Bein útsending: Setning Alþingis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2023 13:01 Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid verða á sínum stað við setningu þings í dag. Vísir/Hulda Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sveini Valgeirssyni, sóknarpresti Dómkirkjunnar. Guðmundur Sigurðsson dómorganisti stjórnar Kammerkór Dómkirkjunnar og leikur á orgelið en Sigurður Flosason saxófónleikari leikur með í forspili og eftirspili. Ef spilarinn opnast ekki hér að neðan, þá er hægt að horfa á vef Alþingis. Að guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur Alþingi, 154. löggjafarþing. Strengjakvartett skipaður fiðluleikurunum Auði Hafsteinsdóttur og Matthíasi Stefánssyni, Önnu Elísabetu Sigurðardóttur víóluleikara og Örnólfi Kristjánssyni sellóleikara sér um tónlistarflutning við þingsetninguna. Þingsetningarfundi verður síðan frestað til kl. 15:30. Þegar þingsetningarfundi verður fram haldið verður m.a. hlutað um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023 útbýtt. Yfirlit helstu atriða þingsetningar Kl. 13:25 Þingmenn ganga til kirkju.Kl. 13:30 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni.Kl. 14:05 Þingmenn ganga úr kirkju í Alþingishúsið. Strengjakvartett flytur Vorlauf eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur Alþingi, 154. löggjafarþing. Strengjakvartett flytur Í fögrum dal eftir Emil Thoroddsen. Forseti Alþingis stýrir þingfundi, býður þingmenn velkomna og flytur ávarp. Kl. 14:35 Hlé á þingsetningarfundi fram til kl. 15:30. Framhald þingsetningarfundar Kl. 15:30 Forseti Alþingis flytur minningarorð (Jón Ármann Héðinsson), útbýting fjárlagafrumvarps 2024, tilkynningar og hlutað um sæti þingmanna.Kl. 16:00 Fundi slitið.Hljóðútsending verður frá Dómkirkjunni og sjónvarpsútsending frá þingsetningarfundi á sjónvarpsrás og vef Alþingis. Sjónvarpsútsending verður frá þingsetningarfundi á RÚV. Útvarpsútsending verður á Rás 1 frá messu og þingsetningu. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða miðvikudagskvöldið 13. september kl. 19:40.Fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2024 fimmtudaginn 14. september. Alþingi Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sveini Valgeirssyni, sóknarpresti Dómkirkjunnar. Guðmundur Sigurðsson dómorganisti stjórnar Kammerkór Dómkirkjunnar og leikur á orgelið en Sigurður Flosason saxófónleikari leikur með í forspili og eftirspili. Ef spilarinn opnast ekki hér að neðan, þá er hægt að horfa á vef Alþingis. Að guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur Alþingi, 154. löggjafarþing. Strengjakvartett skipaður fiðluleikurunum Auði Hafsteinsdóttur og Matthíasi Stefánssyni, Önnu Elísabetu Sigurðardóttur víóluleikara og Örnólfi Kristjánssyni sellóleikara sér um tónlistarflutning við þingsetninguna. Þingsetningarfundi verður síðan frestað til kl. 15:30. Þegar þingsetningarfundi verður fram haldið verður m.a. hlutað um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023 útbýtt. Yfirlit helstu atriða þingsetningar Kl. 13:25 Þingmenn ganga til kirkju.Kl. 13:30 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni.Kl. 14:05 Þingmenn ganga úr kirkju í Alþingishúsið. Strengjakvartett flytur Vorlauf eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur Alþingi, 154. löggjafarþing. Strengjakvartett flytur Í fögrum dal eftir Emil Thoroddsen. Forseti Alþingis stýrir þingfundi, býður þingmenn velkomna og flytur ávarp. Kl. 14:35 Hlé á þingsetningarfundi fram til kl. 15:30. Framhald þingsetningarfundar Kl. 15:30 Forseti Alþingis flytur minningarorð (Jón Ármann Héðinsson), útbýting fjárlagafrumvarps 2024, tilkynningar og hlutað um sæti þingmanna.Kl. 16:00 Fundi slitið.Hljóðútsending verður frá Dómkirkjunni og sjónvarpsútsending frá þingsetningarfundi á sjónvarpsrás og vef Alþingis. Sjónvarpsútsending verður frá þingsetningarfundi á RÚV. Útvarpsútsending verður á Rás 1 frá messu og þingsetningu. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða miðvikudagskvöldið 13. september kl. 19:40.Fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2024 fimmtudaginn 14. september.
Alþingi Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira