur.“ „Það má alltaf gera betur, sérstaklega í skipulaginu. En þetta var ekki okkar dagur. Seinna markið kom strax í upphafi síðari hálfleik. Tvö færi, tvö mörk. Það var bakslag sem við höndluðum ekki vel. Við verðum að vera jákvæðir á svona augnablikum og standa saman, þá kemstu aftur inn í leikinn.“ „Þú lærir hluti í svona leikjum. Ég sá sumt jákvætt, við sköpuðum mörg færi en kláruðum þau ekki.“ Stuðningsfólk Man United var ekki ánægt með það þegar Rasmus Højlund var tekinn af velli og Anthony Martial var tekinn af velli. „Hann er að koma inn í þetta eftir meiðsli og við þurfum að fara varlega með hann. Viðbrögð áhorfenda voru frábær. Hann átti góðan leik og stuðningsfólkið okkar tók eftir því. Hann var óheppinn með markið sem var dæmt af. Það hefði verið frábært fyrir hann. Það gekk ekki í dag en við höldum áfram. Hann er sterkur karakter, sem og við sem lið. Við munum ýta á móti.“ Rasmus Hojlund scores but it is ruled out.Law 9: "The ball is out of play when: It has wholly crossed the goal line or touch line, whether on the ground or in the air."#MUNBHA | #PL pic.twitter.com/J4KbXloffF— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 16, 2023 Að endingu var Ten Hag spurður út í Meistaradeild Evrópu en Man United mætir Bayern München í vikunni. „Þetta er frábært tækifæri á móti frábæru liði. Það hlakkar öllum til að snúa aftur í Meistaradeildina, þar eigum við heima. En þú verður að berjast fyrir því og sanna þig í hverjum einasta leik, bæði sem lið og sem einstaklingur.“ Leikur Bayern og Man United á miðvikudaginn kemur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Leikurinn hefst klukkan 19.00. Meistaradeildarmessan verður í beinni á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira