Hlýjasta sumarið á norðurhveli frá upphafi Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2023 10:23 Sjálfboðaliði á alþjóðlegum æskulýðsdegi reynir að kæla sig með lítilli handviftu á meðan hann bíður eftir að fagna Frans páfa í Portúgal í ágúst. AP/Armando Sumarið á norðurhveli var það hlýjasta sem hefur nokkru sinni mælst. Ágúst var hlýjasti ágústmánuður á jörðinni frá upphafi mælinga og næsthlýjasti mánuðurinn á eftir júlí í sumar. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir heimsbyggðina standa frammi fyrir „loftslagshruni“. Meðalhitinn í ágúst var 1,5 gráðu yfir viðmiðunartímabili fyrir iðnbyltingu samkvæmt Alþjóðaveðurfræðistofunni og Kópernikusarloftslagsþjónustu Evrópusambandsins. Markmið Parísaramkomulagsins er að takmarka hlýnun við 1,5 gráðu en mælt yfir áratugi, ekki einstaka mánuði. Ágúst var þriðji mánuðurinn í röð sem setur mánaðarhitamet. Hitinn í heimshöfunum var jafnframt sá mesti sem mæst hefur, nærri því 21 gráða. Hitamet hafa verið slegin í hafinu þrjá mánuði í röð, að sögn AP-fréttastofunnar. „Hundadagar sumarsins gelta ekki bara heldur bíta. Loftslagshrun er hafið,“ sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðirnar, í yfirlýsingu um nýju mælingarnar. Tímabilið frá miðjum júlí til seinni hluta ágústs eru nefndir hundadagar. Heitið kemur frá Forn-Grikkjum sem tengdu sumarhita við hundastjörnuna Síríus sem byrjar að sjást á morgunhimni um þetta leyti samkvæmt íslenskri alfræðiorðabók. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er uggandi yfir þeim breytingum sem mannkynið veldur nú á loftslagi reikistjörnunnar.Vísir/EPA Í stórum hluta Mið-Evrópu og Skandinavíu var ágúst óvenjuvætusamur sem leiddi til flóða á sama tíma og miklir þurrkar sköpuðu aðstæður fyrir gróðurelda í Frakklandi, Grikklandi, Ítalíu og Portúgal, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Nú í fyrstu viku september hefur aftakaúrkomu og flóð gert á Spáni og Grikklandi sem skrælnuðu í öflugum hitabylgjum fyrir skemmstu. Enn sem komið er stefnir árið í ár að verða það næsthlýjasta frá upphafi mælinga. Aðeins árið 2016, þegar áhrifa sterks El niño gætti, var hlýrra. Fornloftslagsfræðingar telja að ekki hafi verið hlýrra á jörðinni í að minnsta kosti 120.000 ár. Orsökin fyrir hlýnun jarðar nú er gegndarlaus losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Loftslagsmál Veður Sameinuðu þjóðirnar Vísindi Tengdar fréttir Júlí gæti orðið heitasti mánuðurinn í 120 þúsund ár Sérfræðingar frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni og Loftslagsstofnun Evrópusambandsins spá því að júlímánuður verði sá heitasti síðan mælingar hófust. Hitabylgjur hafa riðið yfir víða um heiminn og gróðuredar hafa logað á allnokkrum stöðum í júlímánuði. 27. júlí 2023 20:57 Heitasti staki dagurinn frá upphafi mælinga Bráðabirgðatölur benda til þess að mánudaginn 3. júlí hafi verið heitasti einstaki dagur á jörðinni frá því að mælingar hófust. Meðalhiti jarðar fór þá í fyrsta skipti yfir sautján gráður. Hlýindin eru að hluta til knúin af sterkum El niño-atburði í Kyrrahafinu. 5. júlí 2023 09:50 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Meðalhitinn í ágúst var 1,5 gráðu yfir viðmiðunartímabili fyrir iðnbyltingu samkvæmt Alþjóðaveðurfræðistofunni og Kópernikusarloftslagsþjónustu Evrópusambandsins. Markmið Parísaramkomulagsins er að takmarka hlýnun við 1,5 gráðu en mælt yfir áratugi, ekki einstaka mánuði. Ágúst var þriðji mánuðurinn í röð sem setur mánaðarhitamet. Hitinn í heimshöfunum var jafnframt sá mesti sem mæst hefur, nærri því 21 gráða. Hitamet hafa verið slegin í hafinu þrjá mánuði í röð, að sögn AP-fréttastofunnar. „Hundadagar sumarsins gelta ekki bara heldur bíta. Loftslagshrun er hafið,“ sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðirnar, í yfirlýsingu um nýju mælingarnar. Tímabilið frá miðjum júlí til seinni hluta ágústs eru nefndir hundadagar. Heitið kemur frá Forn-Grikkjum sem tengdu sumarhita við hundastjörnuna Síríus sem byrjar að sjást á morgunhimni um þetta leyti samkvæmt íslenskri alfræðiorðabók. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er uggandi yfir þeim breytingum sem mannkynið veldur nú á loftslagi reikistjörnunnar.Vísir/EPA Í stórum hluta Mið-Evrópu og Skandinavíu var ágúst óvenjuvætusamur sem leiddi til flóða á sama tíma og miklir þurrkar sköpuðu aðstæður fyrir gróðurelda í Frakklandi, Grikklandi, Ítalíu og Portúgal, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Nú í fyrstu viku september hefur aftakaúrkomu og flóð gert á Spáni og Grikklandi sem skrælnuðu í öflugum hitabylgjum fyrir skemmstu. Enn sem komið er stefnir árið í ár að verða það næsthlýjasta frá upphafi mælinga. Aðeins árið 2016, þegar áhrifa sterks El niño gætti, var hlýrra. Fornloftslagsfræðingar telja að ekki hafi verið hlýrra á jörðinni í að minnsta kosti 120.000 ár. Orsökin fyrir hlýnun jarðar nú er gegndarlaus losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti.
Loftslagsmál Veður Sameinuðu þjóðirnar Vísindi Tengdar fréttir Júlí gæti orðið heitasti mánuðurinn í 120 þúsund ár Sérfræðingar frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni og Loftslagsstofnun Evrópusambandsins spá því að júlímánuður verði sá heitasti síðan mælingar hófust. Hitabylgjur hafa riðið yfir víða um heiminn og gróðuredar hafa logað á allnokkrum stöðum í júlímánuði. 27. júlí 2023 20:57 Heitasti staki dagurinn frá upphafi mælinga Bráðabirgðatölur benda til þess að mánudaginn 3. júlí hafi verið heitasti einstaki dagur á jörðinni frá því að mælingar hófust. Meðalhiti jarðar fór þá í fyrsta skipti yfir sautján gráður. Hlýindin eru að hluta til knúin af sterkum El niño-atburði í Kyrrahafinu. 5. júlí 2023 09:50 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Júlí gæti orðið heitasti mánuðurinn í 120 þúsund ár Sérfræðingar frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni og Loftslagsstofnun Evrópusambandsins spá því að júlímánuður verði sá heitasti síðan mælingar hófust. Hitabylgjur hafa riðið yfir víða um heiminn og gróðuredar hafa logað á allnokkrum stöðum í júlímánuði. 27. júlí 2023 20:57
Heitasti staki dagurinn frá upphafi mælinga Bráðabirgðatölur benda til þess að mánudaginn 3. júlí hafi verið heitasti einstaki dagur á jörðinni frá því að mælingar hófust. Meðalhiti jarðar fór þá í fyrsta skipti yfir sautján gráður. Hlýindin eru að hluta til knúin af sterkum El niño-atburði í Kyrrahafinu. 5. júlí 2023 09:50