Fjórar konur saka Russell Brand um kynferðisofbeldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. september 2023 15:40 Russell Brand hefur aðallega haldið sig á Youtube undanfarin ár. EPA/HERBERT NEUBAUER Breski grínistinn Russell Brand segir ásakanir á hendur sér ekki eiga við rök að styðjast. Umfjöllun um meint brot leikarans birtist í dag en leikarinn brást við á Instagram í gær. Breska blaðið The Times birti í dag umfjöllun þar sem fjórar konur saka Russell Brand um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil. Ein kvennanna var 16 ára gömul þegar meint brot áttu sér stað. Brand birti myndband á Instagram í gær þar sem hann hafnaði ásökunum. „Ég hef fengið tvö ógnvekjandi bréf, eða bréf og tölvupóst, eitt frá meginstraumssjónvarpsstöð og eitt frá dagblaði,“ segir grínistinn sem lítið hefur komið fram í kvikmyndum undanfarin ár. Þess í stað hefur hann haldið uppi Youtube rás þar sem hann hefur verið duglegur að ræða samsæriskenningar og blása í þær lífi. „Á meðal þess sem þar kemur fram eru hræðilegar árásir og alvarlegar ásakanir, sem ég hafna alfarið að séu sannar,“ segir grínistinn í myndbandinu sem horfa má á hér fyrir neðan. „Þegar ég var var í myndum, eins og ég hef skrifað mikið um í bókum mínum, þá var ég mjög mjög lauslátur. Á meðan þeim tíma stóð, þá átti ég í samböndum sem voru alfarið með samþykki.“ View this post on Instagram A post shared by Russell Brand (@russellbrand) Fjórar konur saka leikarann um kynferðisofbeldi Í umfjöllun The Times lýsir ein kvennanna því að þau Brand hafi átt í kynferðislegu sambandi þegar hún var 16 ára og hann 31 árs. Hún segir hann hafa kallað sig „barnið“ og sakar hann um að hafa brotið á sér á þriggja mánaða tímabili. Önnur kona segir að Brand hafi nauðgað sér á heimili hans í Los Angeles. Hún hafi leitað sér aðstoðar sama dag vegna málsins og þá lýsa tvær konur til viðbótar í umfjölluninni kynferðisofbeldi af hálfu leikarans. Blaðið segist hafa gefið leikaranum ítrekað tækifæri til þess að tjá sig um málið. Hann hafi ekki gert það en þess í stað tjáð sig um málið á Instagram. Fréttin hefur verið uppfærð vegna umfjöllunar The Times. Hollywood Kynferðisofbeldi Bretland Mál Russell Brand Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira
Breska blaðið The Times birti í dag umfjöllun þar sem fjórar konur saka Russell Brand um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil. Ein kvennanna var 16 ára gömul þegar meint brot áttu sér stað. Brand birti myndband á Instagram í gær þar sem hann hafnaði ásökunum. „Ég hef fengið tvö ógnvekjandi bréf, eða bréf og tölvupóst, eitt frá meginstraumssjónvarpsstöð og eitt frá dagblaði,“ segir grínistinn sem lítið hefur komið fram í kvikmyndum undanfarin ár. Þess í stað hefur hann haldið uppi Youtube rás þar sem hann hefur verið duglegur að ræða samsæriskenningar og blása í þær lífi. „Á meðal þess sem þar kemur fram eru hræðilegar árásir og alvarlegar ásakanir, sem ég hafna alfarið að séu sannar,“ segir grínistinn í myndbandinu sem horfa má á hér fyrir neðan. „Þegar ég var var í myndum, eins og ég hef skrifað mikið um í bókum mínum, þá var ég mjög mjög lauslátur. Á meðan þeim tíma stóð, þá átti ég í samböndum sem voru alfarið með samþykki.“ View this post on Instagram A post shared by Russell Brand (@russellbrand) Fjórar konur saka leikarann um kynferðisofbeldi Í umfjöllun The Times lýsir ein kvennanna því að þau Brand hafi átt í kynferðislegu sambandi þegar hún var 16 ára og hann 31 árs. Hún segir hann hafa kallað sig „barnið“ og sakar hann um að hafa brotið á sér á þriggja mánaða tímabili. Önnur kona segir að Brand hafi nauðgað sér á heimili hans í Los Angeles. Hún hafi leitað sér aðstoðar sama dag vegna málsins og þá lýsa tvær konur til viðbótar í umfjölluninni kynferðisofbeldi af hálfu leikarans. Blaðið segist hafa gefið leikaranum ítrekað tækifæri til þess að tjá sig um málið. Hann hafi ekki gert það en þess í stað tjáð sig um málið á Instagram. Fréttin hefur verið uppfærð vegna umfjöllunar The Times.
Hollywood Kynferðisofbeldi Bretland Mál Russell Brand Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira