Leitar eftir stuðningi Hamilton í máli sem gæti tekið af honum heimsmeistaratitil Aron Guðmundsson skrifar 12. september 2023 15:31 Massa og Hamilton tímabilið 2008 Vísir/EPA Fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn, Brasilíumaðurinn Felipe Massa, biðlar til sjöfalda heimsmeistarans Lewis Hamilton að beita sér í máli sem kennt er við Crashgate skandalinn í mótaröðinni tímabilið 2008, tímabilið sem Hamilton vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil, og sýna það í verki að hann tali fyrir heilindum í íþróttum í máli sem gæti endað með því að hann myndi missa einn af sínum sjö heimsmeistaratitlum. Atburðarásin árið 2008 í Singapúr kappakstrinum er orðin vel þekkt undir nafninu Crashgate skandallinn í Formúlu 1 en þar ók Nelson Piquet, ökumaður Renault, vísvitandi utan í vegg til að láta kalla út öryggisbíl. Athæfi sem hagnaðist liðsfélaga hans hjá franska liðinu, Fernando Alonso sem vann kappaksturinn. Massa, sem leiddi kappaksturinn og stigakeppni ökumanna áður en atvikið átti sér stað, varð með þessu af mikilvægum stigum og átti eftir að enda í 2. sæti í baráttunni um heimsmeistaratitilinn, einu stigi á eftir Hamilton. Ári eftir Singapúr kappaksturinn steig Piquet fram og sagði liðsstjóra Renault hafa sagt sér að aka bíl sínum utan í vegg og seinna meir voru stjórnendur liðsins settir í bann frá mótaröðinni. Nú ætlar Massa sér í skaðabótamál á hendur fyrrum stjórnendum Formúlu 1 sem og Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) vegna meints samsæris sem lögmenn Massa segja hafa kostað hann heimsmeistaratitil ökumanna tímabilið 2008. Sýni að orð hans hafi merkingu Lögmenn Massa telja hann hafa orðið af um tíu milljónum evra sökum afleiðinga Crashgate skandalsins en það er ekki aðal krafan sem hann vill ná fram, heldur réttlæti á niðurstöðu tímabilsins 2008 og í viðtali við Reuters segir Bernardo Viana, einn af lögmönnum Massa, vonast eftir stuðningi Hamilton í málinu sem á endanum gæti tekið af honum einn af hans heimsmeistaratitlum. Hamilton eftir að titillinn var í höfn árið 2008Vísir/EPA „Hamilton er mikilvægur sendiherra íþróttarinnar og hefur alltaf talað fyrir heilindum í íþróttum,“ sagði Viana í samtali við Reuters. „Þá hefur hann verið gerður að heiðursborgara í Brasilíu og er miklum metum hjá brasilísku þjóðinni. Við vonumst eftir stuðningi hans.“ Bernie Ecclestone var árið 2008 helsti stjórnandi Formúlu 1 og haft var eftir honum í mars fyrr á þessu ári að bæði hann sem og Max Mosley, þá forseti FIA, hafi vitað að Piquet hefði verið fyrirskipað að aka utan í vegg í Singapúr kappakstrinum en að þeir hafi ekkert aðhafst í málinu. Er þetta viðtal sem Eccleston fór í fyrr á árinu helsta ástæða þess að Massa, ásamt teymi lögmanna, heldur í þessa vegferð því efst settu stjórnendur Formúlu 1 og FIA hafi ekkert gert þrátt fyrir að hafa vitað af óheillindum Renault-manna allt frá því fljótlega eftir að atvikið átti sér stað. Singapúr Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Hugsaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur“ Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Atburðarásin árið 2008 í Singapúr kappakstrinum er orðin vel þekkt undir nafninu Crashgate skandallinn í Formúlu 1 en þar ók Nelson Piquet, ökumaður Renault, vísvitandi utan í vegg til að láta kalla út öryggisbíl. Athæfi sem hagnaðist liðsfélaga hans hjá franska liðinu, Fernando Alonso sem vann kappaksturinn. Massa, sem leiddi kappaksturinn og stigakeppni ökumanna áður en atvikið átti sér stað, varð með þessu af mikilvægum stigum og átti eftir að enda í 2. sæti í baráttunni um heimsmeistaratitilinn, einu stigi á eftir Hamilton. Ári eftir Singapúr kappaksturinn steig Piquet fram og sagði liðsstjóra Renault hafa sagt sér að aka bíl sínum utan í vegg og seinna meir voru stjórnendur liðsins settir í bann frá mótaröðinni. Nú ætlar Massa sér í skaðabótamál á hendur fyrrum stjórnendum Formúlu 1 sem og Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) vegna meints samsæris sem lögmenn Massa segja hafa kostað hann heimsmeistaratitil ökumanna tímabilið 2008. Sýni að orð hans hafi merkingu Lögmenn Massa telja hann hafa orðið af um tíu milljónum evra sökum afleiðinga Crashgate skandalsins en það er ekki aðal krafan sem hann vill ná fram, heldur réttlæti á niðurstöðu tímabilsins 2008 og í viðtali við Reuters segir Bernardo Viana, einn af lögmönnum Massa, vonast eftir stuðningi Hamilton í málinu sem á endanum gæti tekið af honum einn af hans heimsmeistaratitlum. Hamilton eftir að titillinn var í höfn árið 2008Vísir/EPA „Hamilton er mikilvægur sendiherra íþróttarinnar og hefur alltaf talað fyrir heilindum í íþróttum,“ sagði Viana í samtali við Reuters. „Þá hefur hann verið gerður að heiðursborgara í Brasilíu og er miklum metum hjá brasilísku þjóðinni. Við vonumst eftir stuðningi hans.“ Bernie Ecclestone var árið 2008 helsti stjórnandi Formúlu 1 og haft var eftir honum í mars fyrr á þessu ári að bæði hann sem og Max Mosley, þá forseti FIA, hafi vitað að Piquet hefði verið fyrirskipað að aka utan í vegg í Singapúr kappakstrinum en að þeir hafi ekkert aðhafst í málinu. Er þetta viðtal sem Eccleston fór í fyrr á árinu helsta ástæða þess að Massa, ásamt teymi lögmanna, heldur í þessa vegferð því efst settu stjórnendur Formúlu 1 og FIA hafi ekkert gert þrátt fyrir að hafa vitað af óheillindum Renault-manna allt frá því fljótlega eftir að atvikið átti sér stað.
Singapúr Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Hugsaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur“ Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira