Senda Abrams og umdeild skot úr rýrðu úrani til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2023 21:36 Úkraínumenn eru sagðir eiga von á tíu M1 Abrams skriðdrekum í þessum mánuði. EPA/VALDA KALNINA Ríkisstjórn Bandaríkjanna mun í fyrsta skipti senda Úkraínumönnum umdeild skotfæri fyrir skriðdreka sem inniheldur rýrt úran. Skotin eru hönnuð til að fara í gegnum brynvörn annara skrið- og bryndreka og eru þau ætluð Abrams skriðdrekum sem einnig verða sendir til Úkraínu á næstu vikum. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum vestanhafs en ekki er búið að segja frá sendingunni opinberlega. Bretar hafa áður sent skriðdrekaskot sem innihalda rýrt úran en þau voru send með Challenger-2 skriðdrekunum bresku. Rýrt úran er aukaafurð auðgunar úrans og er notað í skotfæri sem þessi vegna þess hve þéttur málmurinn er. Það gerir skotum úr rýrðu úrani kleift að rjúfa hefðbundnar brynvarnir auðveldar. Notkun þessara skotfæra er mjög umdeild þar sem því hefur verið haldið fram að fólki geti stafað ógn af úraninu til langs tíma. Innöndun ryks úrans geti valdið krabbameini og fæðingargöllum. Rýrt úran er geislavirkt en mun minna geislavirkt en náttúrulegt úran. Kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur sagt að rannsóknir í fyrrverandi Júgóslavíu, Kúvæt, Írak og Líbanon, þar sem skot eins og þau sem um ræðir hafa verið notuð í miklu magni, sýni að íbúum stafi ekki ógn af þeim ögnum sem notkun þeirra skilur eftir. Politico sagði frá því í vikunni að um tvö hundruð úkraínskir hermenn væru að ljúka þjálfun á bandaríska Abrams skriðdreka í Þýskalandi. Samkvæmt heimildum miðilsins eiga fyrstu tíu skriðdrekarnir af 31 að verða sendir til Úkraínu um miðjan september. Verið er að gera þá klára í Þýskalandi. Yfirvöld í Bandaríkjunum samþykktu á sínum tíma að senda skriðdreka til Úkraínu, um það leyti sem Úkraínumenn voru að biðja Þjóðverja um að heimila sendingar á Leopard skriðdrekum til landsins. Bretar höfðu áður samþykkt að gefa Úkraínumönnum fjórtán Challenger 2 skriðdreka. Bandarísku Abrams skriðdrekarnir þykja að vísu óhentugri, þar sem rekstur þeirra er töluvert flóknari og umfangsmeiri en rekstur Leopard skriðdreka. Þeir ganga til að mynda fyrir flugvélaeldsneyti og þurfa umfangsmeiri innviði en Leopard skriðdrekarnir, sem ganga fyrir hefðbundinni dísilolíu. Hingað til hafa Úkraínumenn fengið tugi af Leopard skriðdrekum, bæði af nýjustu kynslóðum þeirra og eldri skriðdreka. Vitað er til þess að nokkrum þeirra hafi verið grandað en enn sem komið er hafa engar myndir verið birtar af ónýtum Challenger 2 skriðdrekum. Vona að skriðdrekarnir hjálpi Úkraínumenn hafa í sumar reynt að brjóta sér leið í gegnum umfangsmiklar varnir Rússa í suðurhluta Úkraínu en það hefur gengið hægt. Á undanförnum vikum hafa þeir þó náð nokkrum árangri þó jarðsprengjur og gífurlega mikið af skotgröfum hafi hægt á sókninni. Bandaríkjamenn vonast til þess að Abrams skriðdrekarnir muni hjálpa Úkraínumönnum. Notkun skrið- og bryndreka hefur þó reynst erfið í suðurhluta landsins í Sapórisjíahéraði, þar sem Úkraínumenn virðast leggja mesta áherslu á gagnsókn þeirra. Landslagið er mjög flatt og drónum er flogið allsstaðar þar um. Bæði Úkraínumenn og Rússar eiga erfitt með að nálgast víglínuna án þess að sjást. Sjái Rússar bryn- og skriðdrekum keyrt í átt að víglínunni hafa þeir notað stórskotalið og þyrlur með góðum árangri gegn þeim. Úkraínumenn eru þó sagðir hafa náð töluverðum árangri í einvígi stórskotaliðs á svæðinu Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum vestanhafs en ekki er búið að segja frá sendingunni opinberlega. Bretar hafa áður sent skriðdrekaskot sem innihalda rýrt úran en þau voru send með Challenger-2 skriðdrekunum bresku. Rýrt úran er aukaafurð auðgunar úrans og er notað í skotfæri sem þessi vegna þess hve þéttur málmurinn er. Það gerir skotum úr rýrðu úrani kleift að rjúfa hefðbundnar brynvarnir auðveldar. Notkun þessara skotfæra er mjög umdeild þar sem því hefur verið haldið fram að fólki geti stafað ógn af úraninu til langs tíma. Innöndun ryks úrans geti valdið krabbameini og fæðingargöllum. Rýrt úran er geislavirkt en mun minna geislavirkt en náttúrulegt úran. Kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur sagt að rannsóknir í fyrrverandi Júgóslavíu, Kúvæt, Írak og Líbanon, þar sem skot eins og þau sem um ræðir hafa verið notuð í miklu magni, sýni að íbúum stafi ekki ógn af þeim ögnum sem notkun þeirra skilur eftir. Politico sagði frá því í vikunni að um tvö hundruð úkraínskir hermenn væru að ljúka þjálfun á bandaríska Abrams skriðdreka í Þýskalandi. Samkvæmt heimildum miðilsins eiga fyrstu tíu skriðdrekarnir af 31 að verða sendir til Úkraínu um miðjan september. Verið er að gera þá klára í Þýskalandi. Yfirvöld í Bandaríkjunum samþykktu á sínum tíma að senda skriðdreka til Úkraínu, um það leyti sem Úkraínumenn voru að biðja Þjóðverja um að heimila sendingar á Leopard skriðdrekum til landsins. Bretar höfðu áður samþykkt að gefa Úkraínumönnum fjórtán Challenger 2 skriðdreka. Bandarísku Abrams skriðdrekarnir þykja að vísu óhentugri, þar sem rekstur þeirra er töluvert flóknari og umfangsmeiri en rekstur Leopard skriðdreka. Þeir ganga til að mynda fyrir flugvélaeldsneyti og þurfa umfangsmeiri innviði en Leopard skriðdrekarnir, sem ganga fyrir hefðbundinni dísilolíu. Hingað til hafa Úkraínumenn fengið tugi af Leopard skriðdrekum, bæði af nýjustu kynslóðum þeirra og eldri skriðdreka. Vitað er til þess að nokkrum þeirra hafi verið grandað en enn sem komið er hafa engar myndir verið birtar af ónýtum Challenger 2 skriðdrekum. Vona að skriðdrekarnir hjálpi Úkraínumenn hafa í sumar reynt að brjóta sér leið í gegnum umfangsmiklar varnir Rússa í suðurhluta Úkraínu en það hefur gengið hægt. Á undanförnum vikum hafa þeir þó náð nokkrum árangri þó jarðsprengjur og gífurlega mikið af skotgröfum hafi hægt á sókninni. Bandaríkjamenn vonast til þess að Abrams skriðdrekarnir muni hjálpa Úkraínumönnum. Notkun skrið- og bryndreka hefur þó reynst erfið í suðurhluta landsins í Sapórisjíahéraði, þar sem Úkraínumenn virðast leggja mesta áherslu á gagnsókn þeirra. Landslagið er mjög flatt og drónum er flogið allsstaðar þar um. Bæði Úkraínumenn og Rússar eiga erfitt með að nálgast víglínuna án þess að sjást. Sjái Rússar bryn- og skriðdrekum keyrt í átt að víglínunni hafa þeir notað stórskotalið og þyrlur með góðum árangri gegn þeim. Úkraínumenn eru þó sagðir hafa náð töluverðum árangri í einvígi stórskotaliðs á svæðinu
Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira