Jimmy Fallon biðst afsökunar: „Mér líður svo illa“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 7. september 2023 22:59 Margir fyrrverandi starfsmanna þáttarins The Tonight Show segjast hafa hætt í vinnunni vegna geðheilsu sinnar. Aðrir segjast hafa verið reknir. Getty/Mazur Þáttastjórnandinn Jimmy Fallon hefur beðið núverandi og fyrrverandi starfsmenn sína afsökunar á því að hafa stuðlað að „baneitraðri“ vinnustaðamenningu á setti í þáttunum The Tonight Show. Honum segist líða gríðarlega illa. Starfsmennirnir lýstu því í viðtali við tímaritið Rolling Stone að það hafi aldrei verið hægt að treysta á í hvernig skapi Jimmy Fallon yrði í vinnunni. Hann léti skap sitt gjarnan bitna á starfsfólki og hafi ítrekað gert lítið úr því. Andrúmsloftið á vinnustaðnum, setti þáttarins, hafi haft alvarleg áhrif á geðheilbrigði þeirra. Vegna vinnustaðamenningarinnar töluðu starfsmenn gjarnan sín á milli um „góða Jimmy daga“ og „slæma Jimmy daga,“ eftir því hvernig skapi þáttastjórnandinn var í. Á slæmum degi á Fallon til dæmis að hafa skammað starfsmann fyrir framan grínistann Jerry Seinfeld, sem bað þáttastjórnandann að biðja starfsmanninn afsökunar. Atvikið á að hafa verið afar óþægilegt og niðurlægjandi. Eftir að grein Rolling Stone birtist í dag ræddi Fallon við samtals sextán starfsmenn á Zoom-fundi. Þar baðst hann innilegrar afsökunar: „Þetta er vandræðalegt og mér líður mjög illa. Fyrirgefið ef ég gerði lítið úr ykkur fyrir framan vini og fjölskyldu. Mér líður svo illa að ég get ekki einu sinni lýst því.“ Samkvæmt nýrri grein Rolling Stone telja starfsmenn að afsökunarbeiðnin hafi verið einlæg en erfitt hefur reynst að fá starfsfólk þáttarins í viðtal vegna málsins. Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Sjá meira
Starfsmennirnir lýstu því í viðtali við tímaritið Rolling Stone að það hafi aldrei verið hægt að treysta á í hvernig skapi Jimmy Fallon yrði í vinnunni. Hann léti skap sitt gjarnan bitna á starfsfólki og hafi ítrekað gert lítið úr því. Andrúmsloftið á vinnustaðnum, setti þáttarins, hafi haft alvarleg áhrif á geðheilbrigði þeirra. Vegna vinnustaðamenningarinnar töluðu starfsmenn gjarnan sín á milli um „góða Jimmy daga“ og „slæma Jimmy daga,“ eftir því hvernig skapi þáttastjórnandinn var í. Á slæmum degi á Fallon til dæmis að hafa skammað starfsmann fyrir framan grínistann Jerry Seinfeld, sem bað þáttastjórnandann að biðja starfsmanninn afsökunar. Atvikið á að hafa verið afar óþægilegt og niðurlægjandi. Eftir að grein Rolling Stone birtist í dag ræddi Fallon við samtals sextán starfsmenn á Zoom-fundi. Þar baðst hann innilegrar afsökunar: „Þetta er vandræðalegt og mér líður mjög illa. Fyrirgefið ef ég gerði lítið úr ykkur fyrir framan vini og fjölskyldu. Mér líður svo illa að ég get ekki einu sinni lýst því.“ Samkvæmt nýrri grein Rolling Stone telja starfsmenn að afsökunarbeiðnin hafi verið einlæg en erfitt hefur reynst að fá starfsfólk þáttarins í viðtal vegna málsins.
Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið