Launahæsti varnarmaðurinn í NFL: „Við erum ekki að gera þetta í fyrsta skipti“ Smári Jökull Jónsson skrifar 10. september 2023 14:04 Nick Bosa er nú hæstlaunaðasti varnarmaður í sögu NFL. Vísir/Getty Nick Bosa skrifaði á dögunum undir samning við San Fransisco 49ers sem gerir hann að hæstlaunaðasta varnarmanni í sögu NFL. Nick Bosa hefur verið lykilmaður í vörn San Fransisco 49ers síðan liðið valdi hann í nýliðavalinu árið 2019. Samningur hans við félagið rann út að loknu síðasta tímabili og eftir langar samningaviðræður skrifaði Bosa loksins undir samning við félagið í vikunni. Bosa skrifaði undir samning til næstu fimm ára. Hann fær 170 milljónir dollara á samningstímanum og er nú hæstlaunaðasti varnarmaður í sögu NFL og sá hæstlaunaðasti í deildinni ef leikstjórnendur eru frátaldir. Í grein The Athletic er rætt við móður Bosa sem segir frá ferlinu þegar samningaviðræður stóðu yfir. The highest paid defensive players in NFL history by APY...1 Nick Bosa, 49ers: $34M2 Aaron Donald, Rams: $31.7M3 T.J. Watt, Steelers: $28Mhttps://t.co/GbY98P6Ap8— The Athletic (@TheAthletic) September 6, 2023 „Þetta var eins og „Groundhog day“. Ég eyddi flestum dögum í að ganga um húsið að bíða eftir símtalinu. Ég gat ekki setið kyrr. Ég gat ekki farið neitt. Ég vildi ekki fara á skrifstofuna mína. Ég vissi ekki hvort ég vildi vera ein að vera með Nick. Þetta var hræðilegt,“ sagði Cheryl Bosa um stöðuna áður en skrifað var undir samninginn. „Þegar tímabilið byrjaði urðu dagarnir verri og verri. Hann hélt sinni rútínu. Hann æfði tvisvar á dag og kom til mín til að borða morgunmat og kvöldmat. Þetta var erfitt því það hefði verið hægt að klára þetta fyrir sex vikum síðan. Þetta var farið að gera okkur þunglynd.“ Á miðvikudaginn fékk Cheryl síðan símtalið sem hún var búin að bíða eftir. „Ég fékk samninginn og ég er svangur,“ voru orðin sem sonur hennar sagði í símanum. Cheryl fagnaði sem óð væri og fór svo út í búð og keypti í matinn fyrir strákinn. „Á meðan hann var að borða hringdi síminn og honum sagt að flugvél biði eftir honum til að flytja hann til Santa Clara. Hann var farinn.“ Fjórir í fjölskyldunni valdir í fyrstu umferð Eins og áður segir er Nick Bosa nú hæstlaunaðasti varnarmaður í sögu NFL. Hvernig tókst honum að ná í svona stóran samning? „Þetta er fjölskyldutengt. Við erum ekki að gera þetta í fyrsta skipti. Við erum með fjóra í fjölskyldunni sem hafa verið valdir í fyrstu umferð nýliðavalsins. John pabbi Nick, bróðir minn og báðir synir mínir,“ sagði Cheryl en Joey Bosa, bróðir Nick, leikur með Los Angeles Chargers í NFL-deildinni. Cheryl hrósaði umboðsmanninum Brian Ayrault í hástert. Hann er einnig umboðsmaður Joe Burrow sem skrifaði undir stærsta samning í sögu NFL-deildarinnar daginn eftir að Bosa kláraði sín mál. „Umboðsmaðurinn hans er ótrúlegur. Við erum öll á sömu blaðsíðu. Það gerði starf Brian auðveldara og að lokum var það hann og hans samningatækni sem landaði samningnum. Hann var skýr við forráðamenn San Fransisco 49ers um að þetta myndi gerast með eða án þeirra. Nick myndi fá samninginn hjá þessu liði eða bara einhverju öðru.“ Nick Bosa verður með 49ers í fyrsta leik liðsins gegn Pittsburgh Steelers nú á eftir. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. NFL Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Sjá meira
Nick Bosa hefur verið lykilmaður í vörn San Fransisco 49ers síðan liðið valdi hann í nýliðavalinu árið 2019. Samningur hans við félagið rann út að loknu síðasta tímabili og eftir langar samningaviðræður skrifaði Bosa loksins undir samning við félagið í vikunni. Bosa skrifaði undir samning til næstu fimm ára. Hann fær 170 milljónir dollara á samningstímanum og er nú hæstlaunaðasti varnarmaður í sögu NFL og sá hæstlaunaðasti í deildinni ef leikstjórnendur eru frátaldir. Í grein The Athletic er rætt við móður Bosa sem segir frá ferlinu þegar samningaviðræður stóðu yfir. The highest paid defensive players in NFL history by APY...1 Nick Bosa, 49ers: $34M2 Aaron Donald, Rams: $31.7M3 T.J. Watt, Steelers: $28Mhttps://t.co/GbY98P6Ap8— The Athletic (@TheAthletic) September 6, 2023 „Þetta var eins og „Groundhog day“. Ég eyddi flestum dögum í að ganga um húsið að bíða eftir símtalinu. Ég gat ekki setið kyrr. Ég gat ekki farið neitt. Ég vildi ekki fara á skrifstofuna mína. Ég vissi ekki hvort ég vildi vera ein að vera með Nick. Þetta var hræðilegt,“ sagði Cheryl Bosa um stöðuna áður en skrifað var undir samninginn. „Þegar tímabilið byrjaði urðu dagarnir verri og verri. Hann hélt sinni rútínu. Hann æfði tvisvar á dag og kom til mín til að borða morgunmat og kvöldmat. Þetta var erfitt því það hefði verið hægt að klára þetta fyrir sex vikum síðan. Þetta var farið að gera okkur þunglynd.“ Á miðvikudaginn fékk Cheryl síðan símtalið sem hún var búin að bíða eftir. „Ég fékk samninginn og ég er svangur,“ voru orðin sem sonur hennar sagði í símanum. Cheryl fagnaði sem óð væri og fór svo út í búð og keypti í matinn fyrir strákinn. „Á meðan hann var að borða hringdi síminn og honum sagt að flugvél biði eftir honum til að flytja hann til Santa Clara. Hann var farinn.“ Fjórir í fjölskyldunni valdir í fyrstu umferð Eins og áður segir er Nick Bosa nú hæstlaunaðasti varnarmaður í sögu NFL. Hvernig tókst honum að ná í svona stóran samning? „Þetta er fjölskyldutengt. Við erum ekki að gera þetta í fyrsta skipti. Við erum með fjóra í fjölskyldunni sem hafa verið valdir í fyrstu umferð nýliðavalsins. John pabbi Nick, bróðir minn og báðir synir mínir,“ sagði Cheryl en Joey Bosa, bróðir Nick, leikur með Los Angeles Chargers í NFL-deildinni. Cheryl hrósaði umboðsmanninum Brian Ayrault í hástert. Hann er einnig umboðsmaður Joe Burrow sem skrifaði undir stærsta samning í sögu NFL-deildarinnar daginn eftir að Bosa kláraði sín mál. „Umboðsmaðurinn hans er ótrúlegur. Við erum öll á sömu blaðsíðu. Það gerði starf Brian auðveldara og að lokum var það hann og hans samningatækni sem landaði samningnum. Hann var skýr við forráðamenn San Fransisco 49ers um að þetta myndi gerast með eða án þeirra. Nick myndi fá samninginn hjá þessu liði eða bara einhverju öðru.“ Nick Bosa verður með 49ers í fyrsta leik liðsins gegn Pittsburgh Steelers nú á eftir. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
NFL Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Sjá meira