Að upphefja raddir sjúklinga Málfríður Þórðardóttir, Ásta Kristín Andrésdóttir og Gyða Ölvisdóttir skrifa 17. september 2023 07:02 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gerði 17. september að alþjóðadegi sjúklingaöryggis. Í ár hefur dagurinn verið tileinkaður því hvernig auka megi þátttöku sjúklinga í því að efla öryggismenningu í heilbrigðiskerfinu. Á undanförnum árum hefur umfjöllun og umræða um sjúklingaöryggi aukist mikið þar sem ýmis mál í samfélaginu hafa ratað í fjölmiðla þar sem öryggi sjúklinga hefur verið ábótavant með þeim afleiðingum að skaði eða dauði hefur hlotist af. Nú er það svo að ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks er mikil þegar kemur að umönnun veikra enda hafa allir heilbrigðisstarfsmenn svarið eið um að sinna sínum störfum af fagmennsku og heilindum. Aukin hraði og mikil fjölgun flókinna verkefna hafa samt sem áður þær neikvæðu afleiðingar að mistök og rangar ákvarðanir eru líklegri til að eiga sér stað þegar álag og alls konar áreiti eykst á heilbrigðisstarfsfólk. Ýmsir verkferlar hafa verið settir til að reyna að sporna við atvikum og mistökum í heilbrigðiskerfinu, þannig að læra megi af atvikum og koma í veg fyrir að þau eigi sér stað. Gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu eru hugtök sem allir heilbrigðisstarfsmenn þurfa að hafa í huga hvern dag í sínu starfi. Enda er fyrsti læknaeiðurinn svo hljóðandi „do no harm“ eða á íslensku „völdum ekki skaða“. Að standa vörð um gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu er verkefni sem verður alltaf að vera í fullum gangi m.a. vegna þess að þróun í heilbrigðismálum er mjög hröð og allar rannsóknir benda til þess að álag eigi aðeins eftir að aukast þar sem þjóðin vex hratt og eldist um leið. Vannýtt afl innan heilbrigðiskerfisins Eins og áður segir er 17. september alþjóðadagur sjúklingaöryggis. Í ár er markmiðið að vekja athygli á hlutverki sjúklinga, aðstandenda og fjölskyldna í því að auka öryggi sjúklinga. Í því felst að sjúklingar taki völdin að sumu leyti í eigin hendur. Það geta þeir gert með því að vera duglegir að spyrja spurninga, ganga úr skugga um að þeir fái t.d. rétt lyf, óska eftir rökstuðningi eða áliti annars heilbrigðisstarfsmanns. Í því gæti einnig falist að sjúklingur fari aldrei einn á fund læknis eða heilbrigðisstarfsmanns til að hreinlega missa ekki af mikilvægum upplýsingum eða gleyma að spyrja mikilvægra spurninga. Hlutverk ættingja ætti einnig að vera að spyrja og fullvissa sig um að réttri meðferð sé beitt og réttar upplýsingar veittar. Að hafa ættingja með sér til læknis ætti að teljast sjálfsagður hlutur, þar sem heilsa okkar er eitt það mikilvægasta sem við eigum. Til að auka sjúklingaöryggi á alltaf að vera í gangi sívirk þjónustukönnun, þar sem hægt er að koma strax á framfæri athugasemdum. Þetta er mjög mikilvægt til að byggja upp sterkara og réttlátara heilbrigðiskerfi. Hér á Íslandi hefur þessi innleiðing verið mjög þung í framkvæmd í heilbrigðiskerfinu, meðan sjálfsagt þykir í almennum fyrirtækjum að leita umsagna viðskiptavina. Innleiðing hefur þó verið þróuð af einstaklingi og innleidd í öll geðheilbrigðisteymi á Reykjavíkursvæðinu rafrænt frá árinu 2021. Opinber stjórnsýsla hefur sett áætlun um þjónustukönnun sem tilraunaverkefni og sett tímaramma til ársins 2030. Skjólstæðingum heilbrigðiskerfisins ætti einnig að bjóðast að taka þátt í því að byggja upp og betrumbæta heilbrigðiskerfið. Þeir þurfa að fá tækifæri til að taka þátt í því að semja lög og reglugerðir því sjúklingar eru venjulegt fólk sem veikist en hefur oft mikla og mikilvæga reynslu sem hægt er að nýta á mjög uppbyggilegan hátt til framfara. Öruggt heilbrigðiskerfi fyrir alla, neytendur og veitendur Þeir sem eitthvað hafa kynnt sér sjúklingaöryggi hafa flestir áttað sig á því að öryggi sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna fer saman. Til að öryggi aukist fyrir alla aðila þarf samvinnu. Ekki bara samvinnu heilbrigðisstarfsfólks sín á milli heldur samvinnu fyrst og fremst við sjúklinga, sjúklingafélög, aðstandendafélög, við ráðuneyti og stjórnvöld. Alls staðar þar sem málefni sjúklinga eru til umfjöllunar ættu fulltrúar sjúklinga að taka þátt. Það er ekki bara eðlileg krafa heldur nauðsynleg. Til að aukin þátttaka sjúklinga geti orðið að veruleika þarf hugarfarsbreytingu. Það þarf hugarfarsbreytingu meðal æðstu ráðamanna þjóðarinnar. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir að það er ekki nóg að skrifa fallega orðaðar skýrslur, sem eru svo ekki efndar. Þeir dagar eru liðnir að sjúklingar láti heilbrigðisstarfsmenn mata sig af einhverjum upplýsingum. Nútíma sjúklingurinn „googlar“ upplýsingar og vill samtal og fá að taka þátt í sinni eigin heilbrigðisþjónustu. Ekkert um okkur án okkar. Höfundar eru í stjórn Heilsuhags - hagsmunasamtaka í heilbrigðisþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gerði 17. september að alþjóðadegi sjúklingaöryggis. Í ár hefur dagurinn verið tileinkaður því hvernig auka megi þátttöku sjúklinga í því að efla öryggismenningu í heilbrigðiskerfinu. Á undanförnum árum hefur umfjöllun og umræða um sjúklingaöryggi aukist mikið þar sem ýmis mál í samfélaginu hafa ratað í fjölmiðla þar sem öryggi sjúklinga hefur verið ábótavant með þeim afleiðingum að skaði eða dauði hefur hlotist af. Nú er það svo að ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks er mikil þegar kemur að umönnun veikra enda hafa allir heilbrigðisstarfsmenn svarið eið um að sinna sínum störfum af fagmennsku og heilindum. Aukin hraði og mikil fjölgun flókinna verkefna hafa samt sem áður þær neikvæðu afleiðingar að mistök og rangar ákvarðanir eru líklegri til að eiga sér stað þegar álag og alls konar áreiti eykst á heilbrigðisstarfsfólk. Ýmsir verkferlar hafa verið settir til að reyna að sporna við atvikum og mistökum í heilbrigðiskerfinu, þannig að læra megi af atvikum og koma í veg fyrir að þau eigi sér stað. Gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu eru hugtök sem allir heilbrigðisstarfsmenn þurfa að hafa í huga hvern dag í sínu starfi. Enda er fyrsti læknaeiðurinn svo hljóðandi „do no harm“ eða á íslensku „völdum ekki skaða“. Að standa vörð um gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu er verkefni sem verður alltaf að vera í fullum gangi m.a. vegna þess að þróun í heilbrigðismálum er mjög hröð og allar rannsóknir benda til þess að álag eigi aðeins eftir að aukast þar sem þjóðin vex hratt og eldist um leið. Vannýtt afl innan heilbrigðiskerfisins Eins og áður segir er 17. september alþjóðadagur sjúklingaöryggis. Í ár er markmiðið að vekja athygli á hlutverki sjúklinga, aðstandenda og fjölskyldna í því að auka öryggi sjúklinga. Í því felst að sjúklingar taki völdin að sumu leyti í eigin hendur. Það geta þeir gert með því að vera duglegir að spyrja spurninga, ganga úr skugga um að þeir fái t.d. rétt lyf, óska eftir rökstuðningi eða áliti annars heilbrigðisstarfsmanns. Í því gæti einnig falist að sjúklingur fari aldrei einn á fund læknis eða heilbrigðisstarfsmanns til að hreinlega missa ekki af mikilvægum upplýsingum eða gleyma að spyrja mikilvægra spurninga. Hlutverk ættingja ætti einnig að vera að spyrja og fullvissa sig um að réttri meðferð sé beitt og réttar upplýsingar veittar. Að hafa ættingja með sér til læknis ætti að teljast sjálfsagður hlutur, þar sem heilsa okkar er eitt það mikilvægasta sem við eigum. Til að auka sjúklingaöryggi á alltaf að vera í gangi sívirk þjónustukönnun, þar sem hægt er að koma strax á framfæri athugasemdum. Þetta er mjög mikilvægt til að byggja upp sterkara og réttlátara heilbrigðiskerfi. Hér á Íslandi hefur þessi innleiðing verið mjög þung í framkvæmd í heilbrigðiskerfinu, meðan sjálfsagt þykir í almennum fyrirtækjum að leita umsagna viðskiptavina. Innleiðing hefur þó verið þróuð af einstaklingi og innleidd í öll geðheilbrigðisteymi á Reykjavíkursvæðinu rafrænt frá árinu 2021. Opinber stjórnsýsla hefur sett áætlun um þjónustukönnun sem tilraunaverkefni og sett tímaramma til ársins 2030. Skjólstæðingum heilbrigðiskerfisins ætti einnig að bjóðast að taka þátt í því að byggja upp og betrumbæta heilbrigðiskerfið. Þeir þurfa að fá tækifæri til að taka þátt í því að semja lög og reglugerðir því sjúklingar eru venjulegt fólk sem veikist en hefur oft mikla og mikilvæga reynslu sem hægt er að nýta á mjög uppbyggilegan hátt til framfara. Öruggt heilbrigðiskerfi fyrir alla, neytendur og veitendur Þeir sem eitthvað hafa kynnt sér sjúklingaöryggi hafa flestir áttað sig á því að öryggi sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna fer saman. Til að öryggi aukist fyrir alla aðila þarf samvinnu. Ekki bara samvinnu heilbrigðisstarfsfólks sín á milli heldur samvinnu fyrst og fremst við sjúklinga, sjúklingafélög, aðstandendafélög, við ráðuneyti og stjórnvöld. Alls staðar þar sem málefni sjúklinga eru til umfjöllunar ættu fulltrúar sjúklinga að taka þátt. Það er ekki bara eðlileg krafa heldur nauðsynleg. Til að aukin þátttaka sjúklinga geti orðið að veruleika þarf hugarfarsbreytingu. Það þarf hugarfarsbreytingu meðal æðstu ráðamanna þjóðarinnar. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir að það er ekki nóg að skrifa fallega orðaðar skýrslur, sem eru svo ekki efndar. Þeir dagar eru liðnir að sjúklingar láti heilbrigðisstarfsmenn mata sig af einhverjum upplýsingum. Nútíma sjúklingurinn „googlar“ upplýsingar og vill samtal og fá að taka þátt í sinni eigin heilbrigðisþjónustu. Ekkert um okkur án okkar. Höfundar eru í stjórn Heilsuhags - hagsmunasamtaka í heilbrigðisþjónustu.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun