Mikilvægi leiksins kýrskýrt í huga Åge: „Verðum að mæta til leiks á fullu gasi“ Aron Guðmundsson skrifar 7. september 2023 11:30 Åge Hareide varð að sætta sig við tap, 2-1 gegn Slóvakíu, í fyrsta leik sínum sem landsliðsþjálfari Íslands á laugardaginn. VÍSIR/VILHELM Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi liðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á morgun. Íslenska landsliðið verður að sækja þrjú stig til þess að halda möguleikum sínum í riðlinum á floti. „Við vitum að við eigum von á erfiðum leik vegna þess að þetta lið Lúxemborgar er að gera mjög vel í undankeppninni,“ sagði Åge á blaðamannafundinum í dag. „Ég hef verið hér áður sem þjálfari og þetta er lið sem hefur bætt sig mjög mikið milli ára.“ Ef íslenska landsliðið ætlar að eiga einhverja möguleika á að komast beint á EM 2024 í Þýskalandi þarf það að vinna Lúxemborg. Íslendingar eru í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils undankeppninnar með þrjú stig, sjö stigum frá 2. sætinu þar sem Slóvakar sitja. „Við fengum ekki stigin sem okkur vantaði gegn Slóvakiu og Portúgal í síðasta verkefni. Lúxemborg hefur gert mjög vel og leikurinn á morgun verður erfiður, en við erum undirbúnir fyrir það. Það er ekkert annað í boði en sigur fyrir okkur í þessum leik.“ En hvernig metur hann lið Lúxemborgar nú frá því sem hafði kynnst áður úr fyrri viðureign sinni? „Liðið hefur bætt sig mjög mikið frammistöðulega séð sem lið. Það er stóra breytingin hjá liðinu og það er það sem er svo mikilvægt á þessu landsliðssviði. Þú þarft að byggja upp lið með ákveðna menningu og koma upp hefð, það hefur Lúxemborg gert mjög vel.“ Hafa hrist af sér flensu En að liði Íslands. Eru allir leikmenn heilir og klárir í leikinn? „Það eru allir klárir í leikinn, einhverjir leikmenn áttu við kvef að stríða fyrr í vikunni en þeir eru í lagi núna.“ Þá var Åge spurður út í það, af ummælum hans í fyrri viðtölum að dæma, af hverju hann einblíni alltaf á það að ná 3.sæti riðilsins. „Vegna þess að þriðja sætið er næst okkur og gefur okkur möguleika á umspili í gegnum Þjóðadeild UEFA á næsta ári. Ef við náum ekki 2. sætinu þá stefnum við á það þriðja.“ Íslenska liðið megi ekki gefa liði Lúxemborgar svæði til þess að spila sinn leik á morgun. „Ef við gefum þeim svæði til þess að spila sinn bolta þá munu þeir gera það. Við verðum að passa upp á boltann og loka á styrkleika þessa liðs. Við verðum að berjast af krafti á morgun.“ Klárt í hans huga hvað þarf að bæta Åge hefur áður sagt að hann sé afar ánægður með frammistöðuna sem íslenska landsliðið sýndi í leikjunum gegn Slóvakíu og Portúgal í síðasta landsliðsverkefni. Stigasöfnunin var þó engin úr þeim leikjum, hvað vill Norðmaðurinn sjá íslenska landsliðið bæta í komandi leikjum? „Skora mörk, sér í lagi ef ég horfi á leikinn gegn Slóvakíu í síðasta verkefni. Við áttum að ganga frá þeim leik. Þá þurfum við einnig að verjast vel og það höfum við sýnt að við getum vel gert. Það sama verður að vera upp á teningnum á morgun. Við verðum að mæta til leiks á fullu gasi.“ Leikur Lúxemborg og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagksrá á Stöð 2 Sport á morgun. Við hefjum upphitun klukkan 18:00. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Sjá meira
„Við vitum að við eigum von á erfiðum leik vegna þess að þetta lið Lúxemborgar er að gera mjög vel í undankeppninni,“ sagði Åge á blaðamannafundinum í dag. „Ég hef verið hér áður sem þjálfari og þetta er lið sem hefur bætt sig mjög mikið milli ára.“ Ef íslenska landsliðið ætlar að eiga einhverja möguleika á að komast beint á EM 2024 í Þýskalandi þarf það að vinna Lúxemborg. Íslendingar eru í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils undankeppninnar með þrjú stig, sjö stigum frá 2. sætinu þar sem Slóvakar sitja. „Við fengum ekki stigin sem okkur vantaði gegn Slóvakiu og Portúgal í síðasta verkefni. Lúxemborg hefur gert mjög vel og leikurinn á morgun verður erfiður, en við erum undirbúnir fyrir það. Það er ekkert annað í boði en sigur fyrir okkur í þessum leik.“ En hvernig metur hann lið Lúxemborgar nú frá því sem hafði kynnst áður úr fyrri viðureign sinni? „Liðið hefur bætt sig mjög mikið frammistöðulega séð sem lið. Það er stóra breytingin hjá liðinu og það er það sem er svo mikilvægt á þessu landsliðssviði. Þú þarft að byggja upp lið með ákveðna menningu og koma upp hefð, það hefur Lúxemborg gert mjög vel.“ Hafa hrist af sér flensu En að liði Íslands. Eru allir leikmenn heilir og klárir í leikinn? „Það eru allir klárir í leikinn, einhverjir leikmenn áttu við kvef að stríða fyrr í vikunni en þeir eru í lagi núna.“ Þá var Åge spurður út í það, af ummælum hans í fyrri viðtölum að dæma, af hverju hann einblíni alltaf á það að ná 3.sæti riðilsins. „Vegna þess að þriðja sætið er næst okkur og gefur okkur möguleika á umspili í gegnum Þjóðadeild UEFA á næsta ári. Ef við náum ekki 2. sætinu þá stefnum við á það þriðja.“ Íslenska liðið megi ekki gefa liði Lúxemborgar svæði til þess að spila sinn leik á morgun. „Ef við gefum þeim svæði til þess að spila sinn bolta þá munu þeir gera það. Við verðum að passa upp á boltann og loka á styrkleika þessa liðs. Við verðum að berjast af krafti á morgun.“ Klárt í hans huga hvað þarf að bæta Åge hefur áður sagt að hann sé afar ánægður með frammistöðuna sem íslenska landsliðið sýndi í leikjunum gegn Slóvakíu og Portúgal í síðasta landsliðsverkefni. Stigasöfnunin var þó engin úr þeim leikjum, hvað vill Norðmaðurinn sjá íslenska landsliðið bæta í komandi leikjum? „Skora mörk, sér í lagi ef ég horfi á leikinn gegn Slóvakíu í síðasta verkefni. Við áttum að ganga frá þeim leik. Þá þurfum við einnig að verjast vel og það höfum við sýnt að við getum vel gert. Það sama verður að vera upp á teningnum á morgun. Við verðum að mæta til leiks á fullu gasi.“ Leikur Lúxemborg og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagksrá á Stöð 2 Sport á morgun. Við hefjum upphitun klukkan 18:00.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Sjá meira